Stríður straumur fólks í Geldingadal: Dæmi um að fólk mæti á gallabuxum og strigaskóm Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. mars 2021 17:51 Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum hafa sumir greinilega hætt sér ákaflega nálægt gosinu. Vísir/Sigurjón Fólk hefur í dag lagt leið sína í stríðum straumum að eldgosinu í Geldingadal. Lokað er fyrir bílaumferð inn á svæðið en fólki hefur verið hleypt inn á svæðið fótgangandi. Dæmi eru um að fólk hafi lagt af stað á vettvang illa búið fyrir þær aðstæður sem blasa við á svæðinu. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur beint þeim tilmælum til fólks sem ætlar að fara að virða fyrir sér gosið í Geldingadal að gera sér grein fyrir ákveðnum staðreyndum. Um margra klukkutíma gönguferð er að ræða, kalt er í veðri, slydda og gasmengun nærri gosstöðvunum. Þá geri gos ekki boð á undan sér og nýjar sprungur geta myndast. Guðni Hans Sigþórsson hjá Björgunarfélagi Hafnarfjarðar stóð vaktina á Suðurstrandavegi austan við Grindavík í dag þar sem hann hafði eftirlit með umferð á svæðinu. Hann var til viðtals í beinni útsendingu í hádegisfréttum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar í dag. „Við erum ekki að banna fólki að koma fótgangandi en við mælum gegn því. Það er lítið sem ekkert að sjá, þetta er mjög slæm yfirferð að fara hérna og það getur verið mikil hætta á gasmengun hérna,“ sagði Guðni. „Vegurinn er lokaður sökum sigs í veginum og Vegagerðin er með veginn lokaðan vegna þess.“ Fólk steymir að eldgosinu í Geldingadal líkt og ólgandi kvikan streymir upp úr iðrum jarðar.Vísir/Sigurjón Rætt sé við alla sem mæti á svæðið og varað við aðstæðum. Þrátt fyrir þetta hefur fjöldi fólks haldið leið sinni áfram til að berja gosið augum. „Fólk fer hérna bara inn á sinni eigin ábyrgð en við höfum verið að stoppa þá sem að við náum til og mælum gegn því að fólk sé að fara hérna. Bæði það að þetta er ekkert sérstaklega gott færi, þetta er náttúrlega bara bratt fjalllendi og hraun en síðan er fólk misvel búið. Það er alveg dæmi um það að fólk sé að koma hérna á gallabuxum og strigaskóm sem er ekki alveg besti búnaður til þess að vera að fara í þetta,“ segir Guðni. Hann segist ekki hafa nokkurn skilning á ævintýraþörf fólks sem kýs að fara að gosinu illa búið. „Maður sér þetta ekki neitt nema þú sért kominn langleiðina að þessu og þegar þú ert kominn að þessu þá ertu bara kominn inn á stórhættulegt svæði. Þannig að ég mæli bara með því að fólk horfi á þetta bara á netinu, að það sé bara skásti kosturinn,“ segir Guðni. Þessi var óhræddur við að berja eldgosið augum úr nálægð.Vísir/Sigurjón Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Grindavík Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur beint þeim tilmælum til fólks sem ætlar að fara að virða fyrir sér gosið í Geldingadal að gera sér grein fyrir ákveðnum staðreyndum. Um margra klukkutíma gönguferð er að ræða, kalt er í veðri, slydda og gasmengun nærri gosstöðvunum. Þá geri gos ekki boð á undan sér og nýjar sprungur geta myndast. Guðni Hans Sigþórsson hjá Björgunarfélagi Hafnarfjarðar stóð vaktina á Suðurstrandavegi austan við Grindavík í dag þar sem hann hafði eftirlit með umferð á svæðinu. Hann var til viðtals í beinni útsendingu í hádegisfréttum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar í dag. „Við erum ekki að banna fólki að koma fótgangandi en við mælum gegn því. Það er lítið sem ekkert að sjá, þetta er mjög slæm yfirferð að fara hérna og það getur verið mikil hætta á gasmengun hérna,“ sagði Guðni. „Vegurinn er lokaður sökum sigs í veginum og Vegagerðin er með veginn lokaðan vegna þess.“ Fólk steymir að eldgosinu í Geldingadal líkt og ólgandi kvikan streymir upp úr iðrum jarðar.Vísir/Sigurjón Rætt sé við alla sem mæti á svæðið og varað við aðstæðum. Þrátt fyrir þetta hefur fjöldi fólks haldið leið sinni áfram til að berja gosið augum. „Fólk fer hérna bara inn á sinni eigin ábyrgð en við höfum verið að stoppa þá sem að við náum til og mælum gegn því að fólk sé að fara hérna. Bæði það að þetta er ekkert sérstaklega gott færi, þetta er náttúrlega bara bratt fjalllendi og hraun en síðan er fólk misvel búið. Það er alveg dæmi um það að fólk sé að koma hérna á gallabuxum og strigaskóm sem er ekki alveg besti búnaður til þess að vera að fara í þetta,“ segir Guðni. Hann segist ekki hafa nokkurn skilning á ævintýraþörf fólks sem kýs að fara að gosinu illa búið. „Maður sér þetta ekki neitt nema þú sért kominn langleiðina að þessu og þegar þú ert kominn að þessu þá ertu bara kominn inn á stórhættulegt svæði. Þannig að ég mæli bara með því að fólk horfi á þetta bara á netinu, að það sé bara skásti kosturinn,“ segir Guðni. Þessi var óhræddur við að berja eldgosið augum úr nálægð.Vísir/Sigurjón
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Grindavík Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira