Tíu hross drepist úr hestaherpesveiru eftir hópsmit á Spáni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. mars 2021 20:20 Talið er að um 1.500 hross sem tengdust mótinu í Valencia séu nú á leið til síns heima víðsvegar í Evrópu. Vísir/Getty Matvælastofnun áminnir þá sem hafa tengsl við hestamennsku erlendis eða taka á móti einstaklingum að utan í tengslum við hestamennsku innanlands að fara varlega, sinna sóttvörnum og fara að reglum um innflutning búnaðar. Ástæðan er smit af völdum hestaherpesveiru týpu-1 (EHV-1), sem kom upp á stóru móti í hindrunarstökki í Valencia á Spáni í febrúar síðastliðnum. Samkvæmt tilkynningu á vef MAST er um að ræða afar sjúkdómsvaldandi afbrigði umræddrar veiru, sem veldur heilabólgu og lömun. Veiran smitar ekki menn. Samkvæmt MAST yfirgaf fjöldi hrossa mótssvæðið á sama tíma og grunur vaknaði um sjúkdóminn en nú hafa sjúkdómstilfelli sem rekja má til Valencia verið staðfest í átta löndum, það er Belgíu, Frakklandi, Ítalíu, Katar, Sviss, Svíþjóð, á Spáni og Þýskalandi. Alls hafa tíu hross drepist, átta á Spáni og tvö í Þýskalandi, en óstaðfestar fregnir eru um fleiri dauðsföll auk þess sem fjöldi hrossa er sagður fárveikur. EHV-1 er sérhæfð hestaveira sem veldur ævilöngu smiti og getur legið í dvala árum saman áður en hún blossar upp, til dæmis þegar hross verða fyrir miklu álagi. Veiran getur borist fimm metra með útöndunarlofti en við mikið smitálag, til dæmis á stórmótum, virðist ekki vörn í bólusetningu og mikil hætta á að hrossin veikist. Fyrstu einkenni eru hiti og kvef en þegar veiran berst í miðtaugakerfið verða hrossin óstöðug, lamast og leggjast. „Þó svo veiran smitist helst með veikum hrossum getur hún einnig borist með sæði og fósturvísum, fólki, fatnaði og hvers kyns búnaði,“ segir á vef MAST. „Okkar ströngu reglur til varnar smitsjúkdómum eru settar meðal annars út frá hættunni á að þessi sjúkdómur berist til landsins. Nú ríður á sem aldrei fyrr að allir fari eftir reglunum. Íslendingar sem ferðast vegna starfa sinna eða annarra tengsla við hestamennsku erlendis þurfa að sýna gott fordæmi og breiða út boðskapinn. Sömuleiðis þurfa allir sem taka á móti „hestaferðamönnum“ hér á landi að fullvissa sig um að viðskiptavinir þeirra hafi farið eftir reglunum. Það á ekki síst við um fólk sem kemur erlendis frá til starfa hér á landi. Munum að innflutningur á hvers kyns búnaði sem notaður hefur verið í umhverfi hesta erlendis er bannaður. Sömuleiðis er bannað að taka notaða reiðhanska með sér til landsins. Notaður reiðfatnaður skal þveginn í þvottavél og þurrkaður fyrir komuna til landsins. Reiðskó, hjálma og annað sem ekki getur farið í þvottavél skal sápuþvo, þurrka og úða með sótthreinsiefni (Virkon eða sambærilegu) fyrir komuna til landsins.“ Dýraheilbrigði Spánn Hestar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Ástæðan er smit af völdum hestaherpesveiru týpu-1 (EHV-1), sem kom upp á stóru móti í hindrunarstökki í Valencia á Spáni í febrúar síðastliðnum. Samkvæmt tilkynningu á vef MAST er um að ræða afar sjúkdómsvaldandi afbrigði umræddrar veiru, sem veldur heilabólgu og lömun. Veiran smitar ekki menn. Samkvæmt MAST yfirgaf fjöldi hrossa mótssvæðið á sama tíma og grunur vaknaði um sjúkdóminn en nú hafa sjúkdómstilfelli sem rekja má til Valencia verið staðfest í átta löndum, það er Belgíu, Frakklandi, Ítalíu, Katar, Sviss, Svíþjóð, á Spáni og Þýskalandi. Alls hafa tíu hross drepist, átta á Spáni og tvö í Þýskalandi, en óstaðfestar fregnir eru um fleiri dauðsföll auk þess sem fjöldi hrossa er sagður fárveikur. EHV-1 er sérhæfð hestaveira sem veldur ævilöngu smiti og getur legið í dvala árum saman áður en hún blossar upp, til dæmis þegar hross verða fyrir miklu álagi. Veiran getur borist fimm metra með útöndunarlofti en við mikið smitálag, til dæmis á stórmótum, virðist ekki vörn í bólusetningu og mikil hætta á að hrossin veikist. Fyrstu einkenni eru hiti og kvef en þegar veiran berst í miðtaugakerfið verða hrossin óstöðug, lamast og leggjast. „Þó svo veiran smitist helst með veikum hrossum getur hún einnig borist með sæði og fósturvísum, fólki, fatnaði og hvers kyns búnaði,“ segir á vef MAST. „Okkar ströngu reglur til varnar smitsjúkdómum eru settar meðal annars út frá hættunni á að þessi sjúkdómur berist til landsins. Nú ríður á sem aldrei fyrr að allir fari eftir reglunum. Íslendingar sem ferðast vegna starfa sinna eða annarra tengsla við hestamennsku erlendis þurfa að sýna gott fordæmi og breiða út boðskapinn. Sömuleiðis þurfa allir sem taka á móti „hestaferðamönnum“ hér á landi að fullvissa sig um að viðskiptavinir þeirra hafi farið eftir reglunum. Það á ekki síst við um fólk sem kemur erlendis frá til starfa hér á landi. Munum að innflutningur á hvers kyns búnaði sem notaður hefur verið í umhverfi hesta erlendis er bannaður. Sömuleiðis er bannað að taka notaða reiðhanska með sér til landsins. Notaður reiðfatnaður skal þveginn í þvottavél og þurrkaður fyrir komuna til landsins. Reiðskó, hjálma og annað sem ekki getur farið í þvottavél skal sápuþvo, þurrka og úða með sótthreinsiefni (Virkon eða sambærilegu) fyrir komuna til landsins.“
Dýraheilbrigði Spánn Hestar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira