Ógildir dóm yfir Lula sem gerir honum kleift að bjóða sig fram á ný Atli Ísleifsson skrifar 9. mars 2021 07:37 Lula var forseti Brasilíu á árunum 2003 til 2010. Getty/Pedro Vilela Dómari í Brasilíu hefur ógilt dóm yfir Luiz Inácio Lula da Silva, fyrrverandi forseta landsins, sem hann hlaut vegna spillingar. Niðurstaðan gerir það að verkum að Lula gæti boðið sig fram að nýju í forsetakosningunum 2022. Vinstrimanninum Lula, sem nýtur enn mikilla vinsælda meðal stórs hóps í landinu, var sleppt úr fangelsi árið 2019 eftir að hafa þurft að dúsa þar í hálft annað ár. Hann hlaut dóm í kjölfar rannsóknar lögreglu sem gekk undir heitinu „Aðgerð bílaþvottur“ sem hófst árið 2014 og sneri að mútugreiðslum manna úr viðskiptalífinu til stjórnmálamanna. Lula var forseti Brasilíu á árunum 2003 til 2010. BBC segir frá því að hæstaréttardómarinn Edson Fachin hafi í gær ógilt sakfellinguna yfir hinum 75 ára Lula, á þeim forsendum að yfirvöld í borginni Curitiba í suðurhluta landsins hafi ekki haft rétt til að sækja málin eins og gert var. Í raun hefði átt sækja málin til alríkisdómstóls í höfuðborginni Brasilíu. Úrskurður Fachin á enn eftir að koma til kasta fullskipaðs Hæstaréttar, en hann veitir Lula öll pólitísk réttindi sín á ný, að því gefni að hinn fullskipaði Hæstaréttur felli ekki úrskurð dómarans úr gildi. Standi niðurstaða dómarans, gæti Lula boðið sig fram gegn sitjandi forseta Jair Bolsonaro, standi vilji Lula til þess á annað borð. Líklegt þykir að Bolsonaro muni sækjast eftir endurkjöri, en skoðanakannanir benda til að Lula gæti velt honum úr sessi. Árið 2018 var Lula dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir mútuþægni, en sá dómur var síðar mildaður í átta ár og tíu mánuði. Árið 2019 hlaut hann svo annan tólf ára fangelsisdóm, einnig fyrir mútuþægni. Honum var hins vegar sleppt sama ár eftir að Hæstiréttur Brasilíu úrskurðaði að ákærðu skyldu ekki hefja afplánun fyrr en áfrýjunarferli í málum væri lokið. Brasilía Tengdar fréttir Lula laus úr fangelsi Luiz Inácio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið látinn laus úr fangelsi. 8. nóvember 2019 22:34 Þrír fyrrum forsetar Brasilíu ákærðir í „bílaþvottaaðgerðinni“ Búið er að ákæra Michel Temer, fyrrum forseta Brasilíu, fyrir spillingu. Hann er þriðji brasilíski forsetinn í röð sem hefur verið ákærður fyrir slík brot. 21. mars 2019 16:18 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Vinstrimanninum Lula, sem nýtur enn mikilla vinsælda meðal stórs hóps í landinu, var sleppt úr fangelsi árið 2019 eftir að hafa þurft að dúsa þar í hálft annað ár. Hann hlaut dóm í kjölfar rannsóknar lögreglu sem gekk undir heitinu „Aðgerð bílaþvottur“ sem hófst árið 2014 og sneri að mútugreiðslum manna úr viðskiptalífinu til stjórnmálamanna. Lula var forseti Brasilíu á árunum 2003 til 2010. BBC segir frá því að hæstaréttardómarinn Edson Fachin hafi í gær ógilt sakfellinguna yfir hinum 75 ára Lula, á þeim forsendum að yfirvöld í borginni Curitiba í suðurhluta landsins hafi ekki haft rétt til að sækja málin eins og gert var. Í raun hefði átt sækja málin til alríkisdómstóls í höfuðborginni Brasilíu. Úrskurður Fachin á enn eftir að koma til kasta fullskipaðs Hæstaréttar, en hann veitir Lula öll pólitísk réttindi sín á ný, að því gefni að hinn fullskipaði Hæstaréttur felli ekki úrskurð dómarans úr gildi. Standi niðurstaða dómarans, gæti Lula boðið sig fram gegn sitjandi forseta Jair Bolsonaro, standi vilji Lula til þess á annað borð. Líklegt þykir að Bolsonaro muni sækjast eftir endurkjöri, en skoðanakannanir benda til að Lula gæti velt honum úr sessi. Árið 2018 var Lula dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir mútuþægni, en sá dómur var síðar mildaður í átta ár og tíu mánuði. Árið 2019 hlaut hann svo annan tólf ára fangelsisdóm, einnig fyrir mútuþægni. Honum var hins vegar sleppt sama ár eftir að Hæstiréttur Brasilíu úrskurðaði að ákærðu skyldu ekki hefja afplánun fyrr en áfrýjunarferli í málum væri lokið.
Brasilía Tengdar fréttir Lula laus úr fangelsi Luiz Inácio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið látinn laus úr fangelsi. 8. nóvember 2019 22:34 Þrír fyrrum forsetar Brasilíu ákærðir í „bílaþvottaaðgerðinni“ Búið er að ákæra Michel Temer, fyrrum forseta Brasilíu, fyrir spillingu. Hann er þriðji brasilíski forsetinn í röð sem hefur verið ákærður fyrir slík brot. 21. mars 2019 16:18 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Lula laus úr fangelsi Luiz Inácio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur verið látinn laus úr fangelsi. 8. nóvember 2019 22:34
Þrír fyrrum forsetar Brasilíu ákærðir í „bílaþvottaaðgerðinni“ Búið er að ákæra Michel Temer, fyrrum forseta Brasilíu, fyrir spillingu. Hann er þriðji brasilíski forsetinn í röð sem hefur verið ákærður fyrir slík brot. 21. mars 2019 16:18