Þrír til að fylgjast með hjá Dönum: Næstum því seldur til Aston Villa og „floppið“ hjá Kompany Anton Ingi Leifsson skrifar 28. mars 2021 07:01 Danirnir áttu ansi góðan leik á fimmtudag. Peter Zador/Getty Íslenska landsliðið skipað leikmönum 21 árs og yngri mætir í dag Dönum í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Ungverjalandi. Íslenska liðið fékk gegn Rússum í fyrsta leik riðilsins á fimmtudag á meðan Danir unnu 1-0 sigur á Frökkum. Danir eru í sömu stöðu og Íslendingar. Leikmenn sem gátu tekið þátt í mótinu í Ungverjalandi eru með A-landsliðinu og það eru engar smástjörnur. Jonas Wind [leikmaður FCK], Andreas Skov Olsen [leikmaður Bologna] og Mikkel Damsgaard [leikmaður Sampdoria] eru þar á meðal. Danski hópurinn er þó ansi sterkur og hefur Vísir tekið saman þrjá leikmenn sem vert er að fylgjast með í leik dagsins en flautað verður til leiks klukkan 13.00 í Györ í Ungverjalandi í dag. Leiknum verður að sjálfsögðu lýst beint á Vísi og honum gerð góð skil að leiknum loknum. U21-herrelandsholdet er samlet igen 🙌🇩🇰Torsdag gælder det Frankrig i den første EM-kamp. Se opgøret kl. 21.00 på @dr2tv.#ForDanmark pic.twitter.com/Her5Q21RHW— Fodboldlandsholdene 🇩🇰 (@dbulandshold) March 22, 2021 Jacob Bruun Larsen [Anderlecht, á láni frá Hoffenheim] Bruun Larsen í leik með Anderlecht þar sem hann hefur átt erfitt uppdráttar.Herman Dingler/Getty Leikmaður sem ansi miklar væntingar voru bornar til en hann hefur ekki alveg náð að fylgja því eftir. Gekk í raðir Dortmund einungis sautján ára gamall og lék 29 aðalliðsleiki áður en hann var seldur til Hoffenheim síðasta munar. Hoffenheim menn leist ekki á blikuna og var hann lánaður til Vincent Kompany og lærisveina í Anderlecht þar sem hann hefur átt erfitt uppdráttar. Bruun er vængmaður sem ógnar með krafti en hann er ansi lunkinn með boltann. Hann býr einnig yfir góðum hraða og ekki má gefa honum góð skotfæri því hann er frábær klárari. watch on YouTube Victor Nelsson [FCK] Victor Nelsson og Ragnar Sigurðsson voru saman í miðri vörn FCK í fræknum sigri á Celtic á síðustu leiktíð, sem tryggði FCK sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar.Lars Ronbog/Getty Victor er 22 ára gamall varnarmaður danska risans, FCK, en hann hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið meira en hundrað leiki í dönsku úrvalsdeildinni. Hann kom til FCK frá Nordsjælland árið 2019 og hefur verið meira en minna fastamaður í vörn FCK síðan þá. Victor er stór og stæðilegur og dekkar svæðin sín vel. Hann er ekki rosalega fljótur en bætir það upp með góðum leikskilningi. Hann var orðaður við Aston Villa í september mánuði og var enska úrvalsdeildarfélagið talið vera bjóða í hann en ekkert varð úr því. Líkur eru þó að hann fljúgi frá dönsku úrvalsdeildinni fyrr en síðar. watch on YouTube Jesper Lindstrøm [Brøndby] Einn mest spennandi leikmaður danska boltans þetta tímabilið. Hjörtur Hermannsson og félagar í Brøndby geta einna helst þakkað hinum 21 árs gamla Lindstrøm að liðið sé á toppi deildarinnar. Níu mörk og níu stoðsendingar á tímabilinu til þessa en hann hefur brotist almennilega inn í liðið á þessari leiktíð. Ofboðslega orkumikill leikmaður, ansi lunkinn með boltann og rosalega fljótur. Ekki er hann stór, ekki er hann sterkur en hann hefur bara svo ofboðslega margt annað sem getur látið íslensku varnarmennina líta illa út síðar í dag. watch on YouTube Truppen til U21-EM ✅Modstanderne i gruppe C er:Frankrig den 25. martsIsland den 28. martsRusland den 31. marts#ForDanmark pic.twitter.com/TTCFJhgNmf— Fodboldlandsholdene 🇩🇰 (@dbulandshold) March 15, 2021 EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira
