Fótbolti

Andri Rúnar kom Esb­jerg á bragðið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Andri Rúnar Bjarnason kom Esbjerg yfir í dag.
Andri Rúnar Bjarnason kom Esbjerg yfir í dag. Esbjerg

Esbjerg vann mikilvægan 2-0 sigur á Fremad Amager í dönsku B-deildinni í knattspyrnu í dag.

Kjartan Henry Finnbogason hóf leikinn í fremstu víglínu hjá Esbjerg á meðan Andri Rúnar Bjarnason hóf leikinn á varamannabekknum.

Kjartan Henry var ekki lengi að láta að sér kveða en hann nældi sér í gult spjald í fyrri hálfleik. Ekki gerðist mikið anað markvert í fyrri hálfleik og staðan enn markalaus er honum lauk.

Það var svo á 70. mínútu leiksins sem varamaðurinn Andri Rúnar kom lærisveinum Ólafs Kristjánssonar yfir og fimm mínútum síðar hafði Mathias Kristensen tvöfaldað forystu heimamanna. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur leiksins.

Esbjerg er nú með 45 stig í 2. sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir toppliði Viborg og fimm stigum á undan Silkeborg sem situr í 3. sæti dönsku B-deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×