Aron skilur Gylfa mætavel: „Að vera viðstaddur fæðingu er það mikilvægasta sem ég hef gert“ Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2021 10:30 Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson hafa fagnað ófáum sigrum saman. vísir/vilhelm Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson verður í þeirri óvanalegu stöðu að spila ekki við hlið Gylfa Þórs Sigurðssonar gegn Þýskalandi á morgun. Hann skilur sjálfsagt betur en flestir hve ríka ástæðu Gylfi hefur fyrir því að sleppa komandi landsleikjum. Gylfi ákvað að draga sig út úr hópnum vegna þess að þau Alexandra Helga Ívarsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni. Hann missir því af leik í undankeppni stórmóts í fyrsta sinn síðan sumarið 2013, eða fyrir tæpum átta árum. „Ég veit hvernig honum [Gylfa] líður. Ég hef verið í sömu stöðu og skil hann mætavel, og óska Alexöndru og Gylfa auðvitað góðs gengis,“ sagði Aron á blaðamannafundi í Þýskalandi í dag. Aron missti af fæðingu frumburðarins þegar hann var að spila leik gegn Kasakstan árið 2015. Í bók sinni kvaðst hann sjá eftir þeirri ákvörðun. Í bókinni skrifaði hann meðal annars: „Ákvörðunin var fáránleg. Heimskuleg. Lífið er meira en fótbolti – en ég vissi það bara ekki þá. Ekki fyrr en einmitt þarna. Þegar ég fékk drenginn í hendurnar áttaði ég mig á því hvað fótbolti er mikið prump miðað við lífið sjálft.“ Klippa: Að vera viðstaddur fæðingu er það mikilvægasta - Aron Einar um ákvörðun Gylfa Tala af reynslu af því að hafa ekki verið á staðnum Aron talaði í sama anda á fundinum í dag: „Ég skil Gylfa mjög vel. Að vera viðstaddur fæðingu er það mikilvægasta sem ég hef gert. Ég tala af reynslu, líka af því að hafa ekki verið á staðnum, þannig að ég skil hann mætavel.“ Án Gylfa opnast tækifæri fyrir aðra leikmenn í liðinu til að sýna aukaspyrnuhæfieika sína. Aron skoraði fallegt mark úr aukaspyrnu í leik með Al Arabi í Katar í vetur og var spurður hvort hann hefði ekki sýnt Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara markið: „Ég vona að hann hafi séð það. Ég hlýt að vera næstur á blað,“ sagði Aron léttur, en bætti við: „Við erum með stráka sem að hafa góða tækni og hafa verið að taka aukaspyrnur hjá sínum félagsliðum. Gamla góða klisjan, maður kemur í manns stað, þó að Gylfi sé frábær leikmaður og góður leiðtogi. Við þurfum að axla ábyrgð og standa upp.“ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Jóhann Berg tæpur fyrir Þýskalandsleikinn Ekki liggur fyrir hvort Jóhann Berg Guðmundsson geti spilað með íslenska landsliðinu gegn því þýska í undankeppni HM 2022 annað kvöld. 24. mars 2021 10:16 Svona var blaðamannafundurinn fyrir Þýskalandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM 2022. 24. mars 2021 10:20 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira
Gylfi ákvað að draga sig út úr hópnum vegna þess að þau Alexandra Helga Ívarsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni. Hann missir því af leik í undankeppni stórmóts í fyrsta sinn síðan sumarið 2013, eða fyrir tæpum átta árum. „Ég veit hvernig honum [Gylfa] líður. Ég hef verið í sömu stöðu og skil hann mætavel, og óska Alexöndru og Gylfa auðvitað góðs gengis,“ sagði Aron á blaðamannafundi í Þýskalandi í dag. Aron missti af fæðingu frumburðarins þegar hann var að spila leik gegn Kasakstan árið 2015. Í bók sinni kvaðst hann sjá eftir þeirri ákvörðun. Í bókinni skrifaði hann meðal annars: „Ákvörðunin var fáránleg. Heimskuleg. Lífið er meira en fótbolti – en ég vissi það bara ekki þá. Ekki fyrr en einmitt þarna. Þegar ég fékk drenginn í hendurnar áttaði ég mig á því hvað fótbolti er mikið prump miðað við lífið sjálft.“ Klippa: Að vera viðstaddur fæðingu er það mikilvægasta - Aron Einar um ákvörðun Gylfa Tala af reynslu af því að hafa ekki verið á staðnum Aron talaði í sama anda á fundinum í dag: „Ég skil Gylfa mjög vel. Að vera viðstaddur fæðingu er það mikilvægasta sem ég hef gert. Ég tala af reynslu, líka af því að hafa ekki verið á staðnum, þannig að ég skil hann mætavel.“ Án Gylfa opnast tækifæri fyrir aðra leikmenn í liðinu til að sýna aukaspyrnuhæfieika sína. Aron skoraði fallegt mark úr aukaspyrnu í leik með Al Arabi í Katar í vetur og var spurður hvort hann hefði ekki sýnt Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara markið: „Ég vona að hann hafi séð það. Ég hlýt að vera næstur á blað,“ sagði Aron léttur, en bætti við: „Við erum með stráka sem að hafa góða tækni og hafa verið að taka aukaspyrnur hjá sínum félagsliðum. Gamla góða klisjan, maður kemur í manns stað, þó að Gylfi sé frábær leikmaður og góður leiðtogi. Við þurfum að axla ábyrgð og standa upp.“
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Jóhann Berg tæpur fyrir Þýskalandsleikinn Ekki liggur fyrir hvort Jóhann Berg Guðmundsson geti spilað með íslenska landsliðinu gegn því þýska í undankeppni HM 2022 annað kvöld. 24. mars 2021 10:16 Svona var blaðamannafundurinn fyrir Þýskalandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM 2022. 24. mars 2021 10:20 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira
Jóhann Berg tæpur fyrir Þýskalandsleikinn Ekki liggur fyrir hvort Jóhann Berg Guðmundsson geti spilað með íslenska landsliðinu gegn því þýska í undankeppni HM 2022 annað kvöld. 24. mars 2021 10:16
Svona var blaðamannafundurinn fyrir Þýskalandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM 2022. 24. mars 2021 10:20