Covid-kreppa Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. mars 2021 16:01 Það má segja að Trump sé fórnarlamb eigin aðgerðaleysis hvað varðar Covid-19. Á meðan margir milljarðamæringar hafa hagnast gríðarlega síðustu misseri hefur öðrum ekki farnast jafn vel í heimsfaraldrinum sem nú gengur yfir. Meðal þeirra er Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, en eignir hans eru taldar hafa dregist saman um 700 milljónir dala á meðan hann sat í Hvíta húsinu. Þær eru nú sagðar nema um 2,3 milljörðum dala. Tapið má að stórum hluta rekja til Covid-19 en aðgerðir vegna faraldursins hafa leitt til umtalsverðs tekjutaps Trump-veldisins, sem samanstendur meðal annars af skrifstofubyggingum, hótelum og afþreyingarrekstri. Bloomberg tók sig til á dögunum og reiknaði út auð Trumps áður en hann varð forseti og eftir að hann yfirgaf Hvíta húsið. Samkvæmt þeim telja fasteignir í útleigu um þrjá fjórðuhluta umsvifa Trump-veldisins en virði skrifstofubygginga hefur lækkað verulega í faraldrinum, í kjölfar þess að margir neyddust til eða völdu að vinna heiman frá. Miðillinn áætlar að virði þessara eigna Trump hafi dregist saman um allt að 26 prósent. Trump á einnig og rekur hótel, auk þess að leigja hótelum nafn sitt. Þá á hann nítján golfvelli en ferðatakmarkanir hafa eins og kunnugt er sett strik í reikninginn í ferðamannaiðnaðinum. Þá var skammt högga á milli í kjölfar óeirðanna við og í bandaríska þinghúsinu í Washington D.C. í janúar síðastliðnum en þá ákvað PGA að rifta samningi um að halda meistarmót sitt á golfvelli Trump í New Jersey, auk þess sem Deutsche Bank ákvað að slíta tengslum við Trump. Trump er til rannsóknar víðsvegar um Bandaríkin, bæði í tengslum við viðskiptaveldi sitt og athafnir sínar í embætti. BBC getur þess þó að hann gæti hagnast myndarlega á því að gefa út æviminningar sínar og þá sé gróðavon í stofnun fjöl- og/eða samfélagsmiðla. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Meðal þeirra er Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, en eignir hans eru taldar hafa dregist saman um 700 milljónir dala á meðan hann sat í Hvíta húsinu. Þær eru nú sagðar nema um 2,3 milljörðum dala. Tapið má að stórum hluta rekja til Covid-19 en aðgerðir vegna faraldursins hafa leitt til umtalsverðs tekjutaps Trump-veldisins, sem samanstendur meðal annars af skrifstofubyggingum, hótelum og afþreyingarrekstri. Bloomberg tók sig til á dögunum og reiknaði út auð Trumps áður en hann varð forseti og eftir að hann yfirgaf Hvíta húsið. Samkvæmt þeim telja fasteignir í útleigu um þrjá fjórðuhluta umsvifa Trump-veldisins en virði skrifstofubygginga hefur lækkað verulega í faraldrinum, í kjölfar þess að margir neyddust til eða völdu að vinna heiman frá. Miðillinn áætlar að virði þessara eigna Trump hafi dregist saman um allt að 26 prósent. Trump á einnig og rekur hótel, auk þess að leigja hótelum nafn sitt. Þá á hann nítján golfvelli en ferðatakmarkanir hafa eins og kunnugt er sett strik í reikninginn í ferðamannaiðnaðinum. Þá var skammt högga á milli í kjölfar óeirðanna við og í bandaríska þinghúsinu í Washington D.C. í janúar síðastliðnum en þá ákvað PGA að rifta samningi um að halda meistarmót sitt á golfvelli Trump í New Jersey, auk þess sem Deutsche Bank ákvað að slíta tengslum við Trump. Trump er til rannsóknar víðsvegar um Bandaríkin, bæði í tengslum við viðskiptaveldi sitt og athafnir sínar í embætti. BBC getur þess þó að hann gæti hagnast myndarlega á því að gefa út æviminningar sínar og þá sé gróðavon í stofnun fjöl- og/eða samfélagsmiðla.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira