UEFA hvetur fólk til að fylgjast með Ísak afmælisstrák Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2021 17:01 Ísak Bergmann Jóhannesson lék sinn fyrsta A-landsleik í nóvember. Getty/Ian Walton Ísak Bergmann Jóhannesson er einn þeirra sem fólk ætti að fylgjast sérstaklega með á EM U21-landsliða í fótbolta sem hefst á morgun. Þetta er mat sérfræðinga knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Á vef sambandsins er í dag bent á einn leikmann í hverju af liðunum 16 á EM, sem vert er að fylgjast með. Ísak er þar fulltrúi Íslands. Ísak fagnar 18 ára afmæli í dag. Í umsögn UEFA segir: „Miðjumaðurinn Ísak hefur vakið rosalega athygli með frábærri framgöngu sinni í Svíþjóð. Frammistöður hans hafa verið svo góðar að hann er sagður hafa vakið athygli útsendara frá félögum á borð við Inter, Juventus og Manchester United.“ Ísak Bergmann Jóhannesson er afmælisbarn dagsins, en hann fagnar 18 ára afmæli sínu í dag! Happy 18th birthday to Ísak Bergmann Jóhannesson!#fyririsland pic.twitter.com/G74q8W4ujl— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 23, 2021 Ísak, sem er Skagamaður, lék fjóra leiki með U21-landsliðinu í undankeppni EM. Hann lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Englandi á Wembley í nóvember síðastliðnum. Á síðasta ári skoraði hann þrjú mörk og átti níu stoðsendingar fyrir Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni. Þeir leikmenn sem UEFA mælir með því að fólk fylgist með í riðli Íslands eru annars Frakkinn Amine Gouiri, Daninn Oliver Christensen og Rússinn Fedor Chalov. Ísland mætir Rússlandi á fimmtudaginn, Danmörku næsta sunnudag og loks Frakklandi á miðvikudaginn í næstu viku. Tvö efstu liðin komast áfram í átta liða úrslit. Markakóngur í Rússlandi og Gammurinn frá Kerteminde Chalov er 22 ára en hefur þegar spilað fimm ár með CSKA Moskvu, þar sem hann er liðsfélagi Arnórs Sigurðssonar og Harðar Björgvins Magnússonar. Hann varð markakóngur rússnesku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2018-19 með 15 mörk. Christensen er einnig 22 ára gamall, markvörður OB í Danmörku. „Gammurinn frá Kerteminde,“ eins og hann er kallaður, fyllti í skarðið fyrir Kasper Schmeichel í sínum fyrsta A-landsleik síðasta haust. Hann varði mark U21-landsliðsins í öllum tíu leikjunum í undankeppni EM en Danir unnu átta leikjanna og gerðu tvö jafntefli. Gouiri var keyptur til Nice frá Lyon síðasta sumar. Hann er framherji og hefur skorað reglulega í efstu deild Frakklands og í Evrópudeildinni. „Gouiri er metnaðarfullur og hefur það sem þarf til að ná langt,“ sagði Patrick Vieira, fyrrverandi stjóri Nice. EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira
Þetta er mat sérfræðinga knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Á vef sambandsins er í dag bent á einn leikmann í hverju af liðunum 16 á EM, sem vert er að fylgjast með. Ísak er þar fulltrúi Íslands. Ísak fagnar 18 ára afmæli í dag. Í umsögn UEFA segir: „Miðjumaðurinn Ísak hefur vakið rosalega athygli með frábærri framgöngu sinni í Svíþjóð. Frammistöður hans hafa verið svo góðar að hann er sagður hafa vakið athygli útsendara frá félögum á borð við Inter, Juventus og Manchester United.“ Ísak Bergmann Jóhannesson er afmælisbarn dagsins, en hann fagnar 18 ára afmæli sínu í dag! Happy 18th birthday to Ísak Bergmann Jóhannesson!#fyririsland pic.twitter.com/G74q8W4ujl— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 23, 2021 Ísak, sem er Skagamaður, lék fjóra leiki með U21-landsliðinu í undankeppni EM. Hann lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Englandi á Wembley í nóvember síðastliðnum. Á síðasta ári skoraði hann þrjú mörk og átti níu stoðsendingar fyrir Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni. Þeir leikmenn sem UEFA mælir með því að fólk fylgist með í riðli Íslands eru annars Frakkinn Amine Gouiri, Daninn Oliver Christensen og Rússinn Fedor Chalov. Ísland mætir Rússlandi á fimmtudaginn, Danmörku næsta sunnudag og loks Frakklandi á miðvikudaginn í næstu viku. Tvö efstu liðin komast áfram í átta liða úrslit. Markakóngur í Rússlandi og Gammurinn frá Kerteminde Chalov er 22 ára en hefur þegar spilað fimm ár með CSKA Moskvu, þar sem hann er liðsfélagi Arnórs Sigurðssonar og Harðar Björgvins Magnússonar. Hann varð markakóngur rússnesku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2018-19 með 15 mörk. Christensen er einnig 22 ára gamall, markvörður OB í Danmörku. „Gammurinn frá Kerteminde,“ eins og hann er kallaður, fyllti í skarðið fyrir Kasper Schmeichel í sínum fyrsta A-landsleik síðasta haust. Hann varði mark U21-landsliðsins í öllum tíu leikjunum í undankeppni EM en Danir unnu átta leikjanna og gerðu tvö jafntefli. Gouiri var keyptur til Nice frá Lyon síðasta sumar. Hann er framherji og hefur skorað reglulega í efstu deild Frakklands og í Evrópudeildinni. „Gouiri er metnaðarfullur og hefur það sem þarf til að ná langt,“ sagði Patrick Vieira, fyrrverandi stjóri Nice.
EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira