Dæmdur til að greiða miskabætur fyrir að hafa veist að tveimur stúlkum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. mars 2021 17:53 Héraðsdómur Reykjaness hefur aðsetur í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til þess að greiða tveimur ólögráða stúlkum miskabætur fyrir að hafa beitt þær ofbeldi. Er honum gert að greiða annarri þeirra 450 þúsund krónur og hinni 200 þúsund krónur. Ákvörðun um frekari refsingu var frestað og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi í ágúst 2018 veist með ofbeldi, yfirgangi og vanvirðandi háttsemi að annarri stúlkunni, rifið í hár hennar, hrint henni og slegið í höfuð með þeim afleiðingum að hún hlaut mar og yfirborðsáverka á höfuð, yfirborðsáverka á hendi og olnboga og mar á hægra læri. Hina stúlkuna hafi maðurinn áreitt kynferðislega með því að káfa utan klæða á rassi hennar og brjóstum inni á veitinga- og skemmtistað. Þau hafi svo eftir að hafa yfirgefið staðinn farið á bryggjuna í bænum þar sem hann veittist að stúlkunni með ofbeldi, tók hana hálstaki þannig að þau féllu bæði á götuna með þeim afleiðingum að hún hlaut óþægindi á hálsi, mar á brjóstkassa og mar og yfirborðshrufl á vinstri úlnlið og hægri vísifingur. Stúlkurnar tvær, sem eru vinkonur, fóru saman á veitingastaðinn þar sem þær hittu manninn sem gaf stúlkunni, sem hann áreitti kynferðislega, mikið áfengi og varð hún mjög ölvuð. Maðurinn reyndi síðan að káfa á henni og sagðist ætla heim með henni. Stúlkurnar voru báðar undir lögaldri. Þremenningarnir fóru af veitingastaðnum niður á bryggju þar sem ákærði varð pirraður þegar fyrri stúlkan sagði að hann fengi ekki að fara heim með vinkonu hennar. Hin stúlkan hafi þá byrjað að öskra á manninn sem tók hana hálstaki þannig að litlu munaði að leið yfir hana. Vinkona hennar hafi þá farið að öskra á hann með þeim afleiðingum að maðurinn nálgaðist hana á ógnandi hátt. Hún sparkaði þá í hann en hann tók hana hálstaki, setti hnefann undir kjálkann á henni og hrinti henni í jörðina, reif svo í hárið á henni og kýldi hana ofan við gagnauga. Hún missti þá meðvitund og maðurinn sparkaði í hana þar sem hún lá. Maðurinn neitaði sök í málinu. Dómsmál Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi í ágúst 2018 veist með ofbeldi, yfirgangi og vanvirðandi háttsemi að annarri stúlkunni, rifið í hár hennar, hrint henni og slegið í höfuð með þeim afleiðingum að hún hlaut mar og yfirborðsáverka á höfuð, yfirborðsáverka á hendi og olnboga og mar á hægra læri. Hina stúlkuna hafi maðurinn áreitt kynferðislega með því að káfa utan klæða á rassi hennar og brjóstum inni á veitinga- og skemmtistað. Þau hafi svo eftir að hafa yfirgefið staðinn farið á bryggjuna í bænum þar sem hann veittist að stúlkunni með ofbeldi, tók hana hálstaki þannig að þau féllu bæði á götuna með þeim afleiðingum að hún hlaut óþægindi á hálsi, mar á brjóstkassa og mar og yfirborðshrufl á vinstri úlnlið og hægri vísifingur. Stúlkurnar tvær, sem eru vinkonur, fóru saman á veitingastaðinn þar sem þær hittu manninn sem gaf stúlkunni, sem hann áreitti kynferðislega, mikið áfengi og varð hún mjög ölvuð. Maðurinn reyndi síðan að káfa á henni og sagðist ætla heim með henni. Stúlkurnar voru báðar undir lögaldri. Þremenningarnir fóru af veitingastaðnum niður á bryggju þar sem ákærði varð pirraður þegar fyrri stúlkan sagði að hann fengi ekki að fara heim með vinkonu hennar. Hin stúlkan hafi þá byrjað að öskra á manninn sem tók hana hálstaki þannig að litlu munaði að leið yfir hana. Vinkona hennar hafi þá farið að öskra á hann með þeim afleiðingum að maðurinn nálgaðist hana á ógnandi hátt. Hún sparkaði þá í hann en hann tók hana hálstaki, setti hnefann undir kjálkann á henni og hrinti henni í jörðina, reif svo í hárið á henni og kýldi hana ofan við gagnauga. Hún missti þá meðvitund og maðurinn sparkaði í hana þar sem hún lá. Maðurinn neitaði sök í málinu.
Dómsmál Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent