Innlent

Eltihrellirinn í gæsluvarðhald eftir allt saman

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Svona var aðkoman síðastliðinn þriðjudagsmorgun þegar Svala Lind ætlaði að setjast upp í bílinn sinn.
Svona var aðkoman síðastliðinn þriðjudagsmorgun þegar Svala Lind ætlaði að setjast upp í bílinn sinn.

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Landsrétti úrskurðaður í þriggja og hálfs vikna gæsluvarðhald til 15. apríl. Karlmaðurinn er grunaður um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Þar segir að ætluð brot mannsins hafi verið framin á rúmlega þriggja og hálfs mánaða tímabili, eða frá því í lok nóvember á síðasta ári og fram í miðjan mars á þessu ári. Þá hefur viðkomandi stöðu sakbornings í sex öðrum málum, sem eru til meðferðar hjá lögreglu.

Um er að ræða karlmann sem meðal annars er grunaður um að hafa unnið mikil skemmdarverk á bíl Svölu Lindar Ægisdóttur, móður í Laugardalnum í Reykjavík, í síðustu viku. Svala Lind lýsti því í viðtali í Bítinu á Bylgjunni hvernig hún og sonur hennar hefðu sætt hótunum frá manninum síðan í nóvember.

Hún segir martröðina hafa hafist fyrir tæpum fjórum mánuðum, þann 23. nóvember, þegar sonur hennar hafi verið frelsissviptur og beittur ofbeldi. Síðan þá hafi þau orðið fyrir stöðugu áreiti.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði fram kröfu í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn fimmtudag um gæsluvarðhald yfir manninum, en henni var hafnað. Sá úrskurður var kærður til Landsréttar, sem hefur nú snúið honum við.


Tengdar fréttir

Kröfu lögreglu um gæsluvarðhald hafnað

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri. Krafan var lögð fram í þágu rannsóknar lögreglu er varðar meðal annars meint brot mannsins gegn nálgunarbanni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.