Fótbolti

Albert skoraði sjálfs­mark í sigri | Val­geir lagði upp sigur­markið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Albert skoraði sjálfsmark í dag en það kom ekki að sök.
Albert skoraði sjálfsmark í dag en það kom ekki að sök. EPA-EFE/OLAF KRAAK

Albert Guðmundsson skoraði sjálfsmark í 4-1 sigri AZ Alkmaar á Twente í hollensku úrvalsdeildinni. Häcken hafði betur, 3-2, gegn Norrköping í 8-liða úrslitum sænska bikarsins. Lagði Valgeir Lunddal Friðiksson upp sigurmark leiksins.

Hann var þó ekki eini Íslendingurinn sem tók þátt í leiknum en Ísak Bergmann Jóhannesson lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Norrköping. Þá var Finnur Tómas Pálmason á varamannabekk liðsins á meðan Óskar Sverrisson kom inn af bekknum hjá Häcken.

Eftir að Ísak Bergmann hafði lagt upp fyrsta mark leiksins þá jöfnuðu gestirnir metin skömmu síðar. Norrköping komst yfir á nýjan leik en áður en fyrri hálfleikur var liðinn höfðu gestirnir jafnað metin á nýjan leik.

Aðeins eitt mark var skorað í síðari hálfleik en voru það gestirnir sem skoruðu þegar tæp klukkustund var liðin. Valgeir lagði upp markið og hjálpaði Hacken því að landa 3-2 sigri og liðið komið í undanúrslit sænska bikarsins.

Albert byrjaði leik AZ gegn Twente í hollensku úrvalsdeildinni. Albert var ekki einn um það að skora sjálfsmark í dag en af fyrstu þremur mörkum AZ voru tvö sjálfsmörk. Staðan var orðin 3-0 er Albert varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.

Íslenski landsliðsmaðurinn var svo tekinn af velli á 67. mínútu leiksins en tíu mínútum síðar skoraði Teun Koopmeiners fjórða mark heimamanna og staðan orðin 4-1. Reyndust það lokatölur leiksins og AZ því núna með 52 stig í þriðja sæti hollensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×