Keyptu hús á 2.500 krónur og gerðu upp Stefán Árni Pálsson skrifar 13. mars 2021 21:31 Janne líður vel í húsinu á Þingeyri. Hin danska Janne og hinn belgíski Wouter kynntust í Reykjavík árið 2005. Þau fluttu til Þingeyrar sama ár og keyptu hús þar í bænum á 2.500 krónur. Janne og Wouter gerðu húsið upp frá grunni og útkoman er mjög flott eins og sjá má í myndbandinu sem fylgir með fréttinni. Húsið er kallað Simbahöllin og þau reka þar heimilislegt kaffihús sem þau opnuðu 2009. „Ég fékk tækifæri að koma til Íslands og fara í Háskólann sem skiptinemi árið 2005. Ég kynntist Wouter í Reykjavík en hann var búinn að vera á Þingeyri. Við fluttum þangað og keyptum húsið. Mér fannst þingeyri fallegasti bær sem ég hafði séð á Íslandi,“ segir Janne. Þarf ekki að læsa húsinu „Ég kom til Íslands sem ferðamaður að leita að ævintýrum. Þingeyri er mjög kósí bær. Allir þekkja alla. Það þarf ekkert að læsa húsinu," segir Wouter. Húsið sem þau keyptu og gerðu upp er á Fjarðargötu 5 og var byggt árið 1908. Það hýsti lengi vel verslun Sigmundar Jónssonar kaupmanns. Á þessu notalega kaffihúsi er m.a. hægt að gæða sér á heitu súkkulaði og belgískum vöfflum. „Við fórum strax af stað með að gera húsið upp. Þetta var skemmtilegt verkefni,“ segir Wouter. Janne bætir við að þegar vinnan við að gera húsið upp byrjaði hafi komið í ljós gamlar og fallegar innréttingar. Draumahúsið „Þá fannst okkur við þurfa að gera eitthvað meira fyrir húsið. Ég held að við eigum heima hérna á Þingeyri núna. Þetta er eiginlega draumahúsið mitt og mér finnst best að vera hér og eiga heima hér,“ segir Janne enn fremur. Wouter segir að sér finnist veturinn besti hlutinn af árinu núna þótt það hafi tekið tíma að venjast veðráttunni til að byrja með. Jannes tekur undir þetta með Wouter. „Við gerum svo mikið á sumrin þegar kaffihúsið er í gangi og fullt af gestum. Veturinn er meira chill og kósí tími þar sem við getum notið umhverfisins og náttúrunnar og það sem við viljum gera. Stundum erum við bara föst út af veðrinu og það er bara fínt,“ segir hún. Janne og Wouter sögðu sögu sína í spjalli við 66°Norður en fyrirtækið hefur í gegnum árin tekið púlsinn á fólki í sínu daglega lífi víða um landið. Ísafjarðarbær Hús og heimili Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
Húsið er kallað Simbahöllin og þau reka þar heimilislegt kaffihús sem þau opnuðu 2009. „Ég fékk tækifæri að koma til Íslands og fara í Háskólann sem skiptinemi árið 2005. Ég kynntist Wouter í Reykjavík en hann var búinn að vera á Þingeyri. Við fluttum þangað og keyptum húsið. Mér fannst þingeyri fallegasti bær sem ég hafði séð á Íslandi,“ segir Janne. Þarf ekki að læsa húsinu „Ég kom til Íslands sem ferðamaður að leita að ævintýrum. Þingeyri er mjög kósí bær. Allir þekkja alla. Það þarf ekkert að læsa húsinu," segir Wouter. Húsið sem þau keyptu og gerðu upp er á Fjarðargötu 5 og var byggt árið 1908. Það hýsti lengi vel verslun Sigmundar Jónssonar kaupmanns. Á þessu notalega kaffihúsi er m.a. hægt að gæða sér á heitu súkkulaði og belgískum vöfflum. „Við fórum strax af stað með að gera húsið upp. Þetta var skemmtilegt verkefni,“ segir Wouter. Janne bætir við að þegar vinnan við að gera húsið upp byrjaði hafi komið í ljós gamlar og fallegar innréttingar. Draumahúsið „Þá fannst okkur við þurfa að gera eitthvað meira fyrir húsið. Ég held að við eigum heima hérna á Þingeyri núna. Þetta er eiginlega draumahúsið mitt og mér finnst best að vera hér og eiga heima hér,“ segir Janne enn fremur. Wouter segir að sér finnist veturinn besti hlutinn af árinu núna þótt það hafi tekið tíma að venjast veðráttunni til að byrja með. Jannes tekur undir þetta með Wouter. „Við gerum svo mikið á sumrin þegar kaffihúsið er í gangi og fullt af gestum. Veturinn er meira chill og kósí tími þar sem við getum notið umhverfisins og náttúrunnar og það sem við viljum gera. Stundum erum við bara föst út af veðrinu og það er bara fínt,“ segir hún. Janne og Wouter sögðu sögu sína í spjalli við 66°Norður en fyrirtækið hefur í gegnum árin tekið púlsinn á fólki í sínu daglega lífi víða um landið.
Ísafjarðarbær Hús og heimili Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira