Mikilvægir sigrar hjá AGF og Al Arabi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. mars 2021 16:55 Aron Einar nældi sér í gult spjald í mikilvægum sigri í dag. Simon Holmes/Getty Images Jón Dagur Þorsteinsson lék allan leikinn er AGF vann 1-0 útisigur á meisturum Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni. Þá vann Íslendingalið Al Arabi mikilvægan 1-0 sigur á Qatar SC er liðin mættust í úrvalsdeildinni í Katar í dag. Jón Dagur var á sínum stað í byrjunarliði AGF á meðan Mikael Anderson kom inn af varamannabekk Midtjylland þegar tíu mínútur lifðu leiks. Patrick Mortensen skoraði eina mark leiksins strax á níundu mínútu. AGF komið 1-0 yfir snemma leiks og þar við sat einfaldlega. Sigurinn einkar mikilvægur en AGF fer nú upp fyrir FC Kaupmannahöfn í 3. sæti deildarinnar. Jón Dagur og félagar með 36 stig, þremur minna en Midtjylland sem er í 2. sæti deildarinnar. Al Arabi vann gríðar mikilvægan 1-0 sigur á Qatar SC í úrvalsdeildinni í Katar í dag. Segja má að leikurinn hafi verið mjög svipaður og leikur AGF. Aðeins var eitt mark skorað og kom það einnig snemma leiks. Það gerði gamla brýnið Sebastian Soria strax á áttundu mínútu leiksins. Landsliðsfyrirliði Íslands, Aron Einar Gunnarsson, lék allan leikinn í liði Al Arabi og nældi sér í gult spjald á 42. mínútu. Með sigrinum eru lærisveinar Heimis Hallgrímssonar komnir upp í 7. sæti með 26 stig eftir 18 leiki. Aðeins eru þrjú stig í Al Rayyan sem er í 3. sæti deildarinnar en það sæti gefur þátttökurétt í forkeppni Meistaradeildar Asíu. Fótbolti Danski boltinn Katarski boltinn Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fleiri fréttir Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Sjá meira
Jón Dagur var á sínum stað í byrjunarliði AGF á meðan Mikael Anderson kom inn af varamannabekk Midtjylland þegar tíu mínútur lifðu leiks. Patrick Mortensen skoraði eina mark leiksins strax á níundu mínútu. AGF komið 1-0 yfir snemma leiks og þar við sat einfaldlega. Sigurinn einkar mikilvægur en AGF fer nú upp fyrir FC Kaupmannahöfn í 3. sæti deildarinnar. Jón Dagur og félagar með 36 stig, þremur minna en Midtjylland sem er í 2. sæti deildarinnar. Al Arabi vann gríðar mikilvægan 1-0 sigur á Qatar SC í úrvalsdeildinni í Katar í dag. Segja má að leikurinn hafi verið mjög svipaður og leikur AGF. Aðeins var eitt mark skorað og kom það einnig snemma leiks. Það gerði gamla brýnið Sebastian Soria strax á áttundu mínútu leiksins. Landsliðsfyrirliði Íslands, Aron Einar Gunnarsson, lék allan leikinn í liði Al Arabi og nældi sér í gult spjald á 42. mínútu. Með sigrinum eru lærisveinar Heimis Hallgrímssonar komnir upp í 7. sæti með 26 stig eftir 18 leiki. Aðeins eru þrjú stig í Al Rayyan sem er í 3. sæti deildarinnar en það sæti gefur þátttökurétt í forkeppni Meistaradeildar Asíu.
Fótbolti Danski boltinn Katarski boltinn Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fleiri fréttir Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Sjá meira