Hátt í þúsund manns sóttu gosstöðvarnar í nótt: Búast við enn fleiri í dag Samúel Karl Ólason og Birgir Olgeirsson skrifa 21. mars 2021 11:21 Það var þó nokkuð af fólki upp í Geldingadal snemma í morgun. Vísir/Lillý Lögregluþjónar töldu einhverja þrjú hundruð bíla sem búið var að leggja við Reykjanesbraut og Grindavíkurveg í nótt. Áætlað hefur verið að þá hafi upp undir þúsund einstaklingar verið á göngu til og frá gosstöðvunum í Geldingadal. Gunnar Schram, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir áhyggjur lögreglunnar beinast fyrst og fremst að illa undirbúnu fólki sem sé ekki vant göngum og illa búið. „Þetta er torsótt land yfirferðar. Það er hraun, það er drulla, það er vindur og rigning ofan í þetta. Svo bætist þokan af og til við. Af þessu höfum við töluverðar áhyggjur,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Gunnar segir lögregluna í ágætlega stakk búin til að ná utan um fjöldann, með aðkomu Landsbjargar. „Þetta er samstarfsverkefni og gengur mjög vel. Við erum vön að vinna saman og vinnum vel saman.“ Gunnar segir útlit fyrir að straumur fólks upp í Geldingadal muni halda áfram í dag og hann stefni jafnvel á að verða meiri en í gær. Hann hvetur fólk til að huga að veðurspá og gæta vel að þeirri hættu sem fylgi eldgosi. „Við höfum verið með stöðuga gæslu þarna og Landsbjargar-fólkið hefur verið þarna í alla nótt. Þau hafa meira að segja verið að ganga slóða sem fólk fer eftir í því skyni að engir séu í vandræðum staddir þar.“ Lögreglan telur líklegt að enn fleiri muni ganga að gosstöðvum í dag.Vísir/Lillý Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Jarðskjálfti yfir þrír að stærð í nótt en virkni eldgossins stöðug Jarðskjálfti að stærðinni 3,2 mældist skammt frá Grindavík í nótt en að öðru leyti hefur verið tiltölulega lítil skjálftavirkni á jarðhræringasvæðinu á Reykjanesi frá því á miðnætti. Gasmengun frá eldgosinu í Geldingadal hefur ekki mælst yfir hættumörkum á höfuðborgarsvæðinu en brennisteinsdíoxíð mældist í lífshættulegu magni við gosstöðvarnar við upphaf gossins að sögn náttúruvársérfræðings. 21. mars 2021 10:42 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Gunnar Schram, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir áhyggjur lögreglunnar beinast fyrst og fremst að illa undirbúnu fólki sem sé ekki vant göngum og illa búið. „Þetta er torsótt land yfirferðar. Það er hraun, það er drulla, það er vindur og rigning ofan í þetta. Svo bætist þokan af og til við. Af þessu höfum við töluverðar áhyggjur,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Gunnar segir lögregluna í ágætlega stakk búin til að ná utan um fjöldann, með aðkomu Landsbjargar. „Þetta er samstarfsverkefni og gengur mjög vel. Við erum vön að vinna saman og vinnum vel saman.“ Gunnar segir útlit fyrir að straumur fólks upp í Geldingadal muni halda áfram í dag og hann stefni jafnvel á að verða meiri en í gær. Hann hvetur fólk til að huga að veðurspá og gæta vel að þeirri hættu sem fylgi eldgosi. „Við höfum verið með stöðuga gæslu þarna og Landsbjargar-fólkið hefur verið þarna í alla nótt. Þau hafa meira að segja verið að ganga slóða sem fólk fer eftir í því skyni að engir séu í vandræðum staddir þar.“ Lögreglan telur líklegt að enn fleiri muni ganga að gosstöðvum í dag.Vísir/Lillý
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Jarðskjálfti yfir þrír að stærð í nótt en virkni eldgossins stöðug Jarðskjálfti að stærðinni 3,2 mældist skammt frá Grindavík í nótt en að öðru leyti hefur verið tiltölulega lítil skjálftavirkni á jarðhræringasvæðinu á Reykjanesi frá því á miðnætti. Gasmengun frá eldgosinu í Geldingadal hefur ekki mælst yfir hættumörkum á höfuðborgarsvæðinu en brennisteinsdíoxíð mældist í lífshættulegu magni við gosstöðvarnar við upphaf gossins að sögn náttúruvársérfræðings. 21. mars 2021 10:42 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Jarðskjálfti yfir þrír að stærð í nótt en virkni eldgossins stöðug Jarðskjálfti að stærðinni 3,2 mældist skammt frá Grindavík í nótt en að öðru leyti hefur verið tiltölulega lítil skjálftavirkni á jarðhræringasvæðinu á Reykjanesi frá því á miðnætti. Gasmengun frá eldgosinu í Geldingadal hefur ekki mælst yfir hættumörkum á höfuðborgarsvæðinu en brennisteinsdíoxíð mældist í lífshættulegu magni við gosstöðvarnar við upphaf gossins að sögn náttúruvársérfræðings. 21. mars 2021 10:42