Fótbolti

Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn þegar Brøndby skellti sér á toppinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hjörtur og félagar í Bröndby unnu nágranna sína í FCK og fóru þar með á topp dönsku úrvalsdeildarinnar.
Hjörtur og félagar í Bröndby unnu nágranna sína í FCK og fóru þar með á topp dönsku úrvalsdeildarinnar. Lars Ronbog/Getty Images

Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn í dönsku úrvalsdeildinni þegar Brøndby lagði FC København. Lokatölur 2-1 heimamönnum í vil og seinustu tvö mörkin voru skoruð í uppbótartíma.

Brøndby skellti sér á topp dönsku úrvalsdeildarinnar með góðum 2-1 sigri gegn FC København í dag. Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn í vörn Brøndby.

Ekkert var skorað í fyrri hálfleik og það var ekki fyrr en á 71. mínútu sem heimamenn náðu að brjóta ísinn. Lasse Vigen kom þá heimamönnum í 1-0 forystu.

Á 81. mínútu jöfnuðu gestirnir, en markið dæmt af með hjálp myndbandsdómgæslu.

Heimamenn tvöfölduðu svo forystu sína á 91. mínútu þegar Andreas Maxso skoraði af vítapunktinum, en vítaspyrnan hafði verið dæmd með hjálp myndbandsdómgæslu.

Jens Stage minnkaði muninn fyrir gestina á 94. mínútu en þá var það orðið of seint. Niðurstaðan 2-1 sigur heimamanna, sem eins og fyrr segir, skella sér á toppinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×