Danir eru í sömu stöðu og Íslendingar. Leikmenn sem gátu tekið þátt í mótinu í Ungverjalandi eru með A-landsliðinu og það eru engar smástjörnur. Jonas Wind [leikmaður FCK], Andreas Skov Olsen [leikmaður Bologna] og Mikkel Damsgaard [leikmaður Sampdoria] eru þar á meðal. Danski hópurinn er þó ansi sterkur og hefur Vísir tekið saman þrjá leikmenn sem vert er að fylgjast með í leik dagsins en flautað verður til leiks klukkan 13.00 í Györ í Ungverjalandi í dag. Leiknum verður að sjálfsögðu lýst beint á Vísi og honum gerð góð skil að leiknum loknum. U21-herrelandsholdet er samlet igen 🙌🇩🇰Torsdag gælder det Frankrig i den første EM-kamp. Se opgøret kl. 21.00 på @dr2tv.#ForDanmark pic.twitter.com/Her5Q21RHW— Fodboldlandsholdene 🇩🇰 (@dbulandshold) March 22, 2021 Jacob Bruun Larsen [Anderlecht, á láni frá Hoffenheim] Bruun Larsen í leik með Anderlecht þar sem hann hefur átt erfitt uppdráttar.Herman Dingler/Getty Leikmaður sem ansi miklar væntingar voru bornar til en hann hefur ekki alveg náð að fylgja því eftir. Gekk í raðir Dortmund einungis sautján ára gamall og lék 29 aðalliðsleiki áður en hann var seldur til Hoffenheim síðasta munar. Hoffenheim menn leist ekki á blikuna og var hann lánaður til Vincent Kompany og lærisveina í Anderlecht þar sem hann hefur átt erfitt uppdráttar. Bruun er vængmaður sem ógnar með krafti en hann er ansi lunkinn með boltann. Hann býr einnig yfir góðum hraða og ekki má gefa honum góð skotfæri því hann er frábær klárari. watch on YouTube Victor Nelsson [FCK] Victor Nelsson og Ragnar Sigurðsson voru saman í miðri vörn FCK í fræknum sigri á Celtic á síðustu leiktíð, sem tryggði FCK sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar.Lars Ronbog/Getty Victor er 22 ára gamall varnarmaður danska risans, FCK, en hann hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið meira en hundrað leiki í dönsku úrvalsdeildinni. Hann kom til FCK frá Nordsjælland árið 2019 og hefur verið meira en minna fastamaður í vörn FCK síðan þá. Victor er stór og stæðilegur og dekkar svæðin sín vel. Hann er ekki rosalega fljótur en bætir það upp með góðum leikskilningi. Hann var orðaður við Aston Villa í september mánuði og var enska úrvalsdeildarfélagið talið vera bjóða í hann en ekkert varð úr því. Líkur eru þó að hann fljúgi frá dönsku úrvalsdeildinni fyrr en síðar. watch on YouTube Jesper Lindstrøm [Brøndby] Einn mest spennandi leikmaður danska boltans þetta tímabilið. Hjörtur Hermannsson og félagar í Brøndby geta einna helst þakkað hinum 21 árs gamla Lindstrøm að liðið sé á toppi deildarinnar. Níu mörk og níu stoðsendingar á tímabilinu til þessa en hann hefur brotist almennilega inn í liðið á þessari leiktíð. Ofboðslega orkumikill leikmaður, ansi lunkinn með boltann og rosalega fljótur. Ekki er hann stór, ekki er hann sterkur en hann hefur bara svo ofboðslega margt annað sem getur látið íslensku varnarmennina líta illa út síðar í dag. watch on YouTube Truppen til U21-EM ✅Modstanderne i gruppe C er:Frankrig den 25. martsIsland den 28. martsRusland den 31. marts#ForDanmark pic.twitter.com/TTCFJhgNmf— Fodboldlandsholdene 🇩🇰 (@dbulandshold) March 15, 2021
EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira