Segir fáránlegt að Viðar hafi ekki verið valinn Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2021 13:31 Viðar Örn Kjartansson skoraði gegn Dönum á Parken síðasta haust, í Þjóðadeildinni. Getty/Gaston Szermann Síðasta hálfa árið eða svo hafa framherjarnir fjórir í nýjasta, íslenska landsliðshópnum í fótbolta skorað samtals eitt mark fyrir sín félagslið, en Viðar Örn Kjartansson skorað fjögur. Viðar var ekki valinn í fyrsta landsliðshóp Arnars Þórs Viðarssonar, sem tilkynntur var í gær. Í hópnum eru hins vegar þeir Kolbeinn Sigþórsson, Jón Daði Böðvarsson, Hólmbert Aron Friðjónsson og Björn Bergmann Sigurðarson. Ísland á fyrir höndum leiki við Þýskaland, Armeníu og Liechtenstein dagana 25., 28. og 31. mars. „Maðurinn er stórstjarna í Noregi“ Björn skoraði eitt mark á síðasta ári, með Lilleström í norsku 1. deildinni í september, en er nú kominn til Molde og búinn að byrja þrjá leiki í Evrópudeildinni á síðustu vikum. Hólmbert hefur lítið spilað og ekkert skorað fyrir Brescia í ítölsku B-deildinni. Jón Daði hefur skorað eitt mark í 32 leikjum í ensku B-deildinni í vetur, og Kolbeinn Sigþórsson, sem nú er orðinn leikmaður Gautaborgar, skoraði síðast mark haustið 2019. „Mér finnst mjög sérstakt að Viðar Örn Kjartansson sé ekki í þessum landsliðshópi. Maðurinn er stórstjarna í Noregi. Hann raðar inn (mörkum),“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan eða í Bylgjuappinu. Umræðan um landsliðið er í upphafi þáttar. Viðar skoraði níu mörk í 14 leikjum fyrir Vålerenga í fyrrahaust en hefur ekkert spilað að undanförnu enda keppnisbann í Noregi og ekki áætlað að tímabilið þar hefjist fyrr en í maí. Viðar skoraði í síðasta landsleik sem hann spilaði, í 2-1 tapinu gegn Danmörku í Þjóðadeildinni í nóvember. Greinilega að leita að vel skilgreindum framherja „Hvað gerðist í síðasta landsleikjahléi? Jú, skoraði hann ekki? Þetta er bara maður sem á að skora mörk. Björn Bergmann skorar engin mörk. Hann er allt öðruvísi leikmaður. Hann er mjög vinnusamur og góður í því sem hann gerir, en við þurfum að hafa menn uppi á topp. Mér finnst þetta eiginlega fáránlegt,“ sagði Ríkharð. Aðspurður hvern hann hefði tekið út úr landsliðshópnum til að koma Viðari inn svaraði hann: „Ég hefði alltaf bara tekið Björn Bergmann út úr liðinu og sett Viðar inn.“ Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson voru með Rikka í þættinum. Kjartan velti upp þeirri spurningu hvort ekki hefði verið sniðugt að taka Viðar inn í hópinn þar sem hann væri ólíkur hinum framherjunum: „Það er greinilegt að þeir (landsliðsþjálfararnir) eru að leita að vel skilgreindri framherjatýpu. Þetta eru allt sterkir strákar sem að eiga að geta haldið bolta. Þá spyr maður sig hvort það sé betra að hafa fjóra mjög líka leikmenn eða eitt „wild card“ eins og Viðar.“ HM 2022 í Katar Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira
Viðar var ekki valinn í fyrsta landsliðshóp Arnars Þórs Viðarssonar, sem tilkynntur var í gær. Í hópnum eru hins vegar þeir Kolbeinn Sigþórsson, Jón Daði Böðvarsson, Hólmbert Aron Friðjónsson og Björn Bergmann Sigurðarson. Ísland á fyrir höndum leiki við Þýskaland, Armeníu og Liechtenstein dagana 25., 28. og 31. mars. „Maðurinn er stórstjarna í Noregi“ Björn skoraði eitt mark á síðasta ári, með Lilleström í norsku 1. deildinni í september, en er nú kominn til Molde og búinn að byrja þrjá leiki í Evrópudeildinni á síðustu vikum. Hólmbert hefur lítið spilað og ekkert skorað fyrir Brescia í ítölsku B-deildinni. Jón Daði hefur skorað eitt mark í 32 leikjum í ensku B-deildinni í vetur, og Kolbeinn Sigþórsson, sem nú er orðinn leikmaður Gautaborgar, skoraði síðast mark haustið 2019. „Mér finnst mjög sérstakt að Viðar Örn Kjartansson sé ekki í þessum landsliðshópi. Maðurinn er stórstjarna í Noregi. Hann raðar inn (mörkum),“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan eða í Bylgjuappinu. Umræðan um landsliðið er í upphafi þáttar. Viðar skoraði níu mörk í 14 leikjum fyrir Vålerenga í fyrrahaust en hefur ekkert spilað að undanförnu enda keppnisbann í Noregi og ekki áætlað að tímabilið þar hefjist fyrr en í maí. Viðar skoraði í síðasta landsleik sem hann spilaði, í 2-1 tapinu gegn Danmörku í Þjóðadeildinni í nóvember. Greinilega að leita að vel skilgreindum framherja „Hvað gerðist í síðasta landsleikjahléi? Jú, skoraði hann ekki? Þetta er bara maður sem á að skora mörk. Björn Bergmann skorar engin mörk. Hann er allt öðruvísi leikmaður. Hann er mjög vinnusamur og góður í því sem hann gerir, en við þurfum að hafa menn uppi á topp. Mér finnst þetta eiginlega fáránlegt,“ sagði Ríkharð. Aðspurður hvern hann hefði tekið út úr landsliðshópnum til að koma Viðari inn svaraði hann: „Ég hefði alltaf bara tekið Björn Bergmann út úr liðinu og sett Viðar inn.“ Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson voru með Rikka í þættinum. Kjartan velti upp þeirri spurningu hvort ekki hefði verið sniðugt að taka Viðar inn í hópinn þar sem hann væri ólíkur hinum framherjunum: „Það er greinilegt að þeir (landsliðsþjálfararnir) eru að leita að vel skilgreindri framherjatýpu. Þetta eru allt sterkir strákar sem að eiga að geta haldið bolta. Þá spyr maður sig hvort það sé betra að hafa fjóra mjög líka leikmenn eða eitt „wild card“ eins og Viðar.“
HM 2022 í Katar Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Sjá meira