Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu tólf.

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um áframhaldandi skjálftavirkni á Reykjanesskaga og nýjustu upplýsingar um hvort gos kunni að hefjast á svæðinu. Rætt verður við sérfræðing hjá Veðurstofu Íslands sem greinir frá nýjustu upplýsingum.

Þá verður fjallað um framgang kórónuveirufaraldursins hér á landi, en á annað hundrað hafa losnað úr sóttkví í gær og í dag. Eins verður fjallað um faraldurinn úti í heimi, en Ítalir hafa gripið til harðra aðgerða í þeirri von að koma í veg fyrir enn aðra bylgju faraldursins þar í landi.

Eins verður fjallað um söfnun fyrir Tækniminjasafnið á Austurlandi, sem varð fyrir miklum skemmdum í skriðuföllunum á Seyðisfirði í desember. Söfnunin gengur hægt, en með fjármunum sem safnast er fyrirhugað að ráðast í endurbyggingu á safninu, sem hefur að geyma miklar menningarminjar.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar í beinni útsendingu, bæði í útvarpi og hér á Vísi, klukkan tólf.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×