Allt gert til að verjast alvarlegum hrossasjúkdómi á Íslandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. mars 2021 12:44 Íslenski hrossastofninn nær vonandi að verja sig fyrir þessum alvarlega sjúkdómi, sem geisar nú í Evrópu. Fjöldi hrossa hefur drepist þar og mörg eru mjög alvarlega veik. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mjög alvarlegur hrossasjúkdómur hefur komið fram í Evrópu, sem valdið hefur dauða fjölda hrossa og miklum veikindum. Allt verður gert til að verjast því að sjúkdómurinn, sem er herpesveira, berist til Íslands. Um er að ræða mjög alvarlegan smitsjúkdóm í hrossum í Evrópu sem blossaði nýlega upp á stórmóti í hindrunarstökki sem haldið var í Valencia á Spáni. Þeir dýralæknar sem voru á svæðinu lýstu ástandinu sem skelfilegu en mjög illa gekk framan af að útvega næga læknishjálp handa hrossunum, en þau þurfa sérhæfða meðhöndlun allan sólarhringinn í sérstökum tjald hesthúsum. Til að fyllsta öryggis sé gætt hefur öllum hestakeppnum í Evrópu verið aflýst á meðan verð er að ná utan um veikindin. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun er vel upplýst um veiruna, sem veldur þessum miklu veikindum. „Þetta snýst um hrinu tilfella, sem bráðum getur kallast faraldur af alvarlegum hrossasjúkdómi, sem er að völdum hestaherpes veiru, týpu 1. Þetta er svo alvarlegur sjúkdómur, við erum ekki að tala um bara hósta eða kvef,“ segir Sigríður. En hvernig er þessi herpsveira? Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun, sem segir allt verða gert til að koma í veg fyrir að herpsveiran frá Evrópu berist til Íslands.Aðsend „Hún er þannig að það er ekki hægt að útrýma þessum sjúkdómi og ég vil taka það strax fram að þessi tegund af herpesveiru hefur aldrei borist til Íslands, á íslenska hrossastofninn. Við erum nú bara eitt af mjög fáum löndum í heiminum þar sem staðan er þannig. Það er ekki hægt að útrýma þessum sjúkdómi ef hann kemur vegna þess að, eins og margar aðrar herpesveirur þá verða hrossin varanlega sýkt.“ Sigríður vekur athygli á því að veiran gæti hæglega borist til Íslands með óhreinindum á fatnaði hestamanna, sem eru að koma til landsins og auðvitað búnaði, sem reyndar er bannað að flytja til landsins og því biður hún alla, sem fara á milli landa í tengslum við hestamennsku að gæta fyllstu varúðar. „Ég hvet alla að fara varlega og fylgja reglunum,“ segir Sigríður. Landbúnaður Hestar Dýraheilbrigði Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Um er að ræða mjög alvarlegan smitsjúkdóm í hrossum í Evrópu sem blossaði nýlega upp á stórmóti í hindrunarstökki sem haldið var í Valencia á Spáni. Þeir dýralæknar sem voru á svæðinu lýstu ástandinu sem skelfilegu en mjög illa gekk framan af að útvega næga læknishjálp handa hrossunum, en þau þurfa sérhæfða meðhöndlun allan sólarhringinn í sérstökum tjald hesthúsum. Til að fyllsta öryggis sé gætt hefur öllum hestakeppnum í Evrópu verið aflýst á meðan verð er að ná utan um veikindin. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun er vel upplýst um veiruna, sem veldur þessum miklu veikindum. „Þetta snýst um hrinu tilfella, sem bráðum getur kallast faraldur af alvarlegum hrossasjúkdómi, sem er að völdum hestaherpes veiru, týpu 1. Þetta er svo alvarlegur sjúkdómur, við erum ekki að tala um bara hósta eða kvef,“ segir Sigríður. En hvernig er þessi herpsveira? Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun, sem segir allt verða gert til að koma í veg fyrir að herpsveiran frá Evrópu berist til Íslands.Aðsend „Hún er þannig að það er ekki hægt að útrýma þessum sjúkdómi og ég vil taka það strax fram að þessi tegund af herpesveiru hefur aldrei borist til Íslands, á íslenska hrossastofninn. Við erum nú bara eitt af mjög fáum löndum í heiminum þar sem staðan er þannig. Það er ekki hægt að útrýma þessum sjúkdómi ef hann kemur vegna þess að, eins og margar aðrar herpesveirur þá verða hrossin varanlega sýkt.“ Sigríður vekur athygli á því að veiran gæti hæglega borist til Íslands með óhreinindum á fatnaði hestamanna, sem eru að koma til landsins og auðvitað búnaði, sem reyndar er bannað að flytja til landsins og því biður hún alla, sem fara á milli landa í tengslum við hestamennsku að gæta fyllstu varúðar. „Ég hvet alla að fara varlega og fylgja reglunum,“ segir Sigríður.
Landbúnaður Hestar Dýraheilbrigði Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira