Innlent

Fjórtán gistu í fjöldahjálparstöð Rauða krossins

Samúel Karl Ólason skrifar
thumbnail__sos8076
Rauð krossinn

Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð í Hópsskóla í Grindavík í gærkvöldi þar sem fjórtán gistu í nótt vegna rýmingar í Krýsuvík. Enginn var í hættu.

Í tilkynningu á vef Rauða krossins segir að starfsfólk og sjálfboðaliðar standi áfram vaktina og séu tilbúin til taks. Þau séu með mismunandi sérþekkingu í stjórnun aðgerða, uppsetningu fjöldahjálparstöðva og í því að veita sálrænan stuðning, auk annars.

Almennt felst hlutverk Rauða krossins í neyðarvörnum meðal annars í opnun fjöldahjálparstöðva og að sinna félagslegu hjálparstarf sem felst t.d. því að útvega fæði, klæði og húsaskjól og veita upplýsingar til fólks og sálrænan stuðning á neyðarstundu.

Rauði krossinn minnir á að Hjálparsími og netspjall Rauða krossins, er alltaf opið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×