
Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir engin alvarleg slys hafa orðið á fólki. Hann telur að lokunina megi rekja til veðurs en á vef Vegagerðarinnar segir að lokunin sé vegna óhappsins.
Varðstjórinn segir slökkviliðsmenn á svæðinu hafi aðstoðað fólk að komast af Kjalarnesi. Þar er mikill vindur og skafrenningur þó ofankoma sé í sjálfur sér ekki mikil. Vindhraði er allt að 40 m/s í mestu hviðunum.
Vegagerðin segir að hægt sé að að fara hjáleið um Mosfellsheiði, Kjósarskarð og Hvalfjörð en þar sé vetrarfærð og lítið skyggni.
Kjalarnes: Lokað um óákveðinn tíma vegna umferðaróhapps. Hægt er að fara hjáleið um Mosfellsheiði, Kjósarskarð og Hvalfjörð en þar er vetrarfærð og lítið skyggni. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) March 10, 2021