Löw óttast um stjörnuleikmenn en áfallið yrði meira fyrir Ísland Sindri Sverrisson skrifar 16. mars 2021 08:02 Joachim Löw og Arnar Þór Viðarsson mætast í Duisburg 25. mars með landslið sín. Annar er brátt að ljúka þjálfaratíð sinni en hinn að byrja sína. Getty/Thomas Böcker Besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í janúar og febrúar, Ilkay Gündogan, gæti misst af leik Þýskalands við Ísland eftir níu daga líkt og fleiri leikmenn sem spila í Englandi. Ísland byrjar undankeppni HM í Katar á því að spila við Þýskaland, Armeníu og loks Liechtenstein, dagana 25.-31. mars. Þýski miðillinn Kicker greinir frá því að Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, óttist að verða án fimm leikmanna vegna sóttvarnareglna í Þýskalandi. Samkvæmt núgildandi reglum í Þýskalandi má fólk ekki koma frá Bretlandi til Þýskalands án þess að fara í sóttkví, vegna breska afbrigðis kórónuveirunnar. Að óbreyttu munu því Gündogan, Timo Wener, Kai Havertz, Bernd Leno og Antonio Rüdiger missa af heimaleikjum Þýskalands við Ísland og Norður-Makedóníu. Löw segir við Kicker að það sé svo ekki sérlega góð hugmynd að leikmennirnir fimm mæti aðeins í útileikinn við Rúmeníu. Ísland yrði án lykilleikmanna Núgildandi sóttvarnareglur í Þýskalandi hafa sömuleiðis í för með sér að Ísland verði án fjögurra leikmanna gegn Þýskalandi. Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Daði Böðvarsson spila allir á Englandi. Ljóst er að Þýskaland hefur úr talsvert fleiri leikmönnum úr landsliðsklassa að velja en Ísland. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sagði við Vísi í síðustu viku að það væri einfaldlega óvíst hvort þeir yrðu með gegn Þýskalandi. Samkvæmt frétt Kicker skoðaði þýska knattspyrnusambandið þann möguleika að færa heimaleiki sína í annað land, líkt og gert hefur verið í Evrópukeppnum félagsliða, en ákvað að fara ekki þá leið. Leikirnir við Ísland og Norður-Makedóníu verði því í Duisburg. Arnar Þór tilkynnir landsliðshóp sinn á morgun en Löw bíður fram á föstudag með að tilkynna sinn hóp. HM 2022 í Katar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Bein útsending: Fundur Arnars fyrir ögurstundu í Varsjá Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Sjá meira
Ísland byrjar undankeppni HM í Katar á því að spila við Þýskaland, Armeníu og loks Liechtenstein, dagana 25.-31. mars. Þýski miðillinn Kicker greinir frá því að Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, óttist að verða án fimm leikmanna vegna sóttvarnareglna í Þýskalandi. Samkvæmt núgildandi reglum í Þýskalandi má fólk ekki koma frá Bretlandi til Þýskalands án þess að fara í sóttkví, vegna breska afbrigðis kórónuveirunnar. Að óbreyttu munu því Gündogan, Timo Wener, Kai Havertz, Bernd Leno og Antonio Rüdiger missa af heimaleikjum Þýskalands við Ísland og Norður-Makedóníu. Löw segir við Kicker að það sé svo ekki sérlega góð hugmynd að leikmennirnir fimm mæti aðeins í útileikinn við Rúmeníu. Ísland yrði án lykilleikmanna Núgildandi sóttvarnareglur í Þýskalandi hafa sömuleiðis í för með sér að Ísland verði án fjögurra leikmanna gegn Þýskalandi. Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Daði Böðvarsson spila allir á Englandi. Ljóst er að Þýskaland hefur úr talsvert fleiri leikmönnum úr landsliðsklassa að velja en Ísland. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sagði við Vísi í síðustu viku að það væri einfaldlega óvíst hvort þeir yrðu með gegn Þýskalandi. Samkvæmt frétt Kicker skoðaði þýska knattspyrnusambandið þann möguleika að færa heimaleiki sína í annað land, líkt og gert hefur verið í Evrópukeppnum félagsliða, en ákvað að fara ekki þá leið. Leikirnir við Ísland og Norður-Makedóníu verði því í Duisburg. Arnar Þór tilkynnir landsliðshóp sinn á morgun en Löw bíður fram á föstudag með að tilkynna sinn hóp.
HM 2022 í Katar Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Bein útsending: Fundur Arnars fyrir ögurstundu í Varsjá Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Sjá meira