Magnað myndskeið af gosinu: Kvikan fossaði niður þegar gígurinn hrundi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. mars 2021 21:03 Eldgos við Fagradallsfjall. Vísir/Vilhelm Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum í dag og var þónokkur fjöldi fólks, bæði almenningur og viðbragðsaðilar, á svæðinu þegar frétta- og tökumenn Stöðvar 2 voru á svæðinu í dag. Sigurjón Ólason, tökumaður á fréttastofu Stöðvar 2 náði ótrúlegum myndum af því þegar hrundi úr vegg stærsta gígsins í Geldingadal og logandi kvikan fossaði niður líkt og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Ekki svo langt frá stóð hópur björgunarsveitarmanna sem fylgdist með sjónarspilinu. Aftar í myndbandinu má einnig sjá hvar fólk stillir sér upp fyrir framan gíginn til að taka sjálfsmynd af sér með eldgosinu. Í öðru myndbandi sem jafnframt má finna hér að neðan má einnig sjá magnaðar myndir af gosinu sem Björn Steinbekk tók á dróna. Kristján Már Unnarsson fréttamaður var á vettvangi í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann lýsti aðstæðum og vakti athygli á því að í kvöld hefur verið bæði kalt og leiðinlegt veður. „Það er kalt hérna, það er blautt hérna og það er rudda landslag,“ sagði Kristján Már. Þeir sem hyggja á að leggja leið sína að gosinu ættu því að huga að því að vera vel búnir áður en haldið er af stað. Þar að auki er mikilvægt að hafa í huga þær hættur sem það getur haft í för með sér að koma nálægt eldgosinu líkt og almannavarnir hafa vakið athygli á. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Sigurjón Ólason, tökumaður á fréttastofu Stöðvar 2 náði ótrúlegum myndum af því þegar hrundi úr vegg stærsta gígsins í Geldingadal og logandi kvikan fossaði niður líkt og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Ekki svo langt frá stóð hópur björgunarsveitarmanna sem fylgdist með sjónarspilinu. Aftar í myndbandinu má einnig sjá hvar fólk stillir sér upp fyrir framan gíginn til að taka sjálfsmynd af sér með eldgosinu. Í öðru myndbandi sem jafnframt má finna hér að neðan má einnig sjá magnaðar myndir af gosinu sem Björn Steinbekk tók á dróna. Kristján Már Unnarsson fréttamaður var á vettvangi í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann lýsti aðstæðum og vakti athygli á því að í kvöld hefur verið bæði kalt og leiðinlegt veður. „Það er kalt hérna, það er blautt hérna og það er rudda landslag,“ sagði Kristján Már. Þeir sem hyggja á að leggja leið sína að gosinu ættu því að huga að því að vera vel búnir áður en haldið er af stað. Þar að auki er mikilvægt að hafa í huga þær hættur sem það getur haft í för með sér að koma nálægt eldgosinu líkt og almannavarnir hafa vakið athygli á.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira