Innlent

Baldur í togi til Stykkishólms

Samúel Karl Ólason skrifar
Rannsóknarskipið Árni Friðriksson með Baldur í togi.
Rannsóknarskipið Árni Friðriksson með Baldur í togi. Landhelgisgæslan

Áhöfn rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar er komin með ferjuna Baldur í tog á Breiðafirði og hefur stefnan verið sett til hafnar í Stykkishólmi. Baldur varð vélarvana á Breiðafirði í dag um tíu sjómílur frá Stykkishólmi.

Um borð eru tuttugu farþegar auk átta manna áhafnar.

Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að aðstæður á vettvangi hafi verið krefjandi vegna veðurs en það hafi að endingu tekist að koma taug milli skipanna og gengið vel. Akkeri Baldurs var svo losað og haldið af stað til Stykkishólms.

Verið er að sigla varðskipinu Þór á vettvang og Gunnlaugur segir líklegra en ekki að taumurinn verði færðir úr Árna Friðriks yfir í varðskipið. Svo seinna þurfi að koma Baldri að bryggju við erfiðar aðstæður og gæta fyllsta öryggis.

Sjá einnig: Ferjan Baldur vélar­vana nærri Stykkis­hólmi

Þór er nú staddur við Öndverðarnes, þegar þetta er skrifað um klukkan hálf átta, og á leið inn Breiðafjörðinn.

Töluverður vindur og öldugangur er í Breiðafirðinum.Landhelgisgæslan

Gunnlaugur segir farþega Baldurs í góðu yfirlæti. Þau hafi fengið að borða og sömuleiðis sé verið að tryggja þeim sem vilji hótelgistingu í Stykkishólmi.

„Við viljum gera þetta eins vel og við mögulega getum gagnvart þeim,“ segir Gunnlaugur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.