Fótbolti

Mögnuð af­greiðsla Suá­rez og frá­bært sam­spil skilaði Benzema auð­veldu marki

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Luis Suárez skoraði frábært mark í gær.
Luis Suárez skoraði frábært mark í gær. EPA-EFE/JuanJo Martin

Atlético Madrid og Real Madrid gerðu 1-1 jafntefli í stórleik helgarinnar á Spáni. Jafnteflið þýðir að toppbaráttan er enn galopin en sigur hefði komið Atlético í einstaklega góða stöðu.

Luis Suárez kom heimamönnum í Atlético yfir með einkar snyrtilegu marki snemma leiks en Karim Benzema - hver annar - kom Real Madrid til bjargar undir lok leiks. Ekki í fyrsta sinn á leiktíðinni. 

Mörkin tvö voru stórglæsileg þó ólík hafi verið. Þau má sjá hér að neðan.

Klippa: Mörkin úr Madrídar-slagnum

Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.