Ráðast í annað útboð þannig að Gosa og Drottningu verði skipt út Atli Ísleifsson skrifar 18. mars 2021 07:37 Svona er áætlað að Bláfjallasvæðið líti út árið 2024 eftir fyrirhugaða uppbyggingu. Grafík/Stöð 2 Til stendur að hefja innkaupaferli á tveimur nýjum síðalyftum fyrir Bláfjöllum. Síðar verður svo hafinn undirbúningur að kaupum á fleiri lyftum fyrir Bláfjöll og Skálafell, auk þess að snjóframleiðslu verði komið upp. Frá þessu segir í Morgunblaðinu í morgun, en kostnaður er metinn á 5,2 milljarða og er gert ráð fyrir að framkvæmdum ljúki 2026. Auk þess er til umræðu að bæta aðstöðu fyrir gönguskíðafólk á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er haft eftir Páli Björgvini Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SHH), en öll sveitarfélögin, að Kjósarhreppi undanskildum, munu standa að uppbyggingunni. Blaðið segir að til standi að hefja útboð á EES-svæðinu fyrir fyrsta áfanga, það eru nýjar stólalyftur í Bláfjöllum sem ætlað er að koma í stað lyftunnar Drottningar við Öxlina og Gosa í Suðurgili og er stefnt að því að þær framkvæmdir standi yfir þar fram til ársins 2024. Árið 2018 voru kynntar áætlanir um uppbyggingu á skíðasvæðinu, en undirbúningur og öflun nauðsynlegra leyfa tafði framganginn. Var þá miðað við að framkvæmdir stæðu yfir frá 2019 til 2024. Síðastliðið sumar var svo ráðist í útboð þar sem þrjú tilboð bárust sem reyndust vel yfir kostnaðaráætlun. Öllum tilboðum var hafnað í nóvember síðastliðinn. Lítil sem engin uppbygging hefur verið á skíðasvæðunum frá árinu 2004 þegar stólalyftan Kóngurinn var tekin í notkun í Bláfjöllum ef frá er talið töfrateppið sem sett var upp í Bláfjöllum 2012. Skíðasvæði Reykjavík Mosfellsbær Seltjarnarnes Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Sjá meira
Frá þessu segir í Morgunblaðinu í morgun, en kostnaður er metinn á 5,2 milljarða og er gert ráð fyrir að framkvæmdum ljúki 2026. Auk þess er til umræðu að bæta aðstöðu fyrir gönguskíðafólk á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er haft eftir Páli Björgvini Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SHH), en öll sveitarfélögin, að Kjósarhreppi undanskildum, munu standa að uppbyggingunni. Blaðið segir að til standi að hefja útboð á EES-svæðinu fyrir fyrsta áfanga, það eru nýjar stólalyftur í Bláfjöllum sem ætlað er að koma í stað lyftunnar Drottningar við Öxlina og Gosa í Suðurgili og er stefnt að því að þær framkvæmdir standi yfir þar fram til ársins 2024. Árið 2018 voru kynntar áætlanir um uppbyggingu á skíðasvæðinu, en undirbúningur og öflun nauðsynlegra leyfa tafði framganginn. Var þá miðað við að framkvæmdir stæðu yfir frá 2019 til 2024. Síðastliðið sumar var svo ráðist í útboð þar sem þrjú tilboð bárust sem reyndust vel yfir kostnaðaráætlun. Öllum tilboðum var hafnað í nóvember síðastliðinn. Lítil sem engin uppbygging hefur verið á skíðasvæðunum frá árinu 2004 þegar stólalyftan Kóngurinn var tekin í notkun í Bláfjöllum ef frá er talið töfrateppið sem sett var upp í Bláfjöllum 2012.
Skíðasvæði Reykjavík Mosfellsbær Seltjarnarnes Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Sjá meira