Fólk streymir enn í Geldingadal og margir illa búnir Samúel Karl Ólason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 21. mars 2021 09:14 Nokkur fjöldi fólks lagði leið sína í Geldingadal í nótt og einhverjir gistu þar í tjöldum. Þessi mynd var tekin rétt upp úr klukkan sjö. Vísir/Lillý Fjölmargir hafa gert sér leið upp í Geldingadal í gærkvöldi og í nótt. Fólk hefur jafnvel gist í tjöldum við eldgosið en margir hafa verið illa búnir fyrir ferðalagið og einhverjir hafa örmagnast. Þá er veður við gosstað orðið slæmt. Útlit er fyrir að hraunflæði hafi aukist í nótt. Ingólfur Jón Ágúst Óskarsson og Jakob Þór Gíslason úr Björgunarsveitinni Ársæli, hafa staðið vaktina í Geldingadal síðan níu í gærkvöldi og segja það hafa gengið vel í samtali við fréttastofu nú í morgunsárið. Ingólfur segir margt fólk hafa lagt leið sína í Geldingadal og það hafi verið misvel búið. Hann segir að margir hefði mátt búa sig betur undir ferðina. Þá hafi margir gefist upp á leiðinni. Jakob segir marga hafa lagt seint af stað. Erfitt sé að ganga um svæðið í myrkri og fólk þurfi að passa sig. Þá segir hann að sækja hafi þurft nokkra sem hafi orðið uppgefnir. Ekki marga þó. Ingólfur segist hafa séð fólk leggja af stað seint í gærkvöldi með lítil börn og illa undirbúið. Hér má sjá viðtal við þá Ingólf og Jakob. Andri Snær Magnason var við eldgosið í morgun og sagði það vera ótrúlega fallegt. Þetta væri eins og bernskudraumur og hann hafði verið „starstruck“. Hann sagðist hafa séð bæði gosið í Fimmvörðuhálsi og gosið í Eyjafjallajökli en það væri mikill munur á því hve nálægt hrauninu maður kæmist nú. Hann sagði einnig að fólk þyrfti að passa sig fyrir gönguna. Þetta væri ekki sunnudagsgöngutúr. Vel á annað hundrað bíla eru þar sem fólk leggur af stað upp á fjallið.Vísir/Lillý Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Sjá meira
Útlit er fyrir að hraunflæði hafi aukist í nótt. Ingólfur Jón Ágúst Óskarsson og Jakob Þór Gíslason úr Björgunarsveitinni Ársæli, hafa staðið vaktina í Geldingadal síðan níu í gærkvöldi og segja það hafa gengið vel í samtali við fréttastofu nú í morgunsárið. Ingólfur segir margt fólk hafa lagt leið sína í Geldingadal og það hafi verið misvel búið. Hann segir að margir hefði mátt búa sig betur undir ferðina. Þá hafi margir gefist upp á leiðinni. Jakob segir marga hafa lagt seint af stað. Erfitt sé að ganga um svæðið í myrkri og fólk þurfi að passa sig. Þá segir hann að sækja hafi þurft nokkra sem hafi orðið uppgefnir. Ekki marga þó. Ingólfur segist hafa séð fólk leggja af stað seint í gærkvöldi með lítil börn og illa undirbúið. Hér má sjá viðtal við þá Ingólf og Jakob. Andri Snær Magnason var við eldgosið í morgun og sagði það vera ótrúlega fallegt. Þetta væri eins og bernskudraumur og hann hafði verið „starstruck“. Hann sagðist hafa séð bæði gosið í Fimmvörðuhálsi og gosið í Eyjafjallajökli en það væri mikill munur á því hve nálægt hrauninu maður kæmist nú. Hann sagði einnig að fólk þyrfti að passa sig fyrir gönguna. Þetta væri ekki sunnudagsgöngutúr. Vel á annað hundrað bíla eru þar sem fólk leggur af stað upp á fjallið.Vísir/Lillý
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Sjá meira