Innlent

Hand­tekinn grunaður um brot gegn nálgunar­banni og eigna­spjöll

Sylvía Hall skrifar
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var maðurinn handtekinn í dag.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var maðurinn handtekinn í dag. Vísir/Aðsend

Maður var í dag handtekinn grunaður um að hafa brotið gegn nálgunarbanni og framið eignaspjöll á bíl móður drengs sem hefur sætt hótunum frá manninum undanfarna mánuði. Maðurinn verður yfirheyrður á morgun.

Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi.

Málið hefur vakið mikla athygli eftir að Svala Lind Ægisdóttir greindi frá því að maðurinn hefði unnið mikil skemmdarverk á bíl hennar aðfaranótt þriðjudags. Bæði hún og sonur hennar hafi upplifað sig varnarlaus og hvergi óhult undanfarna mánuði, þar sem maðurinn léti nálgunarbann ekki stöðva sig. Eftir skemmdarverkin hafi hún haft miklar áhyggjur.

„Nóttin mín var þannig að lögregla keyrði fram hjá húsinu mínu á fimm mínútna fresti liggur við. Ég vakti í alla nótt til þes að vera viðbúin ef eitthvað gerist. Ég veit ekkert hvort ég fái þennan mann inn á gólf til mín. Ég vil ekki vakna við það. Vil vera vakandi og tilbúin,“ sagði Svala í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Hún segir martröðina hafa hafist fyrir tæpum fjórum mánuðum, þann 23. nóvember, þegar sonur hennar hafi verið frelsissviptur og beittur ofbeldi. Síðan þá hafi þau orðið fyrir stöðugu áreiti, en hér að neðan má lesa viðtalið við Svölu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×