Norsku stjörnurnar Haaland og Ödegaard tóku báðir þátt í Katar-mótmælum í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2021 09:31 Erling Haaland fagnar marki Jonas Svensson á móti Gíbraltar í gær. Getty/Ian Martinez Leikmenn norska knattspyrnulandsliðsins hófu í gær undankeppni HM í Katar 2022 með því að mótmæla mannréttindabrotum í Katar. Norðmenn byrjuðu með þægilegum sigri á Gíbraltar en það sem norsku landsliðsmennirnir gerðu í upphitun og fyrir leik vakti meiri athygli. Allir leikmenn norska landsliðsins klæddust bolum fyrir leikinn þar sem á stóð: Mannréttindi - inn á og utan vallar eða „Human rights - on and off the pitch“ á ensku. Meðal þeirra voru stórstjörnurnar Erling Haaland hjá Dortmund og Martin Odegaard sem er á láni hjá Arsenal frá Real Madrid. 'Human rights. On and off the pitch' The Norway national team sent a powerful message to FIFA about the Qatar World Cup before their game tonight. https://t.co/yVIQJ1yZ50— SPORTbible (@sportbible) March 24, 2021 Norska landsliðið vann 3-0 sigur á Gíbraltar í leiknum. Alexander Sörloth, Kristian Thorstvedt og Jonas Svensson skoruðu mörkin. Norska landsliðið hefur ekki komist á stórmót síðan á EM 2000 og Lars Lagerbäck náði ekki að breyta því. Norska landsliðið var síðast með á HM 1998 en þykir vera nú með lið sem gæti komist loksins á heimsmeistaramótið. Mótmælin í Noregi, sem byrjuðu hjá úrvalsdeildarfélaginu Tromsö, hafa fengið talsverðan meðvind að undanförnu en Tromsö skoraði á norska sambandið að sniðganga HM í Katar vegna fjölda mannréttindabrota í landinu. The Guardian hefur heimildir fyrir því að 6500 farandverkamenn hafi dáið í framkvæmdum tengdum heimsmeistaramótinu síðan árið 2010 þegar Katar tryggði sér réttinn að halda heimsmeistaramótið. Norway players wore t-shirts before their opening 2022 World Cup qualifier against Gibraltar in protest of Qatar's human rights record pic.twitter.com/sfbNCUI5F1— Football Daily (@footballdaily) March 24, 2021 Stjórnvöld í Katar svöruðu með því að segja að aðeins örlítill hluti af þeim 1,4 milljónum farandverkamönnum, sem störfuðu við framkvæmdirnar, hafi dáið í vinnutengdum slysum frá 2010 til 2019. Stjórnvöld segjast líka hafa gert sitt í að bæta vinnuaðstæður og öryggi verkamannanna á síðustu tveimur áratugum og hafi refsað þeim eigendum fyrirtækja sem hafa brotið reglurnar. HM 2022 í Katar Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Norðmenn byrjuðu með þægilegum sigri á Gíbraltar en það sem norsku landsliðsmennirnir gerðu í upphitun og fyrir leik vakti meiri athygli. Allir leikmenn norska landsliðsins klæddust bolum fyrir leikinn þar sem á stóð: Mannréttindi - inn á og utan vallar eða „Human rights - on and off the pitch“ á ensku. Meðal þeirra voru stórstjörnurnar Erling Haaland hjá Dortmund og Martin Odegaard sem er á láni hjá Arsenal frá Real Madrid. 'Human rights. On and off the pitch' The Norway national team sent a powerful message to FIFA about the Qatar World Cup before their game tonight. https://t.co/yVIQJ1yZ50— SPORTbible (@sportbible) March 24, 2021 Norska landsliðið vann 3-0 sigur á Gíbraltar í leiknum. Alexander Sörloth, Kristian Thorstvedt og Jonas Svensson skoruðu mörkin. Norska landsliðið hefur ekki komist á stórmót síðan á EM 2000 og Lars Lagerbäck náði ekki að breyta því. Norska landsliðið var síðast með á HM 1998 en þykir vera nú með lið sem gæti komist loksins á heimsmeistaramótið. Mótmælin í Noregi, sem byrjuðu hjá úrvalsdeildarfélaginu Tromsö, hafa fengið talsverðan meðvind að undanförnu en Tromsö skoraði á norska sambandið að sniðganga HM í Katar vegna fjölda mannréttindabrota í landinu. The Guardian hefur heimildir fyrir því að 6500 farandverkamenn hafi dáið í framkvæmdum tengdum heimsmeistaramótinu síðan árið 2010 þegar Katar tryggði sér réttinn að halda heimsmeistaramótið. Norway players wore t-shirts before their opening 2022 World Cup qualifier against Gibraltar in protest of Qatar's human rights record pic.twitter.com/sfbNCUI5F1— Football Daily (@footballdaily) March 24, 2021 Stjórnvöld í Katar svöruðu með því að segja að aðeins örlítill hluti af þeim 1,4 milljónum farandverkamönnum, sem störfuðu við framkvæmdirnar, hafi dáið í vinnutengdum slysum frá 2010 til 2019. Stjórnvöld segjast líka hafa gert sitt í að bæta vinnuaðstæður og öryggi verkamannanna á síðustu tveimur áratugum og hafi refsað þeim eigendum fyrirtækja sem hafa brotið reglurnar.
HM 2022 í Katar Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira