Innlent

Segir raf­magns­leysið ó­við­unandi á við­kvæmum tímum fyrir íbúa Grinda­víkur

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur
Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur Vísir/samsett mynd

Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir rafmagnsleysið í gærkvöldi óviðunandi á viðkvæmum tímum fyrir íbúa Grindavíkur. Bæjarstjórnin mun funda með HS Veitum á mánudag. 

Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir rafmagnsleysið afar óheppilegt álag ofan á áhyggjur bæjarbúa vegna skjálftahrinunnar.

„Þetta var afskaplega óheppilegur atburður á þessum viðkvæmu tímum sem við búum við hérna núna í Grindavík og á Suðurnesjum. Það sem var nú kannski verst við þetta var hversu langan tíma það tók að lagfæra þessa bilun,“ sagði Fannar Jónasson.

Klukkan rúmlega 13 í gær leysti úr spenningi í tengivirkinu í Svartsengi og varð við það rafmagnslaust í Grindavík.

Óviðunandi staða

„Eftir tíu klukkutíma tæpa þá var búið að koma rafmagninu á allan bæinn og þetta er eitthvað sem er algjörlega óviðunandi,“ sagði Fannar.

„En svona er bara tæknin menn gerðu sitt besta þegar þessar aðstæður komu upp hjá fyrirtækinu en við getum ekki unað við það að þetta geti gerst með þessum hætti.“

Bæjarstjórnin mun funda með HS Veitum á mánudaginn þar sem farið verður yfir til hvaða aðgerða fyrirtækið mun grípa til að tryggja öryggi.

Tímasetningin óheppileg

Egill Þorsteinn Sigmundsson, Sviðsstjóri rafmagnssviðs hjá HS Veitum, segir ólíklegt að rafmagnsleysið í Grindavík megi rekja til jarðhræringa á Reykjanesi. Það sé fyrst og fremst óheppni að rafmagni hafi slegið út í Grindavík á þessum tímapunkti.


Tengdar fréttir

Selfyssingar aftur komnir með rafmagn

Rafmagn er aftur komið á Selfoss eftir að það datt út á ellefta tímanum í kvöld. Selfosslína er ennþá úti en verið er að skoða hana samkvæmt upplýsingum frá Landsneti.

Rafmagnslaust á öllu Selfossi

Straumlaust er nú á Selfossi vegna útleysingar á Selfosslínu 1. Stjórnstöð Landsnets segir að unnið sé að því að koma rafmagni aftur á bæinn.

Þór sendur til Grindavíkur með varaafl

Varðskipið Þór er nú á leið til Grindavíkur þar sem það verður til taks ef framleiða þarf varaafl fyrir hluta bæjarins. Rafmagnslaust hefur verið í helmingi bæjarins frá því klukkan 13:40 í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×