„Það er engin bráðahætta í gangi“ Heimir Már Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 20. mars 2021 00:20 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum í Skógarhlíð. Vísir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum var ræstur út í húsakynni Almannavarna í Skógarhlíð á tíunda tímanum í kvöld þegar flest benti til þess að eldgos væri hafið á Reykjanesi. Sú reyndist raunin. „Menn segja að þetta sé lítið gos. Um 500 metra löng sprunga, lítið rennsli og hraunið rennur mjög hægt,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Hann segir ýmislegt munu skýrast þegar birti til. Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands flugu yfir svæðið í kvöld í þyrlu frá Landhelgisgæslunni og tóku út gosið. Klippa: Víðir Reynisson um eldgosið Tveir straumar „Þetta eru tveir straumar. Annar rennur í vestur og hinn í suðvestur,“ segir Víðir. Landslagið virðist hentugt fyrir gos. Hraunendarnir eru sem stendur í um 2,6 kílómetra fjarlægð frá Suðurstrandavegi sem hefur verið lokaður vegna skemmda og er enn þótt bæjarstjórinn í Grindavík hafi fengið undanþágu til að komast til síns heima í kvöld. Víðir segir almannavarnir helst vera að velta gasmenguninni fyrir sér. Áttin sé vestlæg og spálíkön sýni að gasmengunin verði í Þorlákshöfn, Ölfusinu, Hveragerði, Árborg, eftir Suðurlandinu og hugsanlega Vestmannaeyjum. Víðir setur þó varnagla varðandi það að gosið sé mögulega minna en þær tölur sem núverandi spálíkan noti. Varðandi hættu segir Víðir óljóst hve lengi gosið standi yfir. Engar áhyggjur næstu tólf tímana „Það er engin bráðahætta í gangi. Við vitum ekki hvað þetta getur staðið lengi. Eins og staðan er núna höfum við ekki áhyggjur næstu tólf tímana.“ Starfsemi á Keflavíkurflugvelli er eðlileg að sögn Víðis. Rauð viðvörun hafi verið gefin út fyrir flug en starfsemi sé eðlileg og flugvöllurinn opinn. Víðir segir vindáttina hagstæða fyrir Grindvíkinga sem væntanlega munu bara finna fyrir gosinu með augunum, þ.e. sjá bjarmann á himninum frá gosinu. Því hafi ekki fylgt neinir skjálftar og því ættu Grindvíkingar að geta sofið vel eins og síðustu nætur þar sem skjálftavirkni hefur verið minni. Þá biðlar Víðir til fólks að vera ekki að fara nálægt gosinu. Reykjanesbraut og Grindavíkurvegur séu opin fyrir umferð en fólk eigi ekki að fara nálægt gosstöðvunum. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira
„Menn segja að þetta sé lítið gos. Um 500 metra löng sprunga, lítið rennsli og hraunið rennur mjög hægt,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Hann segir ýmislegt munu skýrast þegar birti til. Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands flugu yfir svæðið í kvöld í þyrlu frá Landhelgisgæslunni og tóku út gosið. Klippa: Víðir Reynisson um eldgosið Tveir straumar „Þetta eru tveir straumar. Annar rennur í vestur og hinn í suðvestur,“ segir Víðir. Landslagið virðist hentugt fyrir gos. Hraunendarnir eru sem stendur í um 2,6 kílómetra fjarlægð frá Suðurstrandavegi sem hefur verið lokaður vegna skemmda og er enn þótt bæjarstjórinn í Grindavík hafi fengið undanþágu til að komast til síns heima í kvöld. Víðir segir almannavarnir helst vera að velta gasmenguninni fyrir sér. Áttin sé vestlæg og spálíkön sýni að gasmengunin verði í Þorlákshöfn, Ölfusinu, Hveragerði, Árborg, eftir Suðurlandinu og hugsanlega Vestmannaeyjum. Víðir setur þó varnagla varðandi það að gosið sé mögulega minna en þær tölur sem núverandi spálíkan noti. Varðandi hættu segir Víðir óljóst hve lengi gosið standi yfir. Engar áhyggjur næstu tólf tímana „Það er engin bráðahætta í gangi. Við vitum ekki hvað þetta getur staðið lengi. Eins og staðan er núna höfum við ekki áhyggjur næstu tólf tímana.“ Starfsemi á Keflavíkurflugvelli er eðlileg að sögn Víðis. Rauð viðvörun hafi verið gefin út fyrir flug en starfsemi sé eðlileg og flugvöllurinn opinn. Víðir segir vindáttina hagstæða fyrir Grindvíkinga sem væntanlega munu bara finna fyrir gosinu með augunum, þ.e. sjá bjarmann á himninum frá gosinu. Því hafi ekki fylgt neinir skjálftar og því ættu Grindvíkingar að geta sofið vel eins og síðustu nætur þar sem skjálftavirkni hefur verið minni. Þá biðlar Víðir til fólks að vera ekki að fara nálægt gosinu. Reykjanesbraut og Grindavíkurvegur séu opin fyrir umferð en fólk eigi ekki að fara nálægt gosstöðvunum.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira