Fótbolti

Danny Ings frá í nokkrar vikur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Danny Ings gæti verið frá í nokkrar vikur.
Danny Ings gæti verið frá í nokkrar vikur. EPA-EFE/Naomi Baker

Danny Ings, leikmaður Southampton, þurfti að fara af velli snemma leiks í sigri liðsins gegn botnliði Sheffield United. Ings er markahæsti leikmaður Southampton á þessari leiktíð, og eftir aðeins einn sigurleik í síðustu níu gæti þetta reynst dýrkeypt.

Southampton vann langþráðan sigur á botnliði Sheffield United, eftir að hafa ekki landað sigri í átta leikjum þar á undan.

Danny Ings hefur verið duglegur að skora fyrir liðið og er markahæsti leikmaður Southampton, með átta mörk í 22 leikjum. Ings missti af nokkrum leikjum í haust eftir aðgerð. Ings var skipt af velli á 13.mínútu leiksins í dag og Ralph Hassenhuttl, þjálfari liðsins sagði eftir leik að hann gæti verið frá í nokkrar vikur.

Næsti leikur Southampton er á miðvikudaginn gegn toppliði Manchester City á Etihad vellinum. Á sunnudaginn koma Brighton í heimsókn, en þeir eru aðeins fjórum stigum á eftir Southampton, og mikilvæg þrjú stig í boði ef þessi tvö lið ætla ekki að sogast niður í fallbaráttu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.