Hvernig verður fyrsta byrjunarlið Arnars Þórs sem landsliðsþjálfara? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. mars 2021 10:00 Hvaða ellefu leikmenn mun Arnar Þór Viðarsson veðja á gegn Þýskalandi? vísir/vilhelm Hvernig mun fyrsta byrjunarlið Arnars Þórs Viðarssonar sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta líta út? Vísir fer yfir möguleikana í stöðunni. Ísland mætir Þýskalandi í Duisburg í kvöld í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2022. Þetta er jafnframt fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn nýs þjálfarateymis. Stærsta áskorunin sem bíður Arnars Þórs er hvernig á að fylla skarð Gylfa Þórs Sigurðssonar sem verður fjarverandi í leikjunum þremur sem framundan eru. Þegar Arnar Þór var þjálfari U-21 árs landsliðsins notaði hann jafnan leikkerfið 4-3-3 með einn varnarsinnaðan miðjumann og tvo þar fyrir framan. Svo gæti farið að Arnar Þór færi sömu leið með A-landsliðið, sérstaklega vegna fjarveru Gylfa. Ísland myndi þá ekki spila með sóknarmiðjumann, svokallaða tíu, eins og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., sagði í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í fyrradag. „Ef það er 4-1-4-1 þá held ég að Aron Einar [Gunnarsson] verði aftastur á miðju og þá ertu með tvær áttur sem ég held að verði Guðlaugur Victor [Pálsson] og Birkir [Bjarnason],“ sagði Arnar. „Að breyta þessu kerfi hjálpar aðeins til við að missa Gylfa út. Þá ertu ekki með þessa eiginlegu tíu heldur tvær áttur fyrir framan sexuna. Það hjálpar manni að sofa aðeins betur.“ Líklegt er að Arnar sé allavega með tvo af þremur miðjumönnum Íslands á morgun rétta. Aron Einar, Guðlaugur Victor og Birkir byrja vafalaust allir en eina spurningin er hvort sá síðastnefndi verði notaður á miðjunni eða vinstri kantinum. Ef seinni staðan verður fyrir valinu kemur Rúnar Már Sigurjónsson væntanlega inn á miðjuna. Ef Arnar Þór kýs að spila 4-4-1-1 myndi Albert Guðmundsson væntanlega leysa stöðu framliggjandi miðjumanns. Það er þó líklegra að Arnar Þór setji öryggið á oddinn og veðji á reynsluna gegn Þýskalandi. Arnar Þór staðfesti í samtali við Fótbolta.net í gær að Jóhann Berg Guðmundsson myndi byrja á bekknum í leiknum í kvöld. Albert Guðmundsson gerir sterkt tilkall til byrjunarliðssætis gegn Þýskalandi.vísir/vilhelm Hvað kantstöðurnar varðar getur Arnar Þór notað Arnórana, Ingva Traustason og Sigurðsson, og Birki þar eða jafnvel Albert til að fá meiri sköpunarkraft í fjarveru Gylfa og Jóhanns Berg. Líklegt verður að teljast að Jón Daði Böðvarsson verði fremsti maður í leiknum í kvöld og Kolbeinn Sigþórsson verði sparaður fyrir seinni tvo leikina. Hannes Þór Halldórsson stendur að öllum líkindum milli stanganna eins og síðustu ár og Rúnar Alex Rúnarsson verður enn að bíða eftir sínu tækifæri. Alfons Sampsted þykir líklegur arftaki Birkis Más Sævarssonar í stöðu hægri bakvarðar í íslenska landsliðinu.vísir/vilhelm Í stöðu hægri bakvarðar getur Arnar Þór valið 95 landsleikja manninn Birki Már Sævarsson, Alfons Sampsted eða jafnvel Guðlaug Victor sem hefur leyst þessa stöðu með landsliðinu undanfarin misseri. Þar sem Arnar Þór kallaði Alfons upp í A-landsliðið í stað þess að spila með U-21 árs landsliðinu á EM verður að teljast líklegast að hann noti hann í leikjunum þremur og setji traust sitt á hann sem framtíðar hægri bakvörð íslenska liðsins. Í vinstri bakvarðarstöðunni stendur valið á milli Harðar Björgvins Magnússonar og Ara Freys Skúlasonar. Sá fyrrnefndi er líklegri kostur gegn Þýskalandi en Arnar Þór gæti þó horft til Ara og hans öfluga vinstri fóts sem gæti nýst vel í föstum leikatriðum í fjarveru Gylfa og Jóhanns Berg. Sverrir Ingi Sverrisson er sá miðvörður í íslenska hópnum sem er að spila mest, og best, um þessar mundir. Honum hefur samt reynst erfitt að komast fram fyrir Kára Árnason og Ragnar Sigurðsson sem hafa staðið vaktina í miðri vörn Íslands undanfarin ár. Kári er á undirbúningstímabili hér heima og Ragnar hefur nánast ekkert spilað með liði sínu í Úkraínu en það þyrfti ekkert að koma á óvart ef Arnar Þór myndi veðja á reynslu og samvinnu þeirra gegn Þýskalandi. Líklegt byrjunarlið Íslands Markvörður: Hannes Þór Halldórsson Hægri bakvörður: Alfons Sampsted Miðverðir: Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson Vinstri bakvörður: Hörður Björgvin Magnússon Hægri kantmaður: Arnór Ingvi Traustason Miðjumenn: Guðlaugur Victor Pálsson, Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason Vinstri kantmaður: Albert Guðmundsson Framherji: Jón Daði Böðvarsson Leikur Þýskalands og Íslands hefst klukkan 19:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. HM 2022 í Katar Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira
