Fótbolti

AC Milan setur pressu á nágranna sína

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
AC Milan er áfram í öðru sæti ítölsku deildarinnar.
AC Milan er áfram í öðru sæti ítölsku deildarinnar. Sportinfoto/Getty

AC Milan vann í dag sannfærandi tveggja marka sigur á útivelli gegn Hellas Verona. Sigurinn færir AC Milan upp í 56 stig í öðru sæti, en nágrannar þeirra í Inter hafa 59 stig í efsta sæti og eiga einn leik til góða.

Það var Rade Krunic sem kom gestunum yfir um miðjan fyrri hálfleik. Strákarnir frá Milanó voru sterkari aðilinn í leiknum og það var svo Diogo Dalot sem skoraði sigurmarkið á 50. mínútu eftir stoðsendingu frá Alexis Saelemaekers.

Einungis þrjú stig skilja Milan liðin að í efstu tveim sætum ítölsku deildarinnar og ekki langt á eftir eru Juventus með 52 stig.

Mikilvægur sigur í botnbaráttunni

Crotone vann mikilvægan 4-2 heimasigur gegn Torino í sannkölluðum fallbaráttuslag. Crotone er áfram í neðsta sæti með 15 stig á meðan Torino hefur 20 stig í 18.sæti, einu stigi frá öruggu sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×