Sara Björk í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar sjöunda árið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2021 14:51 Sara Björk Gunnarsdóttir varð Evrópumeistari með Olympique Lyon á síðustu leiktíð og hóf þá að leika með liðinu í átta liða úrslitunum. Getty/Clive Brunskill Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar í franska liðinu Lyon lentu undir í byrjun seinni leik sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar en snéru við leiknum og komust örugglega áfram. Evrópumeistarar Lyon urðu í dag fyrsta liðið til að tryggja sig áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Lyon vann þá 3-1 sigur á Bröndby á Bröndby leikvanginum sem þýddi að franska liðið fór áfram 5-1 samanlagt. Sara Björk Gunnarsdóttir var í byrjunarliði Lyon og hluti af þriggja manna miðju með hinni þýsku Dzsenifer Marozsán og hinni spænsku Damaris Egurrola. Sara Björk spilaði fyrsta klukkutímann en var tekin af velli í stöðunni 3-1 fyrir Lyon. Japaninn Saki Kumagai kom inn fyrir hana. Lyon vann fyrri leikinn 2-0 á heimavelli sínum og þá kom seinna mark liðsins ekki fyrr en í uppbótatíma. Nanna Christiansen kom Bröndby í 1-0 strax á elleftu mínútu leiksins og þannig var staðan í rúmar tuttugu mínútur. Nikita Parris, sem skoraði fyrra markið í fyrri leiknum, jafnaði metin á 32. mínútu og lagði síðan upp mark fyrir Melvine Malard þremur mínútum fyrir hálfleik. Fyrirliðinn Wendie Renard skoraði síðan þriðja markið úr vítaspyrnu á 50. mínútu en vítið var dæmt eftir að ein danska stelpan handlék boltann innan teigs. Þetta var síðasta mark leiksins. Þetta verður sjöunda árið í röð sem Sara Björk Gunnarsdóttir spilar í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en hún fór þangað öll tímabil sín með VfL Wolfsburg sem og tvö síðustu árin sín með sænska liðinu Rosengård. Þetta er lengri tími en hjá Lyon liðinu sem komst ekki í átta liða úrslitin tímabilið 2014-15 og er því komið svona langt sjötta tímabilið í röð. Franska liðið hefur aftur á móti unnið Meistaradeildina undanfarin fimm ár í röð. Seinna í kvöld kemur í ljós hvaða fleiri lið komast í átta liða úrslitin með Lyon. La composition de nos Lyonnaises pour affronter @Brondbywomen ! #BIFOL pic.twitter.com/AJMRHcsPQ6— OL Féminin (@OLfeminin) March 10, 2021 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Evrópumeistarar Lyon urðu í dag fyrsta liðið til að tryggja sig áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Lyon vann þá 3-1 sigur á Bröndby á Bröndby leikvanginum sem þýddi að franska liðið fór áfram 5-1 samanlagt. Sara Björk Gunnarsdóttir var í byrjunarliði Lyon og hluti af þriggja manna miðju með hinni þýsku Dzsenifer Marozsán og hinni spænsku Damaris Egurrola. Sara Björk spilaði fyrsta klukkutímann en var tekin af velli í stöðunni 3-1 fyrir Lyon. Japaninn Saki Kumagai kom inn fyrir hana. Lyon vann fyrri leikinn 2-0 á heimavelli sínum og þá kom seinna mark liðsins ekki fyrr en í uppbótatíma. Nanna Christiansen kom Bröndby í 1-0 strax á elleftu mínútu leiksins og þannig var staðan í rúmar tuttugu mínútur. Nikita Parris, sem skoraði fyrra markið í fyrri leiknum, jafnaði metin á 32. mínútu og lagði síðan upp mark fyrir Melvine Malard þremur mínútum fyrir hálfleik. Fyrirliðinn Wendie Renard skoraði síðan þriðja markið úr vítaspyrnu á 50. mínútu en vítið var dæmt eftir að ein danska stelpan handlék boltann innan teigs. Þetta var síðasta mark leiksins. Þetta verður sjöunda árið í röð sem Sara Björk Gunnarsdóttir spilar í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en hún fór þangað öll tímabil sín með VfL Wolfsburg sem og tvö síðustu árin sín með sænska liðinu Rosengård. Þetta er lengri tími en hjá Lyon liðinu sem komst ekki í átta liða úrslitin tímabilið 2014-15 og er því komið svona langt sjötta tímabilið í röð. Franska liðið hefur aftur á móti unnið Meistaradeildina undanfarin fimm ár í röð. Seinna í kvöld kemur í ljós hvaða fleiri lið komast í átta liða úrslitin með Lyon. La composition de nos Lyonnaises pour affronter @Brondbywomen ! #BIFOL pic.twitter.com/AJMRHcsPQ6— OL Féminin (@OLfeminin) March 10, 2021
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira