Innlent

Myndband sýnir hraunið renna úr sprungunni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Skjáskot úr myndbandi Veðurstofunnar.
Skjáskot úr myndbandi Veðurstofunnar.

Veðurstofa Íslands birti nú á tólfta tímanum myndband af eldgosinu sem hófst í kvöld í Geldingadal við Fagradalsfjall. Myndbandið sýnir hraun renna úr sprungunni sem talin er um 200 metra löng.

Bjarki Kaldalóns Friis náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að gosið sé talið lítið og að engir gosstrókar sjáist. Tvær hrauntungur sjáist hins vegar. Önnur sé um 2,6 kílómetra frá Suðurstrandarvegi, sem búið er að loka. Mjög lágskýjað er á svæðinu og skjálftavirkni lítil.

Myndband Veðurstofunnar, sem tekið er úr þyrlu Landhelgisgæslunnar í kvöld, sést hér fyrir neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×