Sara Björk í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar sjöunda árið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2021 14:51 Sara Björk Gunnarsdóttir varð Evrópumeistari með Olympique Lyon á síðustu leiktíð og hóf þá að leika með liðinu í átta liða úrslitunum. Getty/Clive Brunskill Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar í franska liðinu Lyon lentu undir í byrjun seinni leik sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar en snéru við leiknum og komust örugglega áfram. Evrópumeistarar Lyon urðu í dag fyrsta liðið til að tryggja sig áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Lyon vann þá 3-1 sigur á Bröndby á Bröndby leikvanginum sem þýddi að franska liðið fór áfram 5-1 samanlagt. Sara Björk Gunnarsdóttir var í byrjunarliði Lyon og hluti af þriggja manna miðju með hinni þýsku Dzsenifer Marozsán og hinni spænsku Damaris Egurrola. Sara Björk spilaði fyrsta klukkutímann en var tekin af velli í stöðunni 3-1 fyrir Lyon. Japaninn Saki Kumagai kom inn fyrir hana. Lyon vann fyrri leikinn 2-0 á heimavelli sínum og þá kom seinna mark liðsins ekki fyrr en í uppbótatíma. Nanna Christiansen kom Bröndby í 1-0 strax á elleftu mínútu leiksins og þannig var staðan í rúmar tuttugu mínútur. Nikita Parris, sem skoraði fyrra markið í fyrri leiknum, jafnaði metin á 32. mínútu og lagði síðan upp mark fyrir Melvine Malard þremur mínútum fyrir hálfleik. Fyrirliðinn Wendie Renard skoraði síðan þriðja markið úr vítaspyrnu á 50. mínútu en vítið var dæmt eftir að ein danska stelpan handlék boltann innan teigs. Þetta var síðasta mark leiksins. Þetta verður sjöunda árið í röð sem Sara Björk Gunnarsdóttir spilar í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en hún fór þangað öll tímabil sín með VfL Wolfsburg sem og tvö síðustu árin sín með sænska liðinu Rosengård. Þetta er lengri tími en hjá Lyon liðinu sem komst ekki í átta liða úrslitin tímabilið 2014-15 og er því komið svona langt sjötta tímabilið í röð. Franska liðið hefur aftur á móti unnið Meistaradeildina undanfarin fimm ár í röð. Seinna í kvöld kemur í ljós hvaða fleiri lið komast í átta liða úrslitin með Lyon. La composition de nos Lyonnaises pour affronter @Brondbywomen ! #BIFOL pic.twitter.com/AJMRHcsPQ6— OL Féminin (@OLfeminin) March 10, 2021 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Sjá meira
Evrópumeistarar Lyon urðu í dag fyrsta liðið til að tryggja sig áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Lyon vann þá 3-1 sigur á Bröndby á Bröndby leikvanginum sem þýddi að franska liðið fór áfram 5-1 samanlagt. Sara Björk Gunnarsdóttir var í byrjunarliði Lyon og hluti af þriggja manna miðju með hinni þýsku Dzsenifer Marozsán og hinni spænsku Damaris Egurrola. Sara Björk spilaði fyrsta klukkutímann en var tekin af velli í stöðunni 3-1 fyrir Lyon. Japaninn Saki Kumagai kom inn fyrir hana. Lyon vann fyrri leikinn 2-0 á heimavelli sínum og þá kom seinna mark liðsins ekki fyrr en í uppbótatíma. Nanna Christiansen kom Bröndby í 1-0 strax á elleftu mínútu leiksins og þannig var staðan í rúmar tuttugu mínútur. Nikita Parris, sem skoraði fyrra markið í fyrri leiknum, jafnaði metin á 32. mínútu og lagði síðan upp mark fyrir Melvine Malard þremur mínútum fyrir hálfleik. Fyrirliðinn Wendie Renard skoraði síðan þriðja markið úr vítaspyrnu á 50. mínútu en vítið var dæmt eftir að ein danska stelpan handlék boltann innan teigs. Þetta var síðasta mark leiksins. Þetta verður sjöunda árið í röð sem Sara Björk Gunnarsdóttir spilar í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en hún fór þangað öll tímabil sín með VfL Wolfsburg sem og tvö síðustu árin sín með sænska liðinu Rosengård. Þetta er lengri tími en hjá Lyon liðinu sem komst ekki í átta liða úrslitin tímabilið 2014-15 og er því komið svona langt sjötta tímabilið í röð. Franska liðið hefur aftur á móti unnið Meistaradeildina undanfarin fimm ár í röð. Seinna í kvöld kemur í ljós hvaða fleiri lið komast í átta liða úrslitin með Lyon. La composition de nos Lyonnaises pour affronter @Brondbywomen ! #BIFOL pic.twitter.com/AJMRHcsPQ6— OL Féminin (@OLfeminin) March 10, 2021
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Sjá meira