Aron skilur Gylfa mætavel: „Að vera viðstaddur fæðingu er það mikilvægasta sem ég hef gert“ Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2021 10:30 Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson hafa fagnað ófáum sigrum saman. vísir/vilhelm Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson verður í þeirri óvanalegu stöðu að spila ekki við hlið Gylfa Þórs Sigurðssonar gegn Þýskalandi á morgun. Hann skilur sjálfsagt betur en flestir hve ríka ástæðu Gylfi hefur fyrir því að sleppa komandi landsleikjum. Gylfi ákvað að draga sig út úr hópnum vegna þess að þau Alexandra Helga Ívarsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni. Hann missir því af leik í undankeppni stórmóts í fyrsta sinn síðan sumarið 2013, eða fyrir tæpum átta árum. „Ég veit hvernig honum [Gylfa] líður. Ég hef verið í sömu stöðu og skil hann mætavel, og óska Alexöndru og Gylfa auðvitað góðs gengis,“ sagði Aron á blaðamannafundi í Þýskalandi í dag. Aron missti af fæðingu frumburðarins þegar hann var að spila leik gegn Kasakstan árið 2015. Í bók sinni kvaðst hann sjá eftir þeirri ákvörðun. Í bókinni skrifaði hann meðal annars: „Ákvörðunin var fáránleg. Heimskuleg. Lífið er meira en fótbolti – en ég vissi það bara ekki þá. Ekki fyrr en einmitt þarna. Þegar ég fékk drenginn í hendurnar áttaði ég mig á því hvað fótbolti er mikið prump miðað við lífið sjálft.“ Klippa: Að vera viðstaddur fæðingu er það mikilvægasta - Aron Einar um ákvörðun Gylfa Tala af reynslu af því að hafa ekki verið á staðnum Aron talaði í sama anda á fundinum í dag: „Ég skil Gylfa mjög vel. Að vera viðstaddur fæðingu er það mikilvægasta sem ég hef gert. Ég tala af reynslu, líka af því að hafa ekki verið á staðnum, þannig að ég skil hann mætavel.“ Án Gylfa opnast tækifæri fyrir aðra leikmenn í liðinu til að sýna aukaspyrnuhæfieika sína. Aron skoraði fallegt mark úr aukaspyrnu í leik með Al Arabi í Katar í vetur og var spurður hvort hann hefði ekki sýnt Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara markið: „Ég vona að hann hafi séð það. Ég hlýt að vera næstur á blað,“ sagði Aron léttur, en bætti við: „Við erum með stráka sem að hafa góða tækni og hafa verið að taka aukaspyrnur hjá sínum félagsliðum. Gamla góða klisjan, maður kemur í manns stað, þó að Gylfi sé frábær leikmaður og góður leiðtogi. Við þurfum að axla ábyrgð og standa upp.“ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Jóhann Berg tæpur fyrir Þýskalandsleikinn Ekki liggur fyrir hvort Jóhann Berg Guðmundsson geti spilað með íslenska landsliðinu gegn því þýska í undankeppni HM 2022 annað kvöld. 24. mars 2021 10:16 Svona var blaðamannafundurinn fyrir Þýskalandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM 2022. 24. mars 2021 10:20 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Sjá meira
Gylfi ákvað að draga sig út úr hópnum vegna þess að þau Alexandra Helga Ívarsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni. Hann missir því af leik í undankeppni stórmóts í fyrsta sinn síðan sumarið 2013, eða fyrir tæpum átta árum. „Ég veit hvernig honum [Gylfa] líður. Ég hef verið í sömu stöðu og skil hann mætavel, og óska Alexöndru og Gylfa auðvitað góðs gengis,“ sagði Aron á blaðamannafundi í Þýskalandi í dag. Aron missti af fæðingu frumburðarins þegar hann var að spila leik gegn Kasakstan árið 2015. Í bók sinni kvaðst hann sjá eftir þeirri ákvörðun. Í bókinni skrifaði hann meðal annars: „Ákvörðunin var fáránleg. Heimskuleg. Lífið er meira en fótbolti – en ég vissi það bara ekki þá. Ekki fyrr en einmitt þarna. Þegar ég fékk drenginn í hendurnar áttaði ég mig á því hvað fótbolti er mikið prump miðað við lífið sjálft.“ Klippa: Að vera viðstaddur fæðingu er það mikilvægasta - Aron Einar um ákvörðun Gylfa Tala af reynslu af því að hafa ekki verið á staðnum Aron talaði í sama anda á fundinum í dag: „Ég skil Gylfa mjög vel. Að vera viðstaddur fæðingu er það mikilvægasta sem ég hef gert. Ég tala af reynslu, líka af því að hafa ekki verið á staðnum, þannig að ég skil hann mætavel.“ Án Gylfa opnast tækifæri fyrir aðra leikmenn í liðinu til að sýna aukaspyrnuhæfieika sína. Aron skoraði fallegt mark úr aukaspyrnu í leik með Al Arabi í Katar í vetur og var spurður hvort hann hefði ekki sýnt Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara markið: „Ég vona að hann hafi séð það. Ég hlýt að vera næstur á blað,“ sagði Aron léttur, en bætti við: „Við erum með stráka sem að hafa góða tækni og hafa verið að taka aukaspyrnur hjá sínum félagsliðum. Gamla góða klisjan, maður kemur í manns stað, þó að Gylfi sé frábær leikmaður og góður leiðtogi. Við þurfum að axla ábyrgð og standa upp.“
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Jóhann Berg tæpur fyrir Þýskalandsleikinn Ekki liggur fyrir hvort Jóhann Berg Guðmundsson geti spilað með íslenska landsliðinu gegn því þýska í undankeppni HM 2022 annað kvöld. 24. mars 2021 10:16 Svona var blaðamannafundurinn fyrir Þýskalandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM 2022. 24. mars 2021 10:20 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Sjá meira
Jóhann Berg tæpur fyrir Þýskalandsleikinn Ekki liggur fyrir hvort Jóhann Berg Guðmundsson geti spilað með íslenska landsliðinu gegn því þýska í undankeppni HM 2022 annað kvöld. 24. mars 2021 10:16
Svona var blaðamannafundurinn fyrir Þýskalandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM 2022. 24. mars 2021 10:20