Aron skilur Gylfa mætavel: „Að vera viðstaddur fæðingu er það mikilvægasta sem ég hef gert“ Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2021 10:30 Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson hafa fagnað ófáum sigrum saman. vísir/vilhelm Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson verður í þeirri óvanalegu stöðu að spila ekki við hlið Gylfa Þórs Sigurðssonar gegn Þýskalandi á morgun. Hann skilur sjálfsagt betur en flestir hve ríka ástæðu Gylfi hefur fyrir því að sleppa komandi landsleikjum. Gylfi ákvað að draga sig út úr hópnum vegna þess að þau Alexandra Helga Ívarsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni. Hann missir því af leik í undankeppni stórmóts í fyrsta sinn síðan sumarið 2013, eða fyrir tæpum átta árum. „Ég veit hvernig honum [Gylfa] líður. Ég hef verið í sömu stöðu og skil hann mætavel, og óska Alexöndru og Gylfa auðvitað góðs gengis,“ sagði Aron á blaðamannafundi í Þýskalandi í dag. Aron missti af fæðingu frumburðarins þegar hann var að spila leik gegn Kasakstan árið 2015. Í bók sinni kvaðst hann sjá eftir þeirri ákvörðun. Í bókinni skrifaði hann meðal annars: „Ákvörðunin var fáránleg. Heimskuleg. Lífið er meira en fótbolti – en ég vissi það bara ekki þá. Ekki fyrr en einmitt þarna. Þegar ég fékk drenginn í hendurnar áttaði ég mig á því hvað fótbolti er mikið prump miðað við lífið sjálft.“ Klippa: Að vera viðstaddur fæðingu er það mikilvægasta - Aron Einar um ákvörðun Gylfa Tala af reynslu af því að hafa ekki verið á staðnum Aron talaði í sama anda á fundinum í dag: „Ég skil Gylfa mjög vel. Að vera viðstaddur fæðingu er það mikilvægasta sem ég hef gert. Ég tala af reynslu, líka af því að hafa ekki verið á staðnum, þannig að ég skil hann mætavel.“ Án Gylfa opnast tækifæri fyrir aðra leikmenn í liðinu til að sýna aukaspyrnuhæfieika sína. Aron skoraði fallegt mark úr aukaspyrnu í leik með Al Arabi í Katar í vetur og var spurður hvort hann hefði ekki sýnt Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara markið: „Ég vona að hann hafi séð það. Ég hlýt að vera næstur á blað,“ sagði Aron léttur, en bætti við: „Við erum með stráka sem að hafa góða tækni og hafa verið að taka aukaspyrnur hjá sínum félagsliðum. Gamla góða klisjan, maður kemur í manns stað, þó að Gylfi sé frábær leikmaður og góður leiðtogi. Við þurfum að axla ábyrgð og standa upp.“ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Jóhann Berg tæpur fyrir Þýskalandsleikinn Ekki liggur fyrir hvort Jóhann Berg Guðmundsson geti spilað með íslenska landsliðinu gegn því þýska í undankeppni HM 2022 annað kvöld. 24. mars 2021 10:16 Svona var blaðamannafundurinn fyrir Þýskalandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM 2022. 24. mars 2021 10:20 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Gylfi ákvað að draga sig út úr hópnum vegna þess að þau Alexandra Helga Ívarsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni. Hann missir því af leik í undankeppni stórmóts í fyrsta sinn síðan sumarið 2013, eða fyrir tæpum átta árum. „Ég veit hvernig honum [Gylfa] líður. Ég hef verið í sömu stöðu og skil hann mætavel, og óska Alexöndru og Gylfa auðvitað góðs gengis,“ sagði Aron á blaðamannafundi í Þýskalandi í dag. Aron missti af fæðingu frumburðarins þegar hann var að spila leik gegn Kasakstan árið 2015. Í bók sinni kvaðst hann sjá eftir þeirri ákvörðun. Í bókinni skrifaði hann meðal annars: „Ákvörðunin var fáránleg. Heimskuleg. Lífið er meira en fótbolti – en ég vissi það bara ekki þá. Ekki fyrr en einmitt þarna. Þegar ég fékk drenginn í hendurnar áttaði ég mig á því hvað fótbolti er mikið prump miðað við lífið sjálft.“ Klippa: Að vera viðstaddur fæðingu er það mikilvægasta - Aron Einar um ákvörðun Gylfa Tala af reynslu af því að hafa ekki verið á staðnum Aron talaði í sama anda á fundinum í dag: „Ég skil Gylfa mjög vel. Að vera viðstaddur fæðingu er það mikilvægasta sem ég hef gert. Ég tala af reynslu, líka af því að hafa ekki verið á staðnum, þannig að ég skil hann mætavel.“ Án Gylfa opnast tækifæri fyrir aðra leikmenn í liðinu til að sýna aukaspyrnuhæfieika sína. Aron skoraði fallegt mark úr aukaspyrnu í leik með Al Arabi í Katar í vetur og var spurður hvort hann hefði ekki sýnt Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara markið: „Ég vona að hann hafi séð það. Ég hlýt að vera næstur á blað,“ sagði Aron léttur, en bætti við: „Við erum með stráka sem að hafa góða tækni og hafa verið að taka aukaspyrnur hjá sínum félagsliðum. Gamla góða klisjan, maður kemur í manns stað, þó að Gylfi sé frábær leikmaður og góður leiðtogi. Við þurfum að axla ábyrgð og standa upp.“
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Jóhann Berg tæpur fyrir Þýskalandsleikinn Ekki liggur fyrir hvort Jóhann Berg Guðmundsson geti spilað með íslenska landsliðinu gegn því þýska í undankeppni HM 2022 annað kvöld. 24. mars 2021 10:16 Svona var blaðamannafundurinn fyrir Þýskalandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM 2022. 24. mars 2021 10:20 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Jóhann Berg tæpur fyrir Þýskalandsleikinn Ekki liggur fyrir hvort Jóhann Berg Guðmundsson geti spilað með íslenska landsliðinu gegn því þýska í undankeppni HM 2022 annað kvöld. 24. mars 2021 10:16
Svona var blaðamannafundurinn fyrir Þýskalandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM 2022. 24. mars 2021 10:20