Löw óttast um stjörnuleikmenn en áfallið yrði meira fyrir Ísland Sindri Sverrisson skrifar 16. mars 2021 08:02 Joachim Löw og Arnar Þór Viðarsson mætast í Duisburg 25. mars með landslið sín. Annar er brátt að ljúka þjálfaratíð sinni en hinn að byrja sína. Getty/Thomas Böcker Besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í janúar og febrúar, Ilkay Gündogan, gæti misst af leik Þýskalands við Ísland eftir níu daga líkt og fleiri leikmenn sem spila í Englandi. Ísland byrjar undankeppni HM í Katar á því að spila við Þýskaland, Armeníu og loks Liechtenstein, dagana 25.-31. mars. Þýski miðillinn Kicker greinir frá því að Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, óttist að verða án fimm leikmanna vegna sóttvarnareglna í Þýskalandi. Samkvæmt núgildandi reglum í Þýskalandi má fólk ekki koma frá Bretlandi til Þýskalands án þess að fara í sóttkví, vegna breska afbrigðis kórónuveirunnar. Að óbreyttu munu því Gündogan, Timo Wener, Kai Havertz, Bernd Leno og Antonio Rüdiger missa af heimaleikjum Þýskalands við Ísland og Norður-Makedóníu. Löw segir við Kicker að það sé svo ekki sérlega góð hugmynd að leikmennirnir fimm mæti aðeins í útileikinn við Rúmeníu. Ísland yrði án lykilleikmanna Núgildandi sóttvarnareglur í Þýskalandi hafa sömuleiðis í för með sér að Ísland verði án fjögurra leikmanna gegn Þýskalandi. Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Daði Böðvarsson spila allir á Englandi. Ljóst er að Þýskaland hefur úr talsvert fleiri leikmönnum úr landsliðsklassa að velja en Ísland. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sagði við Vísi í síðustu viku að það væri einfaldlega óvíst hvort þeir yrðu með gegn Þýskalandi. Samkvæmt frétt Kicker skoðaði þýska knattspyrnusambandið þann möguleika að færa heimaleiki sína í annað land, líkt og gert hefur verið í Evrópukeppnum félagsliða, en ákvað að fara ekki þá leið. Leikirnir við Ísland og Norður-Makedóníu verði því í Duisburg. Arnar Þór tilkynnir landsliðshóp sinn á morgun en Löw bíður fram á föstudag með að tilkynna sinn hóp. HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Ísland byrjar undankeppni HM í Katar á því að spila við Þýskaland, Armeníu og loks Liechtenstein, dagana 25.-31. mars. Þýski miðillinn Kicker greinir frá því að Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, óttist að verða án fimm leikmanna vegna sóttvarnareglna í Þýskalandi. Samkvæmt núgildandi reglum í Þýskalandi má fólk ekki koma frá Bretlandi til Þýskalands án þess að fara í sóttkví, vegna breska afbrigðis kórónuveirunnar. Að óbreyttu munu því Gündogan, Timo Wener, Kai Havertz, Bernd Leno og Antonio Rüdiger missa af heimaleikjum Þýskalands við Ísland og Norður-Makedóníu. Löw segir við Kicker að það sé svo ekki sérlega góð hugmynd að leikmennirnir fimm mæti aðeins í útileikinn við Rúmeníu. Ísland yrði án lykilleikmanna Núgildandi sóttvarnareglur í Þýskalandi hafa sömuleiðis í för með sér að Ísland verði án fjögurra leikmanna gegn Þýskalandi. Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Daði Böðvarsson spila allir á Englandi. Ljóst er að Þýskaland hefur úr talsvert fleiri leikmönnum úr landsliðsklassa að velja en Ísland. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari sagði við Vísi í síðustu viku að það væri einfaldlega óvíst hvort þeir yrðu með gegn Þýskalandi. Samkvæmt frétt Kicker skoðaði þýska knattspyrnusambandið þann möguleika að færa heimaleiki sína í annað land, líkt og gert hefur verið í Evrópukeppnum félagsliða, en ákvað að fara ekki þá leið. Leikirnir við Ísland og Norður-Makedóníu verði því í Duisburg. Arnar Þór tilkynnir landsliðshóp sinn á morgun en Löw bíður fram á föstudag með að tilkynna sinn hóp.
HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira