Sjáðu stórkostleg mörk Börsunga gegn Huesca Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. mars 2021 16:32 Lionel Messi tekur í gikkinn og skorar fyrsta mark Barcelona gegn Huesca. getty/Gerard Franco Lionel Messi skoraði tvö frábær mörk með langskotum þegar Barcelona sigraði Huesca, 4-1, í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Fyrra mark hans var sérstaklega glæsilegt. Messi hefur verið í miklum ham undanfarnar vikur. Frá því árið 2021 gekk í garð hefur hann skorað sautján mörk og gefið sjö stoðsendingar í átján leikjum í öllum keppnum. Messi hefur komið með beinum hætti að marki á 64 mínútna fresti. Messi skoraði stórkostlegt mark með langskoti gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku og endurtók leikinn gegn Huesca á Nývangi í gær. Á 13. mínútu fékk hann boltann frá Sergio Busquets, lék skemmtilega á varnarmann gestanna og þrumaði boltanum svo í slána og inn. Antoine Griezmann vildi ekki vera minni maður en Messi og á 35. mínútu skoraði hann með þrumuskoti fyrir utan teig sem söng í netinu. Rafa Mir minnkaði muninn fyrir Huesca úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Á 53. mínútu kom Óscar Mingueza Barcelona í 3-1 með skalla eftir hornspyrnu frá Messi. Argentínumaðurinn átti svo síðasta orðið á lokamínútunni þegar hann skoraði með góðu skoti af löngu færi í fjærhornið. Lokatölur 4-1, Barcelona í vil. Klippa: Barcelona 4-1 Huesca Messi lék í gær sinn 767. leik fyrir Barcelona og jafnaði þar með leikjamet Xavis. Argentínski snillingurinn slær væntanlega leikjametið þegar Barcelona sækir Real Sociedad heim á sunnudaginn. Messi er langmarkahæsti leikmaður í sögu Barcelona með 661 mark. Með sigrinum í gær minnkuðu Börsungar forskot Atlético Madrid á toppi deildarinnar niður í fjögur stig. Bæði lið eiga ellefu leiki eftir og þau mætast á Nývangi 9. maí. Atlético Madrid vann fyrri leikinn gegn Barcelona, 1-0, en ef lið verða jöfn að stigum ræður árangur í innbyrðis viðureignum hvort liðið verður ofar. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Sjá meira
Messi hefur verið í miklum ham undanfarnar vikur. Frá því árið 2021 gekk í garð hefur hann skorað sautján mörk og gefið sjö stoðsendingar í átján leikjum í öllum keppnum. Messi hefur komið með beinum hætti að marki á 64 mínútna fresti. Messi skoraði stórkostlegt mark með langskoti gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku og endurtók leikinn gegn Huesca á Nývangi í gær. Á 13. mínútu fékk hann boltann frá Sergio Busquets, lék skemmtilega á varnarmann gestanna og þrumaði boltanum svo í slána og inn. Antoine Griezmann vildi ekki vera minni maður en Messi og á 35. mínútu skoraði hann með þrumuskoti fyrir utan teig sem söng í netinu. Rafa Mir minnkaði muninn fyrir Huesca úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Á 53. mínútu kom Óscar Mingueza Barcelona í 3-1 með skalla eftir hornspyrnu frá Messi. Argentínumaðurinn átti svo síðasta orðið á lokamínútunni þegar hann skoraði með góðu skoti af löngu færi í fjærhornið. Lokatölur 4-1, Barcelona í vil. Klippa: Barcelona 4-1 Huesca Messi lék í gær sinn 767. leik fyrir Barcelona og jafnaði þar með leikjamet Xavis. Argentínski snillingurinn slær væntanlega leikjametið þegar Barcelona sækir Real Sociedad heim á sunnudaginn. Messi er langmarkahæsti leikmaður í sögu Barcelona með 661 mark. Með sigrinum í gær minnkuðu Börsungar forskot Atlético Madrid á toppi deildarinnar niður í fjögur stig. Bæði lið eiga ellefu leiki eftir og þau mætast á Nývangi 9. maí. Atlético Madrid vann fyrri leikinn gegn Barcelona, 1-0, en ef lið verða jöfn að stigum ræður árangur í innbyrðis viðureignum hvort liðið verður ofar. Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Sjá meira