Sjáðu þegar Pogba skaut United áfram og þrennuna sem sökkti Spurs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. mars 2021 14:31 Eftir nokkurra vikna fjarveru sneri Paul Pogba aftur í lið Manchester United í gær og skoraði sigurmarkið gegn AC Milan. getty/Jonathan Moscrop Paul Pogba var hetja Manchester United gegn AC Milan í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Ekki gekk jafn vel hjá Lundúnaliðunum Tottenham og Arsenal þótt síðarnefnda liðið hafi komist áfram. Pogba kom inn á sem varamaður í hálfleik í leik United og Milan á San Siro og var ekki lengi að láta að sér kveða. Á 48. mínútu skoraði franski heimsmeistarinn með góðu skoti yfir Gianluigi Donnarumma í marki Milan. Fyrrverandi leikmaður United, Zlatan Ibrahimovic, komst næst því að jafna fyrir Milan en Dean Henderson varði skalla hans á 74. mínútu. United fór áfram, 2-1 samanlagt. Tottenham var í góðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn Dinamo Zagreb eftir 2-0 sigur í þeim fyrri fyrir viku. Króatíska liðið sneri hins vegar dæminu sér í vil á heimavelli í gær. Mislav Orsic skoraði öll mörk Dinamo í 3-0 sigri. Sigurmarkið kom í upphafi seinni hálfleiks framlengingarinnar. Það sauð á José Mourinho, knattspyrnustjóra Tottenham, eftir leikinn og hann sakaði sína menn um vanmat og værukærð. Þrátt fyrir að hafa fengið fjölmörg góð færi tapaði Arsenal fyrir Olympiakos á heimavelli, 0-1. Youssef El Arabi skoraði eina mark leiksins. Þrátt fyrir tapið komst Arsenal áfram en liðið vann fyrri leikinn í Grikklandi með þremur mörkum gegn einu. Mörkin úr leikjum ensku liðanna í Evrópudeildinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ensku liðin í Evrópudeildinni Dregið var í átta liða og undanúrslit Evrópudeildarinnar í hádeginu í dag. United mætir Granada í átta liða úrslitunum en Arsenal Slavia Prag. Svo gæti farið að United og Arsenal mættust í úrslitaleik keppninnar í Gdánsk í Póllandi 26. maí. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Sjá meira
Pogba kom inn á sem varamaður í hálfleik í leik United og Milan á San Siro og var ekki lengi að láta að sér kveða. Á 48. mínútu skoraði franski heimsmeistarinn með góðu skoti yfir Gianluigi Donnarumma í marki Milan. Fyrrverandi leikmaður United, Zlatan Ibrahimovic, komst næst því að jafna fyrir Milan en Dean Henderson varði skalla hans á 74. mínútu. United fór áfram, 2-1 samanlagt. Tottenham var í góðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn Dinamo Zagreb eftir 2-0 sigur í þeim fyrri fyrir viku. Króatíska liðið sneri hins vegar dæminu sér í vil á heimavelli í gær. Mislav Orsic skoraði öll mörk Dinamo í 3-0 sigri. Sigurmarkið kom í upphafi seinni hálfleiks framlengingarinnar. Það sauð á José Mourinho, knattspyrnustjóra Tottenham, eftir leikinn og hann sakaði sína menn um vanmat og værukærð. Þrátt fyrir að hafa fengið fjölmörg góð færi tapaði Arsenal fyrir Olympiakos á heimavelli, 0-1. Youssef El Arabi skoraði eina mark leiksins. Þrátt fyrir tapið komst Arsenal áfram en liðið vann fyrri leikinn í Grikklandi með þremur mörkum gegn einu. Mörkin úr leikjum ensku liðanna í Evrópudeildinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ensku liðin í Evrópudeildinni Dregið var í átta liða og undanúrslit Evrópudeildarinnar í hádeginu í dag. United mætir Granada í átta liða úrslitunum en Arsenal Slavia Prag. Svo gæti farið að United og Arsenal mættust í úrslitaleik keppninnar í Gdánsk í Póllandi 26. maí. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Sjá meira