Stígur fram og sakar Armie Hammer um nauðgun Sylvía Hall skrifar 18. mars 2021 22:31 Effie greindi frá því á blaðamannafundinum að samband hennar og Armie Hammer hafi staðið yfir í fjögur ár með hléum. Á þeim tíma hafi hann beitt andlegu og líkamlegu ofbeldi. Getty/Skjáskot 24 ára gömul kona, sem gengur undir nafninu Effie, hefur stigið fram og sakað leikarann Armie Hammer um andlegt og kynferðislegt ofbeldi í fjögurra ára sambandi þeirra. Samband þeirra stóð yfir með hléum á sama tíma og hann var giftur fyrrverandi eiginkonu sinni Elizabeth Chambers. Effie kýs að halda raunverulegu nafni sínu leyndu en hún var meðal þeirra fyrstu sem greindi frá ofbeldi af hálfu leikarans, en hún heldur úti Instagram-aðganginum House of Effie. Í dag boðaði hún til blaðamannafundar ásamt lögmanni sínum Gloriu Allred, sem er hvað þekktust fyrir kvenréttindabaráttu sína og hefur tekið að sér fjölmarga skjólstæðinga sem hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. Á blaðamannafundinum greindi hún frá því að hún hafi átt í ástarsambandi við Hammer. Á þeim tíma hafi hann beitt hana andlegu ofbeldi og margoft farið yfir mörk hennar í samskiptum, þá sérstaklega í kynlífi. Árið 2017 hafi hann nauðgað á ofbeldisfullan hátt í fjóra tíma. „Þann 24. apríl árið 2017 nauðgaði Armie Hammer mér í rúmlega fjóra tíma í Los Angeles, sló höfði mínu ítrekað í vegg með þeim afleiðingum að ég hlaut mar í andliti,“ sagði Effie í yfirlýsingu. „Hann beitti mig öðru ofbeldi sem ég samþykkti ekki. Til dæmis sló hann mig í fæturna með písk svo mér var illt í hverju skrefi vikuna eftir. Í þessa fjóra tíma reyndi ég að komast í burtu en hann leyfði mér það ekki. Ég hélt hann myndi drepa mig. Hann fór svo án þess að hafa nokkrar áhyggjur af velferð minni.“ Reyndi að afskrifa ofbeldið sem „sjúka tegund af ást“ Effie segist hafa búið í ótta frá því að árásin átti sér stað. Hún hafi reynt að líta svo á að samband þeirra hafi verið „sjúk tegund af ást“ en nú hafi hann ekki lengur tak á henni. „Ég er farin að sjá að það sturlaða andlega tak sem hann hafði á mér var ótrúlega skaðlegt á margan hátt.“ Ásakanir í garð leikarans fóru að líta dagsins ljós snemma á þessu ári, en háskólaneminn og áhrifavaldurinn Paige Lorenze greindi frá því fyrr á árinu að Hammer hefði „merkt sig“ og dreift nektarmyndum af henni í óleyfi. Þá á leikarinn að hafa lýst því yfir við konur að hann vildi drekka blóð þeirra og að hann væri mannæta. Leikarinn hefur hafnað ásökununum og segja talsmenn hans að allt sem fór milli hans og Effie hafi verið með vitund og vilja hennar. Effie hafi sent skilaboð til leikarans síðasta sumar og lýst því yfir að hún hafi viljað endurvekja samband þeirra en Hammer hafi neitað því. „Það var aldrei ætlun hr. Hammer að greina frá blæti eða skrítnum kynferðislegum löngunum [Effie], en hún hefur nú tekið málið á það stig að ráða lögmann til að halda blaðamannafund. Með sannleikann á sinni hlið fagnar hr. Hammer tækifærinu til þess að láta það sanna koma í ljós,“ sagði í yfirlýsingu talsmannanna. Lögreglan í Los Angeles staðfesti við Page Six að lögreglurannsókn væri hafin á ásökunum í garð Hammer eftir að tilkynnt var um kynferðisofbeldi af hans hálfu í byrjun febrúar. Á blaðamannafundinum sagði Allred lögregluna hafa einnig fengið gögn frá Effie, og það væri undir þeim komið að ákveða hvort það væri nægilegur grundvöllur fyrir ákæru. Hollywood Bandaríkin MeToo Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Effie kýs að halda raunverulegu nafni sínu leyndu en hún var meðal þeirra fyrstu sem greindi frá ofbeldi af hálfu leikarans, en hún heldur úti Instagram-aðganginum House of Effie. Í dag boðaði hún til blaðamannafundar ásamt lögmanni sínum Gloriu Allred, sem er hvað þekktust fyrir kvenréttindabaráttu sína og hefur tekið að sér fjölmarga skjólstæðinga sem hafa orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. Á blaðamannafundinum greindi hún frá því að hún hafi átt í ástarsambandi við Hammer. Á þeim tíma hafi hann beitt hana andlegu ofbeldi og margoft farið yfir mörk hennar í samskiptum, þá sérstaklega í kynlífi. Árið 2017 hafi hann nauðgað á ofbeldisfullan hátt í fjóra tíma. „Þann 24. apríl árið 2017 nauðgaði Armie Hammer mér í rúmlega fjóra tíma í Los Angeles, sló höfði mínu ítrekað í vegg með þeim afleiðingum að ég hlaut mar í andliti,“ sagði Effie í yfirlýsingu. „Hann beitti mig öðru ofbeldi sem ég samþykkti ekki. Til dæmis sló hann mig í fæturna með písk svo mér var illt í hverju skrefi vikuna eftir. Í þessa fjóra tíma reyndi ég að komast í burtu en hann leyfði mér það ekki. Ég hélt hann myndi drepa mig. Hann fór svo án þess að hafa nokkrar áhyggjur af velferð minni.“ Reyndi að afskrifa ofbeldið sem „sjúka tegund af ást“ Effie segist hafa búið í ótta frá því að árásin átti sér stað. Hún hafi reynt að líta svo á að samband þeirra hafi verið „sjúk tegund af ást“ en nú hafi hann ekki lengur tak á henni. „Ég er farin að sjá að það sturlaða andlega tak sem hann hafði á mér var ótrúlega skaðlegt á margan hátt.“ Ásakanir í garð leikarans fóru að líta dagsins ljós snemma á þessu ári, en háskólaneminn og áhrifavaldurinn Paige Lorenze greindi frá því fyrr á árinu að Hammer hefði „merkt sig“ og dreift nektarmyndum af henni í óleyfi. Þá á leikarinn að hafa lýst því yfir við konur að hann vildi drekka blóð þeirra og að hann væri mannæta. Leikarinn hefur hafnað ásökununum og segja talsmenn hans að allt sem fór milli hans og Effie hafi verið með vitund og vilja hennar. Effie hafi sent skilaboð til leikarans síðasta sumar og lýst því yfir að hún hafi viljað endurvekja samband þeirra en Hammer hafi neitað því. „Það var aldrei ætlun hr. Hammer að greina frá blæti eða skrítnum kynferðislegum löngunum [Effie], en hún hefur nú tekið málið á það stig að ráða lögmann til að halda blaðamannafund. Með sannleikann á sinni hlið fagnar hr. Hammer tækifærinu til þess að láta það sanna koma í ljós,“ sagði í yfirlýsingu talsmannanna. Lögreglan í Los Angeles staðfesti við Page Six að lögreglurannsókn væri hafin á ásökunum í garð Hammer eftir að tilkynnt var um kynferðisofbeldi af hans hálfu í byrjun febrúar. Á blaðamannafundinum sagði Allred lögregluna hafa einnig fengið gögn frá Effie, og það væri undir þeim komið að ákveða hvort það væri nægilegur grundvöllur fyrir ákæru.
Hollywood Bandaríkin MeToo Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent