Sparaði Ronaldo fyrir leik upp á líf eða dauða í Meistaradeildinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2021 13:01 Cristiano Ronaldo verður í sviðsljósinu í kvöld. EPA-EFE/FILIPPO VENEZIA Í kvöld munu fyrstu tvö liðin tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í ár en þá fara seinni leikirnir fram í tveimur einvígum sextán liða úrslitanna. Dortmund og Porto eru í ágætis málum eftir sigra á Sevilla og Juventus í fyrri leikjunum en Dortmund stendur betur þar sem liðið á heimaleikinn eftir. Dortmund vann 3-2 sigur á Sevilla á Spáni og tekur á móti spænska liðinu í kvöld en á sama tíma kemur Porto í heimsókn til Juventus með 2-1 sigur úr fyrri leiknum í fartaskinu. Báðir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending frá þeim klukkan 19.50. Leikur Borussia Dortmund og Sevilla er á Stöð 2 Sport 2 en leikur Juventus og Porto er á Stöð 2 Sport 3. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 2 og Meistaradeildarmörkin gera síðan kvöldið upp á sömu stöðu frá klukkan 22.00. Augu knattspyrnuáhugafólks eru á Juventus liðinu og þá sérstaklega herra Meistaradeildarinnar, sjálfum Cristiano Ronaldo. Juventus will be knocked out of the Champions League unless they overturn their first leg defeat to Porto today...Over to you, Cristiano Ronaldo pic.twitter.com/etXogxH9M4— Goal (@goal) March 9, 2021 Juventus tapaði fyrri leiknum á móti Porto 2-1 í Portúgal og er því upp við vegg á heimavelli sínum í kvöld. Þeir sem þekkja til Ronaldo vita að það er alltaf von á einhverju sérstöku frá honum í Meistaradeildinni. Hann elskar að sýna sig á stóra sviðinu. Andrea Pirlo, þjálfari Juventus, tók Cristiano Ronaldo út úr liðinu um síðustu helgi þegar Juve vann 3-1 sigur á Lazio í ítölsku deildinni. Þrátt fyrir góðan sigur á Lazio þá mun Ronaldo koma aftur inn í liðið í kvöld því Pirlo sagðist hafa verið að hvíla hann fyrir þennan leik upp á líf eða dauða í kvöld. Wolfsburg 2-0 Real MadridWolfsburg 2-3 Real Madrid (QF 2016)Atletico 2-0 JuventusAtletico 2-3 Juventus (R16 2019)Spain 3-2 PortugalSpain 3-3 Portugal (WC 2018)Sweden 2-1 PortugalSweden 2-3 Portugal (WC 2014 Qualifier)What happened?Cristiano Ronaldo happened. pic.twitter.com/jIgtpeaMLA— Amaan. (@amaanseven) March 7, 2021 „Cristiano er í góðu lagi. Þetta eru hans leikir og hann er tilbúinn. Við náðum að hvíla hann og hann getur ekki beðið eftir þessum leik,“ sagði Andrea Pirlo. „Við vitum að pressan er á okkur en við hlaupum ekkert í felur. Við höfum það sem þarf til að komast áfram en við vanmetum samt ekki mótherja okkar. Við erum hins vegar Juventus og þurfum að hugsa um að það að komast áfram,“ sagði Pirlo. Juventus er í þriðja sæti ítölsku deildarinnar eftir að hafa unnið ítalska meistaratitilinn undanfarin níu ár. Liðið varð fyrir miklu áfalli í sextán liða úrslitunum í fyrra þegar liðið datt óvænt út á móti franska liðinu Lyon. Ronaldo ætlaði að koma til Juventus til að vinna Meistaradeildina fyrir félagið en hana hefur Juventus ekki unnið í 25 ár. Cristiano Ronaldo vann Meistaradeildina fjórum sinnum á fimm tímabilum með Real Madrid en á fyrstu tveimur tímabilunum með Juve hefur liðið dottið út úr átta liða úrslitunum og sextán liða úrslitunum. Það væri mikið áfall ef ítalska liðið væri aftur úr leik í kvöld. Can Juventus or Sevilla overturn their first-leg deficits tonight? #UCL— SuperSport (@SuperSportTV) March 9, 2021 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira
Dortmund og Porto eru í ágætis málum eftir sigra á Sevilla og Juventus í fyrri leikjunum en Dortmund stendur betur þar sem liðið á heimaleikinn eftir. Dortmund vann 3-2 sigur á Sevilla á Spáni og tekur á móti spænska liðinu í kvöld en á sama tíma kemur Porto í heimsókn til Juventus með 2-1 sigur úr fyrri leiknum í fartaskinu. Báðir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending frá þeim klukkan 19.50. Leikur Borussia Dortmund og Sevilla er á Stöð 2 Sport 2 en leikur Juventus og Porto er á Stöð 2 Sport 3. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport 2 og Meistaradeildarmörkin gera síðan kvöldið upp á sömu stöðu frá klukkan 22.00. Augu knattspyrnuáhugafólks eru á Juventus liðinu og þá sérstaklega herra Meistaradeildarinnar, sjálfum Cristiano Ronaldo. Juventus will be knocked out of the Champions League unless they overturn their first leg defeat to Porto today...Over to you, Cristiano Ronaldo pic.twitter.com/etXogxH9M4— Goal (@goal) March 9, 2021 Juventus tapaði fyrri leiknum á móti Porto 2-1 í Portúgal og er því upp við vegg á heimavelli sínum í kvöld. Þeir sem þekkja til Ronaldo vita að það er alltaf von á einhverju sérstöku frá honum í Meistaradeildinni. Hann elskar að sýna sig á stóra sviðinu. Andrea Pirlo, þjálfari Juventus, tók Cristiano Ronaldo út úr liðinu um síðustu helgi þegar Juve vann 3-1 sigur á Lazio í ítölsku deildinni. Þrátt fyrir góðan sigur á Lazio þá mun Ronaldo koma aftur inn í liðið í kvöld því Pirlo sagðist hafa verið að hvíla hann fyrir þennan leik upp á líf eða dauða í kvöld. Wolfsburg 2-0 Real MadridWolfsburg 2-3 Real Madrid (QF 2016)Atletico 2-0 JuventusAtletico 2-3 Juventus (R16 2019)Spain 3-2 PortugalSpain 3-3 Portugal (WC 2018)Sweden 2-1 PortugalSweden 2-3 Portugal (WC 2014 Qualifier)What happened?Cristiano Ronaldo happened. pic.twitter.com/jIgtpeaMLA— Amaan. (@amaanseven) March 7, 2021 „Cristiano er í góðu lagi. Þetta eru hans leikir og hann er tilbúinn. Við náðum að hvíla hann og hann getur ekki beðið eftir þessum leik,“ sagði Andrea Pirlo. „Við vitum að pressan er á okkur en við hlaupum ekkert í felur. Við höfum það sem þarf til að komast áfram en við vanmetum samt ekki mótherja okkar. Við erum hins vegar Juventus og þurfum að hugsa um að það að komast áfram,“ sagði Pirlo. Juventus er í þriðja sæti ítölsku deildarinnar eftir að hafa unnið ítalska meistaratitilinn undanfarin níu ár. Liðið varð fyrir miklu áfalli í sextán liða úrslitunum í fyrra þegar liðið datt óvænt út á móti franska liðinu Lyon. Ronaldo ætlaði að koma til Juventus til að vinna Meistaradeildina fyrir félagið en hana hefur Juventus ekki unnið í 25 ár. Cristiano Ronaldo vann Meistaradeildina fjórum sinnum á fimm tímabilum með Real Madrid en á fyrstu tveimur tímabilunum með Juve hefur liðið dottið út úr átta liða úrslitunum og sextán liða úrslitunum. Það væri mikið áfall ef ítalska liðið væri aftur úr leik í kvöld. Can Juventus or Sevilla overturn their first-leg deficits tonight? #UCL— SuperSport (@SuperSportTV) March 9, 2021
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira