Fótbolti

Hamsik stað­festur sem liðs­fé­lagi Kol­beins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hamsik er mættur til Gautaborgar.
Hamsik er mættur til Gautaborgar. Stephen McCarthy/Sportsfile

Marek Hamsik var í kvöld kynntur til leiks sem leikmaður Gautaborgar í sænska boltanum en hann skrifar undir samning við félagið fram á sumar.

Í síðustu viku bárust sögusagnir þess efnis að Hamsik væri nálægt því að semja við sænska liðið sem vakti mikla athygli enda Hamsik ansi stór stjarna í evrópska fótboltanum.

Hamsik er meðal annars goðsögn hjá Napoli en hann spilaði í allt 520 leiki fyrir félagið. Í þeim skoraði hann 121 mörk og lagði upp önnur hundrað.

Hann fór svo til Kína árið 2019 er hann gekk í raðir Dalian en er nú mættur aftur til Evrópu.

Hann er fyrirliði Slóvakíu sem leikur á EM í sumar en samningur Hamsik við sænska liðið er til ágústmánaðar.

Kolbeinn Sigþórsson leikur með Gautaborg.


Tengdar fréttir

Marek Hamsik á leið til Gautaborgar

Marek Hamsik, fyrirliði slóvakíska landsliðsins og leikja- og markahæsti leikmaður í sögu Napoli, er við það að ganga í raðir sænska úrvalsdeildarliðsins IFK Gautaborgar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.