Aron skilur Gylfa mætavel: „Að vera viðstaddur fæðingu er það mikilvægasta sem ég hef gert“ Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2021 10:30 Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson hafa fagnað ófáum sigrum saman. vísir/vilhelm Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson verður í þeirri óvanalegu stöðu að spila ekki við hlið Gylfa Þórs Sigurðssonar gegn Þýskalandi á morgun. Hann skilur sjálfsagt betur en flestir hve ríka ástæðu Gylfi hefur fyrir því að sleppa komandi landsleikjum. Gylfi ákvað að draga sig út úr hópnum vegna þess að þau Alexandra Helga Ívarsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni. Hann missir því af leik í undankeppni stórmóts í fyrsta sinn síðan sumarið 2013, eða fyrir tæpum átta árum. „Ég veit hvernig honum [Gylfa] líður. Ég hef verið í sömu stöðu og skil hann mætavel, og óska Alexöndru og Gylfa auðvitað góðs gengis,“ sagði Aron á blaðamannafundi í Þýskalandi í dag. Aron missti af fæðingu frumburðarins þegar hann var að spila leik gegn Kasakstan árið 2015. Í bók sinni kvaðst hann sjá eftir þeirri ákvörðun. Í bókinni skrifaði hann meðal annars: „Ákvörðunin var fáránleg. Heimskuleg. Lífið er meira en fótbolti – en ég vissi það bara ekki þá. Ekki fyrr en einmitt þarna. Þegar ég fékk drenginn í hendurnar áttaði ég mig á því hvað fótbolti er mikið prump miðað við lífið sjálft.“ Klippa: Að vera viðstaddur fæðingu er það mikilvægasta - Aron Einar um ákvörðun Gylfa Tala af reynslu af því að hafa ekki verið á staðnum Aron talaði í sama anda á fundinum í dag: „Ég skil Gylfa mjög vel. Að vera viðstaddur fæðingu er það mikilvægasta sem ég hef gert. Ég tala af reynslu, líka af því að hafa ekki verið á staðnum, þannig að ég skil hann mætavel.“ Án Gylfa opnast tækifæri fyrir aðra leikmenn í liðinu til að sýna aukaspyrnuhæfieika sína. Aron skoraði fallegt mark úr aukaspyrnu í leik með Al Arabi í Katar í vetur og var spurður hvort hann hefði ekki sýnt Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara markið: „Ég vona að hann hafi séð það. Ég hlýt að vera næstur á blað,“ sagði Aron léttur, en bætti við: „Við erum með stráka sem að hafa góða tækni og hafa verið að taka aukaspyrnur hjá sínum félagsliðum. Gamla góða klisjan, maður kemur í manns stað, þó að Gylfi sé frábær leikmaður og góður leiðtogi. Við þurfum að axla ábyrgð og standa upp.“ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Jóhann Berg tæpur fyrir Þýskalandsleikinn Ekki liggur fyrir hvort Jóhann Berg Guðmundsson geti spilað með íslenska landsliðinu gegn því þýska í undankeppni HM 2022 annað kvöld. 24. mars 2021 10:16 Svona var blaðamannafundurinn fyrir Þýskalandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM 2022. 24. mars 2021 10:20 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Sjá meira
Gylfi ákvað að draga sig út úr hópnum vegna þess að þau Alexandra Helga Ívarsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni. Hann missir því af leik í undankeppni stórmóts í fyrsta sinn síðan sumarið 2013, eða fyrir tæpum átta árum. „Ég veit hvernig honum [Gylfa] líður. Ég hef verið í sömu stöðu og skil hann mætavel, og óska Alexöndru og Gylfa auðvitað góðs gengis,“ sagði Aron á blaðamannafundi í Þýskalandi í dag. Aron missti af fæðingu frumburðarins þegar hann var að spila leik gegn Kasakstan árið 2015. Í bók sinni kvaðst hann sjá eftir þeirri ákvörðun. Í bókinni skrifaði hann meðal annars: „Ákvörðunin var fáránleg. Heimskuleg. Lífið er meira en fótbolti – en ég vissi það bara ekki þá. Ekki fyrr en einmitt þarna. Þegar ég fékk drenginn í hendurnar áttaði ég mig á því hvað fótbolti er mikið prump miðað við lífið sjálft.“ Klippa: Að vera viðstaddur fæðingu er það mikilvægasta - Aron Einar um ákvörðun Gylfa Tala af reynslu af því að hafa ekki verið á staðnum Aron talaði í sama anda á fundinum í dag: „Ég skil Gylfa mjög vel. Að vera viðstaddur fæðingu er það mikilvægasta sem ég hef gert. Ég tala af reynslu, líka af því að hafa ekki verið á staðnum, þannig að ég skil hann mætavel.“ Án Gylfa opnast tækifæri fyrir aðra leikmenn í liðinu til að sýna aukaspyrnuhæfieika sína. Aron skoraði fallegt mark úr aukaspyrnu í leik með Al Arabi í Katar í vetur og var spurður hvort hann hefði ekki sýnt Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara markið: „Ég vona að hann hafi séð það. Ég hlýt að vera næstur á blað,“ sagði Aron léttur, en bætti við: „Við erum með stráka sem að hafa góða tækni og hafa verið að taka aukaspyrnur hjá sínum félagsliðum. Gamla góða klisjan, maður kemur í manns stað, þó að Gylfi sé frábær leikmaður og góður leiðtogi. Við þurfum að axla ábyrgð og standa upp.“
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Jóhann Berg tæpur fyrir Þýskalandsleikinn Ekki liggur fyrir hvort Jóhann Berg Guðmundsson geti spilað með íslenska landsliðinu gegn því þýska í undankeppni HM 2022 annað kvöld. 24. mars 2021 10:16 Svona var blaðamannafundurinn fyrir Þýskalandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM 2022. 24. mars 2021 10:20 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Sjá meira
Jóhann Berg tæpur fyrir Þýskalandsleikinn Ekki liggur fyrir hvort Jóhann Berg Guðmundsson geti spilað með íslenska landsliðinu gegn því þýska í undankeppni HM 2022 annað kvöld. 24. mars 2021 10:16
Svona var blaðamannafundurinn fyrir Þýskalandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM 2022. 24. mars 2021 10:20