Þrjú þyrluútköll á einum degi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2021 07:06 Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var meðal annars kölluð út vegna veikinda á Blönduósi. Landhelgisgæslan Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út þrisvar sinnum í gær og áhöfnin á varðskipinu Þór einu sinni. Fyrsta útkall áhafnarinnar á TF-EIR var á áttunda tímanum í gærmorgun en það var vegna sjómanns sem hafði slasast um borð í fiskiskipi sem var statt suður af Krísuvíkurbjargi. Þyrla Gæslunnar sótti manninn og flutti á Landspítalann í Fossvogi að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu Landhelgisgæslunnar sem birtist seint í gærkvöldi. Þegar þyrlan var nýlent í Fossvogi með slasaða sjómanninn var aftur óskað eftir aðstoð þyrlu Gæslunnar, nú vegna veikinda á Blönduósi. Voru aðstæður í fluginu norður krefjandi enda veðrið slæmt og lítið skyggni. Þyrlan lenti á flugvellinum á Blönduósi og var sjúklingnum komið undir læknishendur í Reykjavík. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, áhöfnin á varðskipinu Þór og varðstjórar í stjórnstöð hafa haft í nógu að snúast í dag...Posted by Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard on Thursday, March 11, 2021 Það var síðan á þriðja tímanum í gær sem áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út vegna Breiðfjarðarferjunnar Baldurs sem varð vélarvana á Breiðafirði. Jafnframt var ákveðið að senda þyrlu Landhelgisgæslunnar á Stykkishólm ef á þyrfti að halda. Þá bauðst þyrlusveitin til þess að koma farþegum Baldurs í land undir kvöld eftir að taug hafði verið komið á milli ferjunnar og rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar en farþegarnir, sem eru tuttugu talsins, ákváðu að halda kyrru fyrir í ferjunni að því er segir í færslu Gæslunnar. Farþegarnir hafa því dvalið í Baldri í nótt en mbl.is greindi reyndar frá því í gærkvöldi að ekki hefði boðum verið komið til allra farþeganna um að þeim byðist að fara í land með þyrlu Gæslunnar. Baldur er enn í togi Árna Friðrikssonar samkvæmt vefsíðu Marine Traffic. Þá er varðskipið Þór einnig með í för. Fram kom í tilkynningu Gæslunnar í gærkvöldi að dráttarbátur Faxaflóahafna myndi taka Baldur í tog til hafnar í Stykkishólmi þegar aðstæður leyfa en bæði Árni Friðriksson og Þór eru of stór til að komast inn til hafnar þar í bæ. Landhelgisgæslan Samgöngur Stykkishólmur Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Aðallega hjálpað vinum sínum í prófkjörum Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Fyrsta útkall áhafnarinnar á TF-EIR var á áttunda tímanum í gærmorgun en það var vegna sjómanns sem hafði slasast um borð í fiskiskipi sem var statt suður af Krísuvíkurbjargi. Þyrla Gæslunnar sótti manninn og flutti á Landspítalann í Fossvogi að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu Landhelgisgæslunnar sem birtist seint í gærkvöldi. Þegar þyrlan var nýlent í Fossvogi með slasaða sjómanninn var aftur óskað eftir aðstoð þyrlu Gæslunnar, nú vegna veikinda á Blönduósi. Voru aðstæður í fluginu norður krefjandi enda veðrið slæmt og lítið skyggni. Þyrlan lenti á flugvellinum á Blönduósi og var sjúklingnum komið undir læknishendur í Reykjavík. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, áhöfnin á varðskipinu Þór og varðstjórar í stjórnstöð hafa haft í nógu að snúast í dag...Posted by Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard on Thursday, March 11, 2021 Það var síðan á þriðja tímanum í gær sem áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út vegna Breiðfjarðarferjunnar Baldurs sem varð vélarvana á Breiðafirði. Jafnframt var ákveðið að senda þyrlu Landhelgisgæslunnar á Stykkishólm ef á þyrfti að halda. Þá bauðst þyrlusveitin til þess að koma farþegum Baldurs í land undir kvöld eftir að taug hafði verið komið á milli ferjunnar og rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar en farþegarnir, sem eru tuttugu talsins, ákváðu að halda kyrru fyrir í ferjunni að því er segir í færslu Gæslunnar. Farþegarnir hafa því dvalið í Baldri í nótt en mbl.is greindi reyndar frá því í gærkvöldi að ekki hefði boðum verið komið til allra farþeganna um að þeim byðist að fara í land með þyrlu Gæslunnar. Baldur er enn í togi Árna Friðrikssonar samkvæmt vefsíðu Marine Traffic. Þá er varðskipið Þór einnig með í för. Fram kom í tilkynningu Gæslunnar í gærkvöldi að dráttarbátur Faxaflóahafna myndi taka Baldur í tog til hafnar í Stykkishólmi þegar aðstæður leyfa en bæði Árni Friðriksson og Þór eru of stór til að komast inn til hafnar þar í bæ.
Landhelgisgæslan Samgöngur Stykkishólmur Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Aðallega hjálpað vinum sínum í prófkjörum Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira