Innlent

Rafmagnslaust var í hluta Hafnarfjarðar

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá Hafnarfirði. Myndin er úr safni.
Frá Hafnarfirði. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Ekkert rafmagn hefur verið í Arnarhrauni og Smyrlahrauni í Hafnarfirði frá því klukkan hálf sjö í morgun. Sviðsstjóri rafmagnssviðs HS Veitna segist vonast til að komist verði fyrir bilunina fyrir hádegið.

Sama bilun í háspennukerfi olli rafmagnsleysi á sama svæði í gærkvöldi, að sögn Egils Sigmundssonar, sviðsstjóra rafmagnssvið HS Veitna. Hann segir starfsmenn Veitna hafa talið sig hafa náð að greina bilunina en að erfitt hafi reynst að finna hana.

Nú er unnið að mælingum á milli dreifistöðva til þess að freista þess að finna bilunina í eitt skipti fyrir öll. Í samtali við Vísis rétt eftir klukkan níu í morgun sagðist Egill vonast til þess að bilunin fyndist á næsta klukkutímanum. Um leið og hún finnist komist rafmagn aftur á.

Í færslu á Facebook-síðu sinni um klukkan 9:45 sögðu HS Veitur að rafmagn væri nú komið á aftur að stórum hluta. Enn væri þó rafmagnslaust í hraunum út frá dreifistöð í Smyrlahrauni. Vonast væri til þess að rafmagn verði komið á alls staðar innan skamms.

Uppfært kl. 11:00 Rafmagn komst aftur á í Hafnarfirði rétt eftir klukkan tíu í morgun.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×