Aron skilur Gylfa mætavel: „Að vera viðstaddur fæðingu er það mikilvægasta sem ég hef gert“ Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2021 10:30 Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson hafa fagnað ófáum sigrum saman. vísir/vilhelm Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson verður í þeirri óvanalegu stöðu að spila ekki við hlið Gylfa Þórs Sigurðssonar gegn Þýskalandi á morgun. Hann skilur sjálfsagt betur en flestir hve ríka ástæðu Gylfi hefur fyrir því að sleppa komandi landsleikjum. Gylfi ákvað að draga sig út úr hópnum vegna þess að þau Alexandra Helga Ívarsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni. Hann missir því af leik í undankeppni stórmóts í fyrsta sinn síðan sumarið 2013, eða fyrir tæpum átta árum. „Ég veit hvernig honum [Gylfa] líður. Ég hef verið í sömu stöðu og skil hann mætavel, og óska Alexöndru og Gylfa auðvitað góðs gengis,“ sagði Aron á blaðamannafundi í Þýskalandi í dag. Aron missti af fæðingu frumburðarins þegar hann var að spila leik gegn Kasakstan árið 2015. Í bók sinni kvaðst hann sjá eftir þeirri ákvörðun. Í bókinni skrifaði hann meðal annars: „Ákvörðunin var fáránleg. Heimskuleg. Lífið er meira en fótbolti – en ég vissi það bara ekki þá. Ekki fyrr en einmitt þarna. Þegar ég fékk drenginn í hendurnar áttaði ég mig á því hvað fótbolti er mikið prump miðað við lífið sjálft.“ Klippa: Að vera viðstaddur fæðingu er það mikilvægasta - Aron Einar um ákvörðun Gylfa Tala af reynslu af því að hafa ekki verið á staðnum Aron talaði í sama anda á fundinum í dag: „Ég skil Gylfa mjög vel. Að vera viðstaddur fæðingu er það mikilvægasta sem ég hef gert. Ég tala af reynslu, líka af því að hafa ekki verið á staðnum, þannig að ég skil hann mætavel.“ Án Gylfa opnast tækifæri fyrir aðra leikmenn í liðinu til að sýna aukaspyrnuhæfieika sína. Aron skoraði fallegt mark úr aukaspyrnu í leik með Al Arabi í Katar í vetur og var spurður hvort hann hefði ekki sýnt Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara markið: „Ég vona að hann hafi séð það. Ég hlýt að vera næstur á blað,“ sagði Aron léttur, en bætti við: „Við erum með stráka sem að hafa góða tækni og hafa verið að taka aukaspyrnur hjá sínum félagsliðum. Gamla góða klisjan, maður kemur í manns stað, þó að Gylfi sé frábær leikmaður og góður leiðtogi. Við þurfum að axla ábyrgð og standa upp.“ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Jóhann Berg tæpur fyrir Þýskalandsleikinn Ekki liggur fyrir hvort Jóhann Berg Guðmundsson geti spilað með íslenska landsliðinu gegn því þýska í undankeppni HM 2022 annað kvöld. 24. mars 2021 10:16 Svona var blaðamannafundurinn fyrir Þýskalandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM 2022. 24. mars 2021 10:20 Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Leik lokið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Sjá meira
Gylfi ákvað að draga sig út úr hópnum vegna þess að þau Alexandra Helga Ívarsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni. Hann missir því af leik í undankeppni stórmóts í fyrsta sinn síðan sumarið 2013, eða fyrir tæpum átta árum. „Ég veit hvernig honum [Gylfa] líður. Ég hef verið í sömu stöðu og skil hann mætavel, og óska Alexöndru og Gylfa auðvitað góðs gengis,“ sagði Aron á blaðamannafundi í Þýskalandi í dag. Aron missti af fæðingu frumburðarins þegar hann var að spila leik gegn Kasakstan árið 2015. Í bók sinni kvaðst hann sjá eftir þeirri ákvörðun. Í bókinni skrifaði hann meðal annars: „Ákvörðunin var fáránleg. Heimskuleg. Lífið er meira en fótbolti – en ég vissi það bara ekki þá. Ekki fyrr en einmitt þarna. Þegar ég fékk drenginn í hendurnar áttaði ég mig á því hvað fótbolti er mikið prump miðað við lífið sjálft.“ Klippa: Að vera viðstaddur fæðingu er það mikilvægasta - Aron Einar um ákvörðun Gylfa Tala af reynslu af því að hafa ekki verið á staðnum Aron talaði í sama anda á fundinum í dag: „Ég skil Gylfa mjög vel. Að vera viðstaddur fæðingu er það mikilvægasta sem ég hef gert. Ég tala af reynslu, líka af því að hafa ekki verið á staðnum, þannig að ég skil hann mætavel.“ Án Gylfa opnast tækifæri fyrir aðra leikmenn í liðinu til að sýna aukaspyrnuhæfieika sína. Aron skoraði fallegt mark úr aukaspyrnu í leik með Al Arabi í Katar í vetur og var spurður hvort hann hefði ekki sýnt Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara markið: „Ég vona að hann hafi séð það. Ég hlýt að vera næstur á blað,“ sagði Aron léttur, en bætti við: „Við erum með stráka sem að hafa góða tækni og hafa verið að taka aukaspyrnur hjá sínum félagsliðum. Gamla góða klisjan, maður kemur í manns stað, þó að Gylfi sé frábær leikmaður og góður leiðtogi. Við þurfum að axla ábyrgð og standa upp.“
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Jóhann Berg tæpur fyrir Þýskalandsleikinn Ekki liggur fyrir hvort Jóhann Berg Guðmundsson geti spilað með íslenska landsliðinu gegn því þýska í undankeppni HM 2022 annað kvöld. 24. mars 2021 10:16 Svona var blaðamannafundurinn fyrir Þýskalandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM 2022. 24. mars 2021 10:20 Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Leik lokið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Leik lokið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Sjá meira
Jóhann Berg tæpur fyrir Þýskalandsleikinn Ekki liggur fyrir hvort Jóhann Berg Guðmundsson geti spilað með íslenska landsliðinu gegn því þýska í undankeppni HM 2022 annað kvöld. 24. mars 2021 10:16
Svona var blaðamannafundurinn fyrir Þýskalandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM 2022. 24. mars 2021 10:20