Mourinho segir að Gareth Bale sé nú búinn að græða sálfræðileg sár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2021 12:00 Það er létt yfir Gareth Bale þessa dagana enda farinn að sýna aftur hvað hann getur inn á fótboltavellinum. Getty/Clive Rose Gareth Bale hefur heldur betur minnt á sig í síðustu leikjum með Tottenham liðinu og var enn á ný á skotskónum í sigri á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í gær. Gareth Bale skoraði tvö mörk líkt og Harry Kane og með 4-1 sigri á Crystal Palace og fyrir vikið komst Tottenham upp í sjötta sætið og er nú aðeins tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti. Bale byrjaði ekki vel hjá Tottenham í haust og fékk oft lítið að spila en hefur nú skorað sex mörk og gefið þrjár stoðsendingar í síðustu sex leikjum með liðinu og er farinn að minna aftur á manninn sem Real Madrid borgaði metupphæð fyrir á sínum tíma. Jose Mourinho says Gareth Bale has recovered from the "psychological scars"...He's scored six goals in his past six games for Spurs, with another three assists!More #thfc #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) March 7, 2021 Þessir leikir hafa farið fram á aðeins sautján dögum en á þessum tíma hefur sálarlíf Bale lagast mikið ef marka má knattspyrnustjórann hans. „Ég fann sálfræðileg sár. Þegar þú ferð í gegnum nokkur meiðslahrjáð tímabil í röð þá snýst þetta ekki um sárin á vöðvunum heldur sárin á sálinni. Það kallar á ótta og óstöðugleika,“ sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, eftir leikinn. #OJOALDATO - Bale ha marcado 6 goles y ha dado 3 asistencias en sus últimos 6 partidos con el Tottenham (disputados en 17 días). Es la misma cifra de goles y asistencias que consiguió en sus últimos 38 partidos oficiales con el Real Madrid (disputados a lo largo de 16 meses). pic.twitter.com/9tuAUckb28— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 7, 2021 „Það er tímapunktur þar sem allt gengur vel og allir í kringum þig eru að gefa allt sitt. Þá er stundin til að brjótast í gegnum þennan sálfræðimúr. Og hann komst í gegnum hann. Það var hann en ekki við. Við studdum bara við bakið á honum,“ sagði Mourinho. Gareth Bale skoraði líka tvö mörk í sigri á Burnley á dögunum og þá hefur hann skorað í síðustu tveimur leikjum Tottenham í Evrópudeildinni. Bale er alls með 5 mörk og 2 stoðsendingar í 11 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Spurs front three in their last two home games:# 7 Son Heung-min: # 9 Gareth Bale: # Harry Kane: Serious firepower. pic.twitter.com/Bu2F4eICdh— Squawka Football (@Squawka) March 7, 2021 Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Sjá meira
Gareth Bale skoraði tvö mörk líkt og Harry Kane og með 4-1 sigri á Crystal Palace og fyrir vikið komst Tottenham upp í sjötta sætið og er nú aðeins tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti. Bale byrjaði ekki vel hjá Tottenham í haust og fékk oft lítið að spila en hefur nú skorað sex mörk og gefið þrjár stoðsendingar í síðustu sex leikjum með liðinu og er farinn að minna aftur á manninn sem Real Madrid borgaði metupphæð fyrir á sínum tíma. Jose Mourinho says Gareth Bale has recovered from the "psychological scars"...He's scored six goals in his past six games for Spurs, with another three assists!More #thfc #bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) March 7, 2021 Þessir leikir hafa farið fram á aðeins sautján dögum en á þessum tíma hefur sálarlíf Bale lagast mikið ef marka má knattspyrnustjórann hans. „Ég fann sálfræðileg sár. Þegar þú ferð í gegnum nokkur meiðslahrjáð tímabil í röð þá snýst þetta ekki um sárin á vöðvunum heldur sárin á sálinni. Það kallar á ótta og óstöðugleika,“ sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, eftir leikinn. #OJOALDATO - Bale ha marcado 6 goles y ha dado 3 asistencias en sus últimos 6 partidos con el Tottenham (disputados en 17 días). Es la misma cifra de goles y asistencias que consiguió en sus últimos 38 partidos oficiales con el Real Madrid (disputados a lo largo de 16 meses). pic.twitter.com/9tuAUckb28— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 7, 2021 „Það er tímapunktur þar sem allt gengur vel og allir í kringum þig eru að gefa allt sitt. Þá er stundin til að brjótast í gegnum þennan sálfræðimúr. Og hann komst í gegnum hann. Það var hann en ekki við. Við studdum bara við bakið á honum,“ sagði Mourinho. Gareth Bale skoraði líka tvö mörk í sigri á Burnley á dögunum og þá hefur hann skorað í síðustu tveimur leikjum Tottenham í Evrópudeildinni. Bale er alls með 5 mörk og 2 stoðsendingar í 11 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Spurs front three in their last two home games:# 7 Son Heung-min: # 9 Gareth Bale: # Harry Kane: Serious firepower. pic.twitter.com/Bu2F4eICdh— Squawka Football (@Squawka) March 7, 2021
Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Sjá meira