Ísland mætir Þýskalandi í Duisburg í kvöld í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2022. Þetta er jafnframt fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn nýs þjálfarateymis. Stærsta áskorunin sem bíður Arnars Þórs er hvernig á að fylla skarð Gylfa Þórs Sigurðssonar sem verður fjarverandi í leikjunum þremur sem framundan eru. Þegar Arnar Þór var þjálfari U-21 árs landsliðsins notaði hann jafnan leikkerfið 4-3-3 með einn varnarsinnaðan miðjumann og tvo þar fyrir framan. Svo gæti farið að Arnar Þór færi sömu leið með A-landsliðið, sérstaklega vegna fjarveru Gylfa. Ísland myndi þá ekki spila með sóknarmiðjumann, svokallaða tíu, eins og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., sagði í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í fyrradag. „Ef það er 4-1-4-1 þá held ég að Aron Einar [Gunnarsson] verði aftastur á miðju og þá ertu með tvær áttur sem ég held að verði Guðlaugur Victor [Pálsson] og Birkir [Bjarnason],“ sagði Arnar. „Að breyta þessu kerfi hjálpar aðeins til við að missa Gylfa út. Þá ertu ekki með þessa eiginlegu tíu heldur tvær áttur fyrir framan sexuna. Það hjálpar manni að sofa aðeins betur.“ Líklegt er að Arnar sé allavega með tvo af þremur miðjumönnum Íslands á morgun rétta. Aron Einar, Guðlaugur Victor og Birkir byrja vafalaust allir en eina spurningin er hvort sá síðastnefndi verði notaður á miðjunni eða vinstri kantinum. Ef seinni staðan verður fyrir valinu kemur Rúnar Már Sigurjónsson væntanlega inn á miðjuna. Ef Arnar Þór kýs að spila 4-4-1-1 myndi Albert Guðmundsson væntanlega leysa stöðu framliggjandi miðjumanns. Það er þó líklegra að Arnar Þór setji öryggið á oddinn og veðji á reynsluna gegn Þýskalandi. Arnar Þór staðfesti í samtali við Fótbolta.net í gær að Jóhann Berg Guðmundsson myndi byrja á bekknum í leiknum í kvöld. Albert Guðmundsson gerir sterkt tilkall til byrjunarliðssætis gegn Þýskalandi.vísir/vilhelm Hvað kantstöðurnar varðar getur Arnar Þór notað Arnórana, Ingva Traustason og Sigurðsson, og Birki þar eða jafnvel Albert til að fá meiri sköpunarkraft í fjarveru Gylfa og Jóhanns Berg. Líklegt verður að teljast að Jón Daði Böðvarsson verði fremsti maður í leiknum í kvöld og Kolbeinn Sigþórsson verði sparaður fyrir seinni tvo leikina. Hannes Þór Halldórsson stendur að öllum líkindum milli stanganna eins og síðustu ár og Rúnar Alex Rúnarsson verður enn að bíða eftir sínu tækifæri. Alfons Sampsted þykir líklegur arftaki Birkis Más Sævarssonar í stöðu hægri bakvarðar í íslenska landsliðinu.vísir/vilhelm Í stöðu hægri bakvarðar getur Arnar Þór valið 95 landsleikja manninn Birki Már Sævarsson, Alfons Sampsted eða jafnvel Guðlaug Victor sem hefur leyst þessa stöðu með landsliðinu undanfarin misseri. Þar sem Arnar Þór kallaði Alfons upp í A-landsliðið í stað þess að spila með U-21 árs landsliðinu á EM verður að teljast líklegast að hann noti hann í leikjunum þremur og setji traust sitt á hann sem framtíðar hægri bakvörð íslenska liðsins. Í vinstri bakvarðarstöðunni stendur valið á milli Harðar Björgvins Magnússonar og Ara Freys Skúlasonar. Sá fyrrnefndi er líklegri kostur gegn Þýskalandi en Arnar Þór gæti þó horft til Ara og hans öfluga vinstri fóts sem gæti nýst vel í föstum leikatriðum í fjarveru Gylfa og Jóhanns Berg. Sverrir Ingi Sverrisson er sá miðvörður í íslenska hópnum sem er að spila mest, og best, um þessar mundir. Honum hefur samt reynst erfitt að komast fram fyrir Kára Árnason og Ragnar Sigurðsson sem hafa staðið vaktina í miðri vörn Íslands undanfarin ár. Kári er á undirbúningstímabili hér heima og Ragnar hefur nánast ekkert spilað með liði sínu í Úkraínu en það þyrfti ekkert að koma á óvart ef Arnar Þór myndi veðja á reynslu og samvinnu þeirra gegn Þýskalandi. Líklegt byrjunarlið Íslands Markvörður: Hannes Þór Halldórsson Hægri bakvörður: Alfons Sampsted Miðverðir: Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson Vinstri bakvörður: Hörður Björgvin Magnússon Hægri kantmaður: Arnór Ingvi Traustason Miðjumenn: Guðlaugur Victor Pálsson, Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason Vinstri kantmaður: Albert Guðmundsson Framherji: Jón Daði Böðvarsson Leikur Þýskalands og Íslands hefst klukkan 19:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Markvörður: Hannes Þór Halldórsson Hægri bakvörður: Alfons Sampsted Miðverðir: Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson Vinstri bakvörður: Hörður Björgvin Magnússon Hægri kantmaður: Arnór Ingvi Traustason Miðjumenn: Guðlaugur Victor Pálsson, Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason Vinstri kantmaður: Albert Guðmundsson Framherji: Jón Daði Böðvarsson
HM 2022 í Katar Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira