Hleypa þurfi fólki nær og stika leiðina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2021 10:27 Tómas við eldgosið að næturlagi um helgina. Aðsend Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir og útvistarmaður, segir mikilvægt að auðvelda fólki aðgang að eldgosi á borð við það sem hófst í Geldingadal á föstudaginn. Auðvitað verði að virða lokun nú þegar veður er vont og hætta á gasmengun en í framhaldinu þurfi að hugsa strax í hvaða farveg eigi að beina straumi fólks svo gróðurinn verði ekki fyrir skakkaföllum. Tómas ræddi eldgosið í samhengi náttúrufegurðar og útivistar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann fór í næturferð ásamt vönu útivistarfólki um helgina þar sem þeir hjóluðu frá Grindavík eftir Suðurstrandarvegi og skildu svo hjólin eftir í Nátthaga. Ferð þeirra tók um fimmtíu mínútur á hjóli og fjörutíu mínútur á göngu. Þeir fóru nærri gosinu. „Ég þori varla að segja frá því. Ég fór mjög nálægt því. Ég var ekki að taka rosalega áhættu,“ segir Tómas en með í för var meðal annars Haraldur Örn Ólafsson pólfari. Almannavarnir mæltu með því við fólk um helgina að ganga frá Bláa lóninu eða Þorbirni. Þar virtust almannavarnir helst hafa í huga að fólk legði bílum sínum á bílastæðum og vindáttin. Tómas veltir því fyrir sér hvort það hafi verið mistök. „Það er mun lengri leið og meiri líkur á að fólk örmagnist. Hin leiðin, Suðurstrandarvegsleiðin, er mun styttri og mun þægilegra að rata,“ segir Tómas. Hann segir Magnús Tuma Guðmundsson jarðeðlisfræðing hafa slegið tóninn í gær þegar hann velti upp hvort ekki ætti að gera fólki auðveldara að komast að gosinu. „Mér finnst alveg ótækt að fólki verði meinaður aðgangur að svona stórkostlegu gosi eins og þessu. Þetta er eitthvað sem þú gleymir aldrei,“ segir Tómas. Auðvitað séu einhverjir sem búi sig ekki vel en mikill meirihluti sem voru um nóttina á sama tíma og hann hafi verið vel búinn. „Ég sá til dæmis einn mann í strigaskóm og gallabuxum eins og hann væri að labba á Laugaveginum. Það verða alltaf slík tilvik.“ Tómas telur mikilvægt að stytta gönguleiðina með því að leyfa fólki að koma nær. Sömuleiðis að setja upp stikur svo fólk sé ekki að labba yfir gróðurinn hvar sem er. „Að mínu mati er alls ekki hægt að loka svæðinu af. Það væri líka slys ef það væri gert. Það er stórkostlegt að fylgjast með þessu. Sumir eru að segja að þetta sé bara lítið gos. Það er ekki rétt. Ég hef verið svo heppinn að sjá helling af eldgosum á minni ævi. Þetta er með því fallegasta sem ég hef séð. Svo er þetta eins og hringleikahús. Dalurinn er umleikinn fjöllum.“ Hann leggur áherslu á að hann sé ekki að hvetja fólk til göngu í dag þegar veður sé vont og hætta á gasmengun. Ótrúleg auglýsing „Maður verður að hlýða því en vonandi verður hægt að búa þannig um hnútana að gera þetta auðveldara og hjápa fólki að komast að svæðinu. Þótt það þurfi ekki að fara að hrauninu eða ofan í lægðina þar sem geta verið gös eins og koldíoxíð sem getur verið hættulegt manni.“ Þá sé mikilvægt að þeir sem fari að nóttu til séu búnir góðum ljósum og GPS-tækjum. Fólk þurfi að vera vant útivistarfólk. „Lausnin er alls ekki að loka svæðinu alveg heldur að auðvelda fólki aðgengi. Líka hugsa til þeirra sem eru faltaðir, vilja bera gosið augum.Finna lausnir fyrri þá líka. Það eru slóðar þarna úti um allt. Við verðum að hugsa núna í hvaða farveg við viljum beina straumnum svo gróðurinn verði ekki fyrir skakkaföllum.“ Um sé að ræða ótrúlega auglýsingu fyrir landið. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Fjallamennska Grindavík Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Tómas ræddi eldgosið í samhengi náttúrufegurðar og útivistar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann fór í næturferð ásamt vönu útivistarfólki um helgina þar sem þeir hjóluðu frá Grindavík eftir Suðurstrandarvegi og skildu svo hjólin eftir í Nátthaga. Ferð þeirra tók um fimmtíu mínútur á hjóli og fjörutíu mínútur á göngu. Þeir fóru nærri gosinu. „Ég þori varla að segja frá því. Ég fór mjög nálægt því. Ég var ekki að taka rosalega áhættu,“ segir Tómas en með í för var meðal annars Haraldur Örn Ólafsson pólfari. Almannavarnir mæltu með því við fólk um helgina að ganga frá Bláa lóninu eða Þorbirni. Þar virtust almannavarnir helst hafa í huga að fólk legði bílum sínum á bílastæðum og vindáttin. Tómas veltir því fyrir sér hvort það hafi verið mistök. „Það er mun lengri leið og meiri líkur á að fólk örmagnist. Hin leiðin, Suðurstrandarvegsleiðin, er mun styttri og mun þægilegra að rata,“ segir Tómas. Hann segir Magnús Tuma Guðmundsson jarðeðlisfræðing hafa slegið tóninn í gær þegar hann velti upp hvort ekki ætti að gera fólki auðveldara að komast að gosinu. „Mér finnst alveg ótækt að fólki verði meinaður aðgangur að svona stórkostlegu gosi eins og þessu. Þetta er eitthvað sem þú gleymir aldrei,“ segir Tómas. Auðvitað séu einhverjir sem búi sig ekki vel en mikill meirihluti sem voru um nóttina á sama tíma og hann hafi verið vel búinn. „Ég sá til dæmis einn mann í strigaskóm og gallabuxum eins og hann væri að labba á Laugaveginum. Það verða alltaf slík tilvik.“ Tómas telur mikilvægt að stytta gönguleiðina með því að leyfa fólki að koma nær. Sömuleiðis að setja upp stikur svo fólk sé ekki að labba yfir gróðurinn hvar sem er. „Að mínu mati er alls ekki hægt að loka svæðinu af. Það væri líka slys ef það væri gert. Það er stórkostlegt að fylgjast með þessu. Sumir eru að segja að þetta sé bara lítið gos. Það er ekki rétt. Ég hef verið svo heppinn að sjá helling af eldgosum á minni ævi. Þetta er með því fallegasta sem ég hef séð. Svo er þetta eins og hringleikahús. Dalurinn er umleikinn fjöllum.“ Hann leggur áherslu á að hann sé ekki að hvetja fólk til göngu í dag þegar veður sé vont og hætta á gasmengun. Ótrúleg auglýsing „Maður verður að hlýða því en vonandi verður hægt að búa þannig um hnútana að gera þetta auðveldara og hjápa fólki að komast að svæðinu. Þótt það þurfi ekki að fara að hrauninu eða ofan í lægðina þar sem geta verið gös eins og koldíoxíð sem getur verið hættulegt manni.“ Þá sé mikilvægt að þeir sem fari að nóttu til séu búnir góðum ljósum og GPS-tækjum. Fólk þurfi að vera vant útivistarfólk. „Lausnin er alls ekki að loka svæðinu alveg heldur að auðvelda fólki aðgengi. Líka hugsa til þeirra sem eru faltaðir, vilja bera gosið augum.Finna lausnir fyrri þá líka. Það eru slóðar þarna úti um allt. Við verðum að hugsa núna í hvaða farveg við viljum beina straumnum svo gróðurinn verði ekki fyrir skakkaföllum.“ Um sé að ræða ótrúlega auglýsingu fyrir landið.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Fjallamennska Grindavík Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira