Innlent

Segir lækna beita sjúk­lingum fyrir sig hætti þeir að hafa milli­göngu um greiðslur

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa
Svandís Svavarsdóttir segist hissa á að sérfræðilæknar skuli beita sjúklingum fyrir sig.
Svandís Svavarsdóttir segist hissa á að sérfræðilæknar skuli beita sjúklingum fyrir sig. Vísir/Vilhelm

Formaður Læknafélags Reykjavíkur segir að verið sé að kanna hvort stofulæknar hætti að hafa milligöngu um greiðslur frá Sjúkratryggingum Íslands fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Heilbrigðisráðherra segist vera hissa á að læknar ætli að beita sjúklingum fyrir sig.

Stofulæknar hafa verið án rammasamnings við Sjúkratryggingar Íslands í rúm tvö ár. Fram hefur komið hjá heilbrigðisráðherra að heildarhugsun þurfi í málaflokkinn. Þá hafi komið fram hjá Ríkisendurskoðun að kerfið sé ekki að öllu leyti hagkvæmt.

Að hluta til væru að fara peningar út úr kerfinu til lækninga sem við þurfum ekki á að halda. Stjórnvöld vildu framlengja samninginn á sínum tíma þar til nýr væri í höfn. En því var hafnað á sínum tíma hjá sérfræðilæknum og ennþá hefur ekki verið samið.

Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur.Vísir/Sigurjón

Þórarinn Guðnason formaður Læknafélags Reykjavíkur sagðist í samtali við fréttastofu að nú væri verið að kanna hvort að stofulæknar hætti að hafa milligöngu um greiðslur frá Sjúkratryggingum Íslands fyrir hönd sinna skjólstæðinga.

Verði það að veruleika þarf sjúklingurinn sjálfur að leggja út fyrir öllum kostnaðinum sjálfur og sækja svo um endurgreiðslu hjá Sjúkratryggingum Íslands. Þórarinn segir að önnur þjónusta við sjúklinga skerðist ekki. Heilbrigðisráðherra segist vera undrandi á þessu.

„Ég er bara mjög hissa á því ef að sérfræðilæknar ætla að beita sjúklingum fyrir sig í eiginhagsmunaskini. Ég hefði ekki trúað því að læknar færu þá leið,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra um málið.


Tengdar fréttir

Ekkert samtal um samningsleysi

Samningagerð Sjúkratrygginga Íslands við hina ýmsu aðila í heilbrigðisþjónustu var rædd í Velferðarnefnd Alþingis í vikunni. Fyrst komu talmeinafræðingar og sjúkraþjálfarar og lýstu raunum sínum í samskiptum við SÍ.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×