Innlent

„Það er enn vetur á Íslandi“: Kjalarnesvegur lokaður til 6 í fyrramálið hið minnsta

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Staðan á Kjalarnesi verður endurmetin í fyrramálið.
Staðan á Kjalarnesi verður endurmetin í fyrramálið. Aðsend

Vegurinn um Kjalarnes er enn lokaður vegna lélegs skyggnis og verður þar til í fyrramálið. Þetta kemur fram í tísti Vegagerðarinnar.

Þar er bent á hjáleið um Mosfellsheiði og Kjósarskarð en þar er vetrarfærð og skyggni sömuleiðis lítið.

„Litlar breytingar eru í veðurspánni og verður staðan varðandi opnun metin aftur í fyrramálið kl. 6:00,“ segir á Twitter.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu hefur fólk virt lokunina en hálka er á svæðinu og sterkar vindhviður. Þar varð slys í morgun þar sem betur fór en á horfði.

„Þetta er ágætis áminning um það að en það er enn vetur á Íslandi,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×