Stígur fram og sakar Armie Hammer um nauðgun Sylvía Hall skrifar 18. mars 2021 22:31 Effie greindi frá því á blaðamannafundinum að samband hennar og Armie Hammer hafi staðið yfir í fjögur ár með hléum. Á þeim tíma hafi hann beitt andlegu og líkamlegu ofbeldi. Getty/Skjáskot 24 ára gömul kona, sem gengur undir nafninu Effie, hefur stigið fram og sakað leikarann Armie Hammer um andlegt og kynferðislegt ofbeldi í fjögurra ára sambandi þeirra. Samband þeirra stóð yfir með hléum á sama tíma og hann var giftur fyrrverandi eiginkonu sinni Elizabeth Chambers. Effie kýs að halda raunverulegu nafni sínu leyndu en hún var meðal þeirra fyrstu sem greindi frá ofbeldi af hálfu leikarans, en hún heldur úti Instagram-aðganginum House of Effie. Í dag boðaði hún til blaðamannafundar ásamt lögmanni sínum Gloriu Allred, sem er hvað þekktust fyrir kvenréttindabaráttu sína og hefur tekið að sér fjölmarga skjólstæðinga sem hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. Á blaðamannafundinum greindi hún frá því að hún hafi átt í ástarsambandi við Hammer. Á þeim tíma hafi hann beitt hana andlegu ofbeldi og margoft farið yfir mörk hennar í samskiptum, þá sérstaklega í kynlífi. Árið 2017 hafi hann nauðgað á ofbeldisfullan hátt í fjóra tíma. „Þann 24. apríl árið 2017 nauðgaði Armie Hammer mér í rúmlega fjóra tíma í Los Angeles, sló höfði mínu ítrekað í vegg með þeim afleiðingum að ég hlaut mar í andliti,“ sagði Effie í yfirlýsingu. „Hann beitti mig öðru ofbeldi sem ég samþykkti ekki. Til dæmis sló hann mig í fæturna með písk svo mér var illt í hverju skrefi vikuna eftir. Í þessa fjóra tíma reyndi ég að komast í burtu en hann leyfði mér það ekki. Ég hélt hann myndi drepa mig. Hann fór svo án þess að hafa nokkrar áhyggjur af velferð minni.“ Reyndi að afskrifa ofbeldið sem „sjúka tegund af ást“ Effie segist hafa búið í ótta frá því að árásin átti sér stað. Hún hafi reynt að líta svo á að samband þeirra hafi verið „sjúk tegund af ást“ en nú hafi hann ekki lengur tak á henni. „Ég er farin að sjá að það sturlaða andlega tak sem hann hafði á mér var ótrúlega skaðlegt á margan hátt.“ Ásakanir í garð leikarans fóru að líta dagsins ljós snemma á þessu ári, en háskólaneminn og áhrifavaldurinn Paige Lorenze greindi frá því fyrr á árinu að Hammer hefði „merkt sig“ og dreift nektarmyndum af henni í óleyfi. Þá á leikarinn að hafa lýst því yfir við konur að hann vildi drekka blóð þeirra og að hann væri mannæta. Leikarinn hefur hafnað ásökununum og segja talsmenn hans að allt sem fór milli hans og Effie hafi verið með vitund og vilja hennar. Effie hafi sent skilaboð til leikarans síðasta sumar og lýst því yfir að hún hafi viljað endurvekja samband þeirra en Hammer hafi neitað því. „Það var aldrei ætlun hr. Hammer að greina frá blæti eða skrítnum kynferðislegum löngunum [Effie], en hún hefur nú tekið málið á það stig að ráða lögmann til að halda blaðamannafund. Með sannleikann á sinni hlið fagnar hr. Hammer tækifærinu til þess að láta það sanna koma í ljós,“ sagði í yfirlýsingu talsmannanna. Lögreglan í Los Angeles staðfesti við Page Six að lögreglurannsókn væri hafin á ásökunum í garð Hammer eftir að tilkynnt var um kynferðisofbeldi af hans hálfu í byrjun febrúar. Á blaðamannafundinum sagði Allred lögregluna hafa einnig fengið gögn frá Effie, og það væri undir þeim komið að ákveða hvort það væri nægilegur grundvöllur fyrir ákæru. Hollywood Bandaríkin MeToo Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Effie kýs að halda raunverulegu nafni sínu leyndu en hún var meðal þeirra fyrstu sem greindi frá ofbeldi af hálfu leikarans, en hún heldur úti Instagram-aðganginum House of Effie. Í dag boðaði hún til blaðamannafundar ásamt lögmanni sínum Gloriu Allred, sem er hvað þekktust fyrir kvenréttindabaráttu sína og hefur tekið að sér fjölmarga skjólstæðinga sem hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. Á blaðamannafundinum greindi hún frá því að hún hafi átt í ástarsambandi við Hammer. Á þeim tíma hafi hann beitt hana andlegu ofbeldi og margoft farið yfir mörk hennar í samskiptum, þá sérstaklega í kynlífi. Árið 2017 hafi hann nauðgað á ofbeldisfullan hátt í fjóra tíma. „Þann 24. apríl árið 2017 nauðgaði Armie Hammer mér í rúmlega fjóra tíma í Los Angeles, sló höfði mínu ítrekað í vegg með þeim afleiðingum að ég hlaut mar í andliti,“ sagði Effie í yfirlýsingu. „Hann beitti mig öðru ofbeldi sem ég samþykkti ekki. Til dæmis sló hann mig í fæturna með písk svo mér var illt í hverju skrefi vikuna eftir. Í þessa fjóra tíma reyndi ég að komast í burtu en hann leyfði mér það ekki. Ég hélt hann myndi drepa mig. Hann fór svo án þess að hafa nokkrar áhyggjur af velferð minni.“ Reyndi að afskrifa ofbeldið sem „sjúka tegund af ást“ Effie segist hafa búið í ótta frá því að árásin átti sér stað. Hún hafi reynt að líta svo á að samband þeirra hafi verið „sjúk tegund af ást“ en nú hafi hann ekki lengur tak á henni. „Ég er farin að sjá að það sturlaða andlega tak sem hann hafði á mér var ótrúlega skaðlegt á margan hátt.“ Ásakanir í garð leikarans fóru að líta dagsins ljós snemma á þessu ári, en háskólaneminn og áhrifavaldurinn Paige Lorenze greindi frá því fyrr á árinu að Hammer hefði „merkt sig“ og dreift nektarmyndum af henni í óleyfi. Þá á leikarinn að hafa lýst því yfir við konur að hann vildi drekka blóð þeirra og að hann væri mannæta. Leikarinn hefur hafnað ásökununum og segja talsmenn hans að allt sem fór milli hans og Effie hafi verið með vitund og vilja hennar. Effie hafi sent skilaboð til leikarans síðasta sumar og lýst því yfir að hún hafi viljað endurvekja samband þeirra en Hammer hafi neitað því. „Það var aldrei ætlun hr. Hammer að greina frá blæti eða skrítnum kynferðislegum löngunum [Effie], en hún hefur nú tekið málið á það stig að ráða lögmann til að halda blaðamannafund. Með sannleikann á sinni hlið fagnar hr. Hammer tækifærinu til þess að láta það sanna koma í ljós,“ sagði í yfirlýsingu talsmannanna. Lögreglan í Los Angeles staðfesti við Page Six að lögreglurannsókn væri hafin á ásökunum í garð Hammer eftir að tilkynnt var um kynferðisofbeldi af hans hálfu í byrjun febrúar. Á blaðamannafundinum sagði Allred lögregluna hafa einnig fengið gögn frá Effie, og það væri undir þeim komið að ákveða hvort það væri nægilegur grundvöllur fyrir ákæru.
Hollywood Bandaríkin MeToo Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira