Wenger vill taka upp handboltaleiðina í heimsfótboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2021 17:45 Arsene Wenger og heimsmeistarabikarinn sem Frakkinn vill að verði spilað um á tveggja ára fresti. EPA-EFE/Valeriano di Domenico Einn færasti knattspyrnustjórinn á síðustu áratugum vill fjölga heimsmeistaramótum og Evrópumeistaramótum á líftíma hvers fótboltamanns. Arsene Wenger, fyrrum knattspyrnustjóri Arsenal í 22 ár og nú yfirmaður þróunardeildar FIFA, hefur róttækar hugmyndir um hvernig eigi að breyta fótboltadagatalinu og heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Wenger hefur áður rætt um breytingar á fótboltanum en þær hafa meðal snúið að útfærslu á rangstöðureglunni. Nú vill hann hins vegar stokka upp dagatalið og nota heimsmeistaramótið í Katar sem tækifæri til að breyta til. Wenger vill meðal annars færa keppnistímabilið til þannig að það fari allt fram á sama árinu. Hann talar um góða reynslu sína frá Japan þar sem tímabilið er frá mars til nóvember. Arsène Wenger has called for the world football calendar to be revamped, with domestic seasons running from March to November and the World Cup taking place every two years | @hirstclass https://t.co/2Q1iVUk39k— Times Sport (@TimesSport) March 17, 2021 „Þetta er minn draumur sem er kannski ekki draumur margra annarra. Ég hef það með mér að hafa unnið í Japan. Við spiluðum þar frá mars til nóvember og það var fullkomið. Þá myndi enginn vinna titilinn 2018-19. Nei meistaratitilinn myndi vinnast 2018, 2019 eða 2020. Ég tel líka að við þurfum að stokka upp allt dagatalið,“ sagði Arsene Wenger. „Það er gott tækifæri til að raða öllu upp á nýtt nú þegar næsta heimsmeistarakeppni fer fram í nóvember. Til að koma öllu í betra jafnvægi þá þarf einhver að gefa eftir, Evrópa eða restin af heiminum. Það myndi gera hlutina einfaldari og við skulum ekki gleyma því að sumarfríin koma frá þeim tíma þegar leikmenn voru ekki atvinnumenn,“ sagði Wenger. Handboltamenn hafa lengi kvartað mikið yfir álaginu sem fylgir því að hafa stórmót á hverju ári en þar eru HM og EM á tveggja ára fresti. HM og EM í fótbolta hafa alla tíð verið á fjögurra ára fresti en Wenger vill breyta því. Arsene Wenger has announced a potential radical shake-up of international tournaments saying that the World Cup & European Championship should be played every 2 years instead of 4 pic.twitter.com/ux5xduKmmG— Football Daily (@footballdaily) March 16, 2021 „Þegar við skoðum liðin á HM þá er meðalaldur þeirra á bilinu 27 til 28 ára. Vegna þessa, þar sem HM fer bara fram á fjögurra ára fresti, þá eru fá tækifæri fyrir leikmenn að vinna annan heimsmeistaratitil því þegar þeir koma á næsta HM þá eru þessir leikmenn orðnir 32 eða 33 ára gamlir,“ sagði Wenger. „Þess vegna ættum við kannski að hafa HM á tveggja ára fresti og EM á tveggja ára fresti líka á móti. Svo ættum við að henda öllum öðrum mótum út,“ sagði Wenger. Það er spurning hvort einhver handboltamaður ætti að hringja í hann og segja honum af sinni reynslu af því að keppa á stórmóti á hverju ári. Wenger er hins vegar áhrifamikill hjá FIFA í sinni stöðu og það verður því fróðlegt hvort honum takist að tala fyrir einhverjum af fyrrnefndum breytingum. HM 2022 í Katar Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Sjá meira
Arsene Wenger, fyrrum knattspyrnustjóri Arsenal í 22 ár og nú yfirmaður þróunardeildar FIFA, hefur róttækar hugmyndir um hvernig eigi að breyta fótboltadagatalinu og heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Wenger hefur áður rætt um breytingar á fótboltanum en þær hafa meðal snúið að útfærslu á rangstöðureglunni. Nú vill hann hins vegar stokka upp dagatalið og nota heimsmeistaramótið í Katar sem tækifæri til að breyta til. Wenger vill meðal annars færa keppnistímabilið til þannig að það fari allt fram á sama árinu. Hann talar um góða reynslu sína frá Japan þar sem tímabilið er frá mars til nóvember. Arsène Wenger has called for the world football calendar to be revamped, with domestic seasons running from March to November and the World Cup taking place every two years | @hirstclass https://t.co/2Q1iVUk39k— Times Sport (@TimesSport) March 17, 2021 „Þetta er minn draumur sem er kannski ekki draumur margra annarra. Ég hef það með mér að hafa unnið í Japan. Við spiluðum þar frá mars til nóvember og það var fullkomið. Þá myndi enginn vinna titilinn 2018-19. Nei meistaratitilinn myndi vinnast 2018, 2019 eða 2020. Ég tel líka að við þurfum að stokka upp allt dagatalið,“ sagði Arsene Wenger. „Það er gott tækifæri til að raða öllu upp á nýtt nú þegar næsta heimsmeistarakeppni fer fram í nóvember. Til að koma öllu í betra jafnvægi þá þarf einhver að gefa eftir, Evrópa eða restin af heiminum. Það myndi gera hlutina einfaldari og við skulum ekki gleyma því að sumarfríin koma frá þeim tíma þegar leikmenn voru ekki atvinnumenn,“ sagði Wenger. Handboltamenn hafa lengi kvartað mikið yfir álaginu sem fylgir því að hafa stórmót á hverju ári en þar eru HM og EM á tveggja ára fresti. HM og EM í fótbolta hafa alla tíð verið á fjögurra ára fresti en Wenger vill breyta því. Arsene Wenger has announced a potential radical shake-up of international tournaments saying that the World Cup & European Championship should be played every 2 years instead of 4 pic.twitter.com/ux5xduKmmG— Football Daily (@footballdaily) March 16, 2021 „Þegar við skoðum liðin á HM þá er meðalaldur þeirra á bilinu 27 til 28 ára. Vegna þessa, þar sem HM fer bara fram á fjögurra ára fresti, þá eru fá tækifæri fyrir leikmenn að vinna annan heimsmeistaratitil því þegar þeir koma á næsta HM þá eru þessir leikmenn orðnir 32 eða 33 ára gamlir,“ sagði Wenger. „Þess vegna ættum við kannski að hafa HM á tveggja ára fresti og EM á tveggja ára fresti líka á móti. Svo ættum við að henda öllum öðrum mótum út,“ sagði Wenger. Það er spurning hvort einhver handboltamaður ætti að hringja í hann og segja honum af sinni reynslu af því að keppa á stórmóti á hverju ári. Wenger er hins vegar áhrifamikill hjá FIFA í sinni stöðu og það verður því fróðlegt hvort honum takist að tala fyrir einhverjum af fyrrnefndum breytingum.
HM 2022 í Katar Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu