Wenger vill taka upp handboltaleiðina í heimsfótboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2021 17:45 Arsene Wenger og heimsmeistarabikarinn sem Frakkinn vill að verði spilað um á tveggja ára fresti. EPA-EFE/Valeriano di Domenico Einn færasti knattspyrnustjórinn á síðustu áratugum vill fjölga heimsmeistaramótum og Evrópumeistaramótum á líftíma hvers fótboltamanns. Arsene Wenger, fyrrum knattspyrnustjóri Arsenal í 22 ár og nú yfirmaður þróunardeildar FIFA, hefur róttækar hugmyndir um hvernig eigi að breyta fótboltadagatalinu og heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Wenger hefur áður rætt um breytingar á fótboltanum en þær hafa meðal snúið að útfærslu á rangstöðureglunni. Nú vill hann hins vegar stokka upp dagatalið og nota heimsmeistaramótið í Katar sem tækifæri til að breyta til. Wenger vill meðal annars færa keppnistímabilið til þannig að það fari allt fram á sama árinu. Hann talar um góða reynslu sína frá Japan þar sem tímabilið er frá mars til nóvember. Arsène Wenger has called for the world football calendar to be revamped, with domestic seasons running from March to November and the World Cup taking place every two years | @hirstclass https://t.co/2Q1iVUk39k— Times Sport (@TimesSport) March 17, 2021 „Þetta er minn draumur sem er kannski ekki draumur margra annarra. Ég hef það með mér að hafa unnið í Japan. Við spiluðum þar frá mars til nóvember og það var fullkomið. Þá myndi enginn vinna titilinn 2018-19. Nei meistaratitilinn myndi vinnast 2018, 2019 eða 2020. Ég tel líka að við þurfum að stokka upp allt dagatalið,“ sagði Arsene Wenger. „Það er gott tækifæri til að raða öllu upp á nýtt nú þegar næsta heimsmeistarakeppni fer fram í nóvember. Til að koma öllu í betra jafnvægi þá þarf einhver að gefa eftir, Evrópa eða restin af heiminum. Það myndi gera hlutina einfaldari og við skulum ekki gleyma því að sumarfríin koma frá þeim tíma þegar leikmenn voru ekki atvinnumenn,“ sagði Wenger. Handboltamenn hafa lengi kvartað mikið yfir álaginu sem fylgir því að hafa stórmót á hverju ári en þar eru HM og EM á tveggja ára fresti. HM og EM í fótbolta hafa alla tíð verið á fjögurra ára fresti en Wenger vill breyta því. Arsene Wenger has announced a potential radical shake-up of international tournaments saying that the World Cup & European Championship should be played every 2 years instead of 4 pic.twitter.com/ux5xduKmmG— Football Daily (@footballdaily) March 16, 2021 „Þegar við skoðum liðin á HM þá er meðalaldur þeirra á bilinu 27 til 28 ára. Vegna þessa, þar sem HM fer bara fram á fjögurra ára fresti, þá eru fá tækifæri fyrir leikmenn að vinna annan heimsmeistaratitil því þegar þeir koma á næsta HM þá eru þessir leikmenn orðnir 32 eða 33 ára gamlir,“ sagði Wenger. „Þess vegna ættum við kannski að hafa HM á tveggja ára fresti og EM á tveggja ára fresti líka á móti. Svo ættum við að henda öllum öðrum mótum út,“ sagði Wenger. Það er spurning hvort einhver handboltamaður ætti að hringja í hann og segja honum af sinni reynslu af því að keppa á stórmóti á hverju ári. Wenger er hins vegar áhrifamikill hjá FIFA í sinni stöðu og það verður því fróðlegt hvort honum takist að tala fyrir einhverjum af fyrrnefndum breytingum. HM 2022 í Katar Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Arsene Wenger, fyrrum knattspyrnustjóri Arsenal í 22 ár og nú yfirmaður þróunardeildar FIFA, hefur róttækar hugmyndir um hvernig eigi að breyta fótboltadagatalinu og heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Wenger hefur áður rætt um breytingar á fótboltanum en þær hafa meðal snúið að útfærslu á rangstöðureglunni. Nú vill hann hins vegar stokka upp dagatalið og nota heimsmeistaramótið í Katar sem tækifæri til að breyta til. Wenger vill meðal annars færa keppnistímabilið til þannig að það fari allt fram á sama árinu. Hann talar um góða reynslu sína frá Japan þar sem tímabilið er frá mars til nóvember. Arsène Wenger has called for the world football calendar to be revamped, with domestic seasons running from March to November and the World Cup taking place every two years | @hirstclass https://t.co/2Q1iVUk39k— Times Sport (@TimesSport) March 17, 2021 „Þetta er minn draumur sem er kannski ekki draumur margra annarra. Ég hef það með mér að hafa unnið í Japan. Við spiluðum þar frá mars til nóvember og það var fullkomið. Þá myndi enginn vinna titilinn 2018-19. Nei meistaratitilinn myndi vinnast 2018, 2019 eða 2020. Ég tel líka að við þurfum að stokka upp allt dagatalið,“ sagði Arsene Wenger. „Það er gott tækifæri til að raða öllu upp á nýtt nú þegar næsta heimsmeistarakeppni fer fram í nóvember. Til að koma öllu í betra jafnvægi þá þarf einhver að gefa eftir, Evrópa eða restin af heiminum. Það myndi gera hlutina einfaldari og við skulum ekki gleyma því að sumarfríin koma frá þeim tíma þegar leikmenn voru ekki atvinnumenn,“ sagði Wenger. Handboltamenn hafa lengi kvartað mikið yfir álaginu sem fylgir því að hafa stórmót á hverju ári en þar eru HM og EM á tveggja ára fresti. HM og EM í fótbolta hafa alla tíð verið á fjögurra ára fresti en Wenger vill breyta því. Arsene Wenger has announced a potential radical shake-up of international tournaments saying that the World Cup & European Championship should be played every 2 years instead of 4 pic.twitter.com/ux5xduKmmG— Football Daily (@footballdaily) March 16, 2021 „Þegar við skoðum liðin á HM þá er meðalaldur þeirra á bilinu 27 til 28 ára. Vegna þessa, þar sem HM fer bara fram á fjögurra ára fresti, þá eru fá tækifæri fyrir leikmenn að vinna annan heimsmeistaratitil því þegar þeir koma á næsta HM þá eru þessir leikmenn orðnir 32 eða 33 ára gamlir,“ sagði Wenger. „Þess vegna ættum við kannski að hafa HM á tveggja ára fresti og EM á tveggja ára fresti líka á móti. Svo ættum við að henda öllum öðrum mótum út,“ sagði Wenger. Það er spurning hvort einhver handboltamaður ætti að hringja í hann og segja honum af sinni reynslu af því að keppa á stórmóti á hverju ári. Wenger er hins vegar áhrifamikill hjá FIFA í sinni stöðu og það verður því fróðlegt hvort honum takist að tala fyrir einhverjum af fyrrnefndum breytingum.
HM 2022 í Katar Